Leita í fréttum mbl.is

Tekinn fyrir akstur undir áhrifum ... syfju

Nei, það hefur sennilega engin verið tekinn fyrir að aka syfjaður.

Enda erfiðari að sanna syfju. Sjá til dæmis þessa frétt  frá 2006

En akstur og syfja er töluvert stórt vandamál, eins og fram kom á  málfundi á vegum Umferðarstofu í dag.  Mjög margt var um manninn á málstofuna sem samgönguráðherra opnaði með frásögnum um eigin reynslu og ráð.  Hann sagði frá því að hætta að keyra heim í kjördæmi um helgar vegna þess að þetta var of hættulegt.  Flott hjá honum að taka afleiðingarnar !

Þarft og gott framtak, og opnun vefsetursins www.15.is   ( Stoppaðu til að sofa í korter ef þú finnur fyrir syfju : Ekki deyja úr þreytu. Leggdu þig í 15 mínutur )

Ég missti af stóran hluta af málstofunni, enda nóg að gera í vinnunni, en efast um að sjónarhorn annarra samgöngumáta en bílaumferðar hafi komið fram.  Það er mjög eðlilegt og gleðilegt að höfuðáherslan liggi á bílstjóra, á kæfisvefn og lífsstíl ökumanna, því þar liggur auðvitað vandinn.

En þegar kemur að fórnarlömbum, þá eru líka hjólreiðamenn og gangandi stundum blásaklaus   fórnarlömb "syfjuaksturs", eins og nýleg dæmi eru því miður um.  

Annað er að  tæknilegar lausnir á vegunum þyrfti að ræða með þarfir gangandi og hjólandi í  huga.  Fann áhugaverð skýrsla um einmitt þetta hér.

RUMBLE STRIP GAP STUDY

Hér er fjallað um útfærslu á "Rumblestrips" (Hef gleynt íslenska orðinu yfir þessu, þó það hafi verið   svolítið fyndið ) sem eiga að vekja bilstjóra sem eru um það bíl að fara út af veginum. 

Stungið er upp á að hafa nokkurra metra bíl í merkingunum/rásirnar, með 20 metra millibil. Þá er auðveldara fyrir hjólreiðamenn að þvera þess línu. 

Annað er að mikill ókostur sé fyrir hjólreiðamenn ef þessar rásir séu of breiðir, og lítið verður eftir af vegaöxlinum.  

En í lokin er vert að minnast á að lang-lang mikilvægast er 1. að koma í veg fyrir syfjuna 2. að  bílstjórar  gera ráðstafanir þegar syfja kemur upp, og löngu áður en hætta er á því að bílstjórinn sofni. Syfja sem leiðir til skortathygli við akstur er líka varhugaverður. 

Þannig er  mikilvægari að útbúa staði þar sem menn geta stoppað í korter en að breyta veginum þannig að bílstjórar eiga að vakna _þegar_  þeir sofna og eru á leið út af veginum.  Slíka staði geta líka þjónað öðrum tilgangi, og meðal annars verið kærkomnir staðir líka fyrir hjólreiðamenn til að stoppa.

 

 

 

 


mbl.is Tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband