Leita í fréttum mbl.is

Karlmenn menga meira en konur...Hvað segir skýrslan?

Frábært að mbl.is hengja skýrsluna við fréttina þannig að lesendur geta kynnt sér þetta nánar.

Í athugasemdum tengd fréttina hafa komið fram margar spurningar, flestar gáfulegar, og vonandi fæst svör við flesta spurninganna, ef skýrslan er lesin.

En það er mikið lesefni og tíminn er takmarkaður. Það hefði verið frábært ef blaðamenn Morgunblaðsins hefðu "stolið"  smá tíma frá því að fjalla um fræga fólkið og hlutir sem skipta litlu máli og kafa ofan í fréttir sem varða framtíð okkar allra.  Gjarnan með spurningar eins og þessar sem hafa komið fram, að leiðarljósi.  ATH : Þó ég segi að umhverfismálin séu mun mikilvægari en slúður og "fréttir" um nýja bíla, skó eða föt, þvertek ég fyrir að vera með heimsendaspá :-) 

En hvernig var þetta rannsakað í skýrslunni Sænska ?  Velta niðurstöður á því að karlar séu atvinnubílstjórar, eða að þeir borða meira kjöt vegna þess að þeir eru stærri, að öllu jöfnu ?  Og hvað með önnur umhverfisáhrif, væri ekki við hæfi að benda á nokkur atriði þar sem karlar standa sér betur en konur varðandi umhverfisáhrif ?   Skó-, fata, og snyrtivörukaup, til dæmis ? Skutl barna í stað þess að ganga eða hjóla með þeim og kenna þeim að ferðast sem nokkuð öruggur vegfarandi ?  Hjólreiðar til samgangna ? ( Konurnar standa sér kanski betur í Sviþjóð, en sennilega ekki á Íslandi ) Held samt að fréttin sé í aðalatriðum rétt og að áhrif aksturs og kjötáts vega þungt. Prófið  til dæmis að skrá mismundi gildi á http://myfootprint.org


mbl.is Karlar menga meira en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband