Leita í fréttum mbl.is

Margnota reiðhjól ? Hjólabókasafn ? Deiluhjól ?

Sama hvað ég reyni gengur mér erfiðlega að búa til íslenskt orð yfir bike-sharing, en þetta er eitt af því heitasta í umferðarmálum, og umhverfismálum borga nú um stundir.  Tillögurnar mínar í fyrirsögnina ganga engan veginn og ég lét þessu standa mest í gríni.

En þetta eru sem sagt hjól sem maður sækir úr sérstakri stöð, með notkun kreditkorts, eða sérstaks korts, eða stundum, í eldri útfærslum með því að leggja á pening. Kortið eða peningana eru helst til að að forðast stuld, en ekki til að rukka.

Svo getur maður skilað hjólinu á annarri stöð, án þess að "leigan"  hafi kostað neitt.  Reyndar þá er oft borgað ákveðin upphæð á ári (eða styttri tímabíl ), en hver leiga er frjáls eða mjög ódýr. Yfirleitt virðist samt miðað við að maður haldi sér innan tímamarka, til dæmis hálftími eða 3klst.

Að minnstu kosti 750 stöðvar hafa verið sett upp í París, um 50 stöðvar  eru í Ósló, og 10 í Þrándheimi.  París eru með 10.000 hjól, ætlar sér upp í 20.000 fyrir áramót.  Þrándheimur er með 140 hjól. 

Um 60 borgir í Evrópu eru með svoleiðis kerfi, en París er með lang stærsta útfærslan og hefur Vélib'  ( Vélo - Liberté )  vakið mikla áhuga borgarstjóra í stórborgum Norður-Ameríku og borgarstjóra Lundúna.

Sjá kortið á bike-sharing  blogginu, og frekari umfjöllun um þessa vakningu. 

 

En hverju eigi  að kalla þessa snjalla lausn  á Íslensku ? 

HJÁLP  !

:-) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Deiluhjól er náttúrlega vonlaust (argument bike :D ) en deilihjól væri hægt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.11.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Almenningshjól...

Jón Ragnarsson, 5.11.2007 kl. 11:13

3 identicon

Er ekki bara málið að kalla þetta Borgarhjól. Þetta er víða kallað City bikes ef mér skjátlast ekki og því er þetta allavega það skársta sem ég hef dottið niður á 

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 11:59

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Svo er alltaf hægt að skella sér í kæruleysið og kallað þetta Njágsdreyfir eða eitthvað álíka :) Þetta er nú skrifað í gríni og þetta er eitthvað sem okkur vantar hérna á höfuðborgarsvæðinu. Takk fyrir að gerast bloggvinur. Kær kveðja Alli kolleiki þinn :)

Alfreð Símonarson, 5.11.2007 kl. 12:17

5 Smámynd: Morten Lange

Takk kærlega fyrir hjálpina og uppástungur.  Vandinn með orðinu Borgarhjól er kannski að það sé líka notað um tiltekin útfærsla á hjóli "í einkaeigu", annaðhvort "nútíma"  útfærsla eða eldri í stíl við hjólin í  Kaupmannahöfn og Amsterdam.  En það gerir kannski ekki mikið til. 

Morten Lange, 5.11.2007 kl. 13:12

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Heitir ekki hjólaverkstæðið á Hverfisgötu Borgarhjól?  Almenningshjól er gott, finnst mér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:03

7 Smámynd: Morten Lange

Jú, það er rétt hjá þér Hildigunnur !   Þannig að "Almenningshjól" hefur skýra forystu   

Í París hafa þeir takmarkað frí leigutíma að sögn til að ganga ekki af hefðbundum hjólaleigum dauðum.  Borgarhjól stundar einmitt svoleiðis útleigu.  Bæði á Hverfisgötu og á tjaldsvæðinu / farfuglaheimilinu í Laugardalnum. Nokkur hótel og gistiheimili auglýsa líka að þeir séu með hjól til leigu en eru í raun að semja við Borgarhjól. 

Orðið borgarhjól er annars til sem uppfléttiorð í Wikipediu :-)

Morten Lange, 5.11.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband