Leita í fréttum mbl.is

Frábært að til standi að breyta stefnu v. bílaborgina

Þetta er ótrúlega jákvætt,  ef satt reynist.  En miðað við viðbrögðin hér á moggablogginu, þá fer þetta ekki vel af stað. Æsifréttamennska fjölmiðla og ekki síður bloggara hlýtur að taka stór hluti af sökina.

Það þarf að taka það skýrt fram ( þó það ætti að vera ónauðsýnlegt)  að  Reykjavík mun ekki taka stakkaskiptum yfir nóttina, og að bílinn er kominn til að vera, en að mjög vel færi á því að minnka _vægi_ hans. 

Þá vonar maður að  fullt samráð verði haft, bæði við þá sem trúa á bílnum sem frelsara,  "trúleysinga", almennissamgöngumenn,  hjólreiðamenn og öðrum.  Ennfremur vonar maður að ekki mun skipta máli hver kallar hæst, heldur hvernig rök koma fram, og hvers konar lausnir og málamiðlanir verða í boði.

(2007-10-13 23:00, uppfært  : Aðeins skýrari orðalag) 


mbl.is Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara eitt vandamál: Reykjavík er ekki amerísk bílaborg.  Hún er ekki einu sinni lík slíkri borg.  Tala ég þar sem maður sem hefur séð ameríska bílaborg.

Í sannri bílaborg eru vegirnir miðaðir við að fólk komist leiðar sinnar þó það hafi aldrei komið í borgina áður.  Þar eru næg stæði.  Þar eru ekki "stofnbrautir."  Þannig er RKV bara einfaldlega ekki. 

Ásgrímur (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá hvað eru miklir hálfvitar sumir hverjir, sem blogga um þetta...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.10.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Morten Lange

En Ásgrímur : Málið er að um margt er Reykjavík samt líkari Ameriskan bílaborg en Evrópsk, þétt borg.   Í Reykjavík fer 50% landsvæðis undir  bílamannvirki, þar með talið bílastæði , fjöldi bíla er að mér skilst hærri en 700/ 1000 á íbúa og hlutfall ferða sem eru farnar á bílum er að nálgast bandarískar tölur.  Þannig staðreyndir er það sennilega sem Dagur B. og reyndar líka Gísli Marteinn eru að vitna í.

Skyringinn á því að Reykjavík er orðin bílaborg er meðal  annars sögð vera hvaða tiskustraumar voru uppi þegar fyrstu öflugu vaxtaskeið Reykjavúkur stóðu yfir. Þá voru það skipulagsmenn með tröllatrú á bílnum sem skipulögðu, en ekki fyrst og fremst að fólkið ó borginni kaus bílnum.  Öflug uppbygging gatnakerfis, hálfgjörð vanræksla almenningssamgangna og bygging nýrra íbúðasvæða "úti í sveit"  hafa svo ýtt enn frekar undir þessu. 

Hildigunnur : Já  fyrirsagnir hjá sumum sem blogga tengd þessa frétt eru ótrúlegar.  Ekki mikil rökræða þarna á ferðinni.  Ég játa því reyndar, að hafa ekki nennt að lesa allar færslurnar.  Kannski ætti moggabloggið að bjóða upp á aðeins greinarbetri yfirlit yfir blogg sem eru tengd við frétt.   Og svo langar mig að segja við þig: Þakkir fyrir innlitin og stuðninginn :-)  

Morten Lange, 13.10.2007 kl. 23:25

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við búum í langri borg. af einhverjum ástæðum hafa skipulags yfirvöld undafarinn áratuginn viljað byggja upp á heiðum. þar eru bara settar niður blokkir. síðan komar þeir með einhverja lausn um að byggja í vatnsmýrinni. þegar skoðaðar eru hugmyndirnar þar þá kemur í lausn að þar er úthverfi. einbýlishús með lóðir fyrir fram og aftan. 

Dagur B er erki fífl. hann hefur ekki hundsvit á skipulagsmálum.

jú getur vel verið að við séum með mikil bílamannvirki. en við þurfum á þeim að halda. vegir eru æðar borgarinnar. við þurfum mislæg gatnamót. sérstaklega á þau gatnamót sem umhverfissinnin hún Svandís vill að það komi ekki mislæg gatnamót. á gatnamótum kringlumýrar og miklubrautar. þar standa bílaraðirnar upp í mosó og til hafnarfjarðar.  enginn smá mengum sem spýtist þar út í allri biðinni í stað þess að við gætum rennt inn og þyrftum ekki að sitja föst í klukkutíma.

alvöru borgir eru með alvöru umferðarmannvirki. ekki strætó kerfi sem byggir á: neðanjarðarlest, ofanjarðar sem Dagur B kom með og skyldi alla blindu eftir. bankamaður er ekki að fara að taka strætó.  

Fannar frá Rifi, 14.10.2007 kl. 01:34

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Síðan breytt var ljósunum á Miklubraut/Kringlumýrarbraut hef ég ekki lent í þessum ógurlegu röðum sem þú talar um, Fannar. Ástandið þar var náttúrlega skelfilegt áður en það komu beygjuljós í allar áttir.

Og sorrí, ég þekki bara alveg nokkra bankamenn sem taka strætó. Reyndar gafst mágur minn upp, en það var vegna þess að strætókerfið var í svo miklum ólestri (fyrir svona tveimur árum). En nei, flestir bankamenn eru líklega of snobbaðir og góðir með sig til að taka strætó. Sem betur fer er nú þjóðfélagið ekki eingöngu byggt bankamönnum...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:31

7 Smámynd: Morten Lange

Fannar þetta með að við þurfum mislægugatnamótin stenst ekki nánasri skoðun. Meiri umferðarrýmd leiðir af sér meiri umferð. Gísli Marteinn var búinn að sjá ljósið í þeim efnum, og þess vegna sé ég eftir honum í borgarstjórn. Við erum engann vegin nær því að ná mettun í bílaumferð eins og sumir héldu.  Lími hér inn færslur sem ég var með á bloggum Kára Harðar og Bjarna Kjartanssyni : 

Vefsetur European Mobility Week ( Evrópsk Samgönguvika) vitnar í breskum rannsóknum sem sýna fram á að með aukið umferðarrými aukist umferð, en með minnkandi umferðarrými minnkar umferð.

Eða kíkið á skýrsluna ( google finnur þetta ) ,  A REVIEW OF THE EVIDENCE FOR INDUCED TRAVEL AND
CHANGES IN TRANSPORTATION AND ENVIRONMENTAL POLICY IN THE UNITED STATES AND THE UNITED KINGDOM.

þar segir :  

"Results of this research show strong evidence that new transportation capacity induces increased travel, both due to short run effects and long run changes in land use development patterns. "


Með aðeins öðruvísi vinkli :

Varðandi að umferðin færist inn í hverfin, eins og Vilhjálmur hélt fram, þá er það ekki allveg í samræmi við  það sem menn hafa séð í Evrópu, samkvæmt vefnum European Mobility Week.  (Jamm,  það er alvöru-útgáfan af  Samgönguviku )  Þeir tala um traffic evaporation, sem sagt að umferðin gufar upp, en að visu fer hluti af umferðinni inn í nærliggjandi götum. En ef hámarkshraði þar er 30 km, þá er það kannski ekki svo slæmt og klárlega þess virði ef samkeppnishæfni strætó stóraukist í leiðinni. Það sem Vilhjálmur ekki viðurkennir er að breiðari götur eða "frjálst flæði" í gegnum gatnamót leiða af sér aukningu í bílaumferð, og "þörfin" fyrir umferðamannvirki verður aftur "brýn".  Spáin um sífeld aukning í umferð verður spá sem nærist á sjálfum sér.

Og ég mæli með að menn hlusti á Krossgötuþáttunum sem fjalla um þetta.  

Fjallað var um þetta í Krossgötum á Rás 1 í vor.

(Fjallað um bílaborgina. Rætt við umferðaverkfræðingana Þorstein Hermannsson hjá VGK Hönnun og Samúel T. Pétursson verkfræðing hjá Línuhönnun um valkosti í almenningssamgöngum. Rætt við Jens Ruminy um lestarsamgöngur á Íslandi. )

Það er vel þess virði að hlusta á þáttunum á undan og á eftir líka.

Annars væri gagnlegt að taka saman rökin sem hafa komið fram í þessari umræðu, og til dæmis það sem kemur fram í Krossgötu-þáttunum.  Grein í Wikipedia eða allavega einhverskonar Wiki ætti að henta vel.  Þetta er umræða sem mun koma upp aftur, og þá er ágætt að eiga til yfirlit yfir rökin og sjónarmiðin.

Morten Lange, 14.10.2007 kl. 18:55

8 Smámynd: Morten Lange

Þetta var að detta inn um brefalúguna hjá mér, en ég er skráður á nokkrum póstlistum um samgöngumál:

"Increases In Greenhouse-Gas Emissions From Highway-Widening Projects," Sightline Institute (www.sightline. org ); at www.sightline. org/research/ energy/res_ pubs/analysis- ghg-roads . This analysis indicates that urban highway expansion does not reduce pollution overall because additional emissions from construction and increased vehicle traffic quickly exceed any reductions from reduced congestion delays.
 

Morten Lange, 14.10.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband