Leita í fréttum mbl.is

"Hjólað í þágu umhverfisins" - ekki allveg

Moggin birtir þetta myndskeið fra Reuters í Kína og notar fyrirsögnin  "Hjólað í þágu umhverfisins".

Um daginn var frábær grein í Fréttablaðinu um hvernig bráðnauðsýnlegt sé að leita sannleikans til að lýðræðið hafi meining. Þetta er á ábyrgð okkar allra.   Mig langar að benda á nokkra punkta tengd myndskeiðið og fyrisögn Moggans sem benda í öfuga átt.

  1. Venjuleg skilning á orðinu "að hjóla"  er að nota venjulegt reiðhjól.  Þegar maður hjólar þá snýr maður petalanna. Fyrirsögn moggans snýr  út úr þessu, því hér er fjallað um létt mótorhjól, rafmagnsdrífin. Að vísu virðast  sumir þeirra vera reiðhjól með hjálparvél. 
  2. Fyrirsögnin gefur til kynna að hjólreiðar eru umhverfisvænar, sem er auðvitað hárétt.  Flestir ættu að vita að reiðhjólið er orkusnjallast allra ökutækja, og  hefur lítil umhverfisáhrif í framleiðslu og förgun, en hér er ekki verið að tala um hefðbundnar hjólreiðar.  Ef enginn líkamsrækt að ráði fáist samhliða samgöngum er það líka mikill missir fyrir lýðheilsu Kínverja.
  3. Eins og kemur glöggt fram í fréttinni er annarsvegar verið að hæla rafmagnsmótorhjólin fyrir því að vera ódýrari í rekstri og menga minna en hefðbundin létt motorhjól, en á hinn boginn er verið að benda á umhverfisvandamál einmitt tengd tækninni sem gera þeim frábrugðin reiðhjólum :  blý-batteríin. Reyndar  koma Litíum jón batteríin  "til bjargar"  (þótt verðið sé hærra), samkvæmt fréttinni, en  það eru  auðvitað talsvert fleiri umhverfisvandamál tengd svoleiðis hjóli en venjulegu hjóli.
  4. Í lokin er sagt að þessi mótorhjól munu koma í stað reiðhjóla, og látið skína í gegn að það sé framför.  Það er auðvitað double-talk.  Reiðhjól  menga minna, bæta heilsu gríðarlega, kosta minna, og taka minna pláss, en "flottustu" fararskjótunum.
En ef rafmagnsmótorhjól sem fara svipað hratt yfir og hraður hjólreiðamaður,  koma í stað bíla, þá er það auðvitað mikill framför varðandi umhverfisáhrif,  umferðaröryggi og umferðaröngþveiti í stórborgum Kína. En ég heyrði ekkert talað um að skipta bíla út fyrir rafmagnsmótorhjól í myndskeiðinu.  Það má kannski ekki tala um það.  Og kannski óraunhæft þangað til  Hollywood -stjörnur  og persónur sem þeir leika  breyta til betri vegar.  Mögulega þyrfti líka að setja fylgja eftir samkeppnislög sem segir ( að ég held) að ekki megi ljúga til um ágæti vöru í auglýsingum.  (Hér er átt við bílaauglýsingar)    Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Nei, ég þekki engan, en hef hitt nokkra karla hér í bæ á svoleiðis hjólum.  Einn í vinnunni er reyndar á meðalstóru mótorhjóli  gegnur fyrir batteríum.

Morten Lange, 13.11.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband