Leita í fréttum mbl.is

2 fyrir 1 ? Ég býð ykkur 17 fyrir 3 !

Ertu meðal þeira sem finnst að 2 fyrir 1 tilboð eru virkilega góð og nýtsamleg ?

Sjálfum finnst mér oft eins og þessi tilboð séu frekar til trafalla og að það taki það það ekki að eltast við þeim. Of mörg takmörk sett og ekki það sem ég eignlega nenni að eltast við. Fyrir suma eru væntanlega 2 fyr i1 tilboð skemmtileg og gagnleg og veita kannski hamingju.

Tilboð sem hentar mér betur, en hentar alls ekki öllum, er það frábæra tilboð sem hjólreiðar til samgagna eru.  Sumir geta hjólað afar lítið til samgangna, vegna vinnu, vegna vegalengdar  á milli heimilis og vinnu/skóla og fleira. Stundum er álitað ógjörningur að hjóla, en raunveruleg ástæða  getur verið að jafnræði á milli samgöngumáta skorti. Það er ekki mikið gert ráð fyrir því að menn hjóla stystu leið á milli Mosfellsbæjar og Grafarholts, eða jafnvel Úlfarsdal, sem dæmi. Þar er bara hraðbraut, sem bara þeir hörðustu hjóla eftir.  En fyrir þá sem geta nýtt sér tilboðið er eftirfarandi 17 fyrir 3 tilboð í gangi:

Hjólaðu til samgangna (1) sem þýðir að þú átt í hættu að blotna eitthvað - innanfrá eða utanfrá (2) að burðargetan er lægri en á bíl/erfiðara að taka farþega (3) og þú uppskerð margfalt :

  1. Heilsa og vellíðan hjá þér batni, því hjólreiðar til samgangna eru frábær þjálfun fyrir hjarta og æðakerfi og mörgum  stórum vöðvum. Sumir segja að skapið batni. Almennt virka útivist og hreyfing þannig
  2. Þú finnur að hjólreiðar veita frelsistilfinningu, og vegna þess að samviskan er hrein, er frelsistilfinningin líka hreinni en þegar maður er á bíl
  3. Þegar þú hjólar, er líklegt að þú spari peninga. það kostar  um  20.000-50.000  á ári að reka hjól og kaupa fatnaði sem hentar, eða jafnvel minna.  (Fyrir suma er venjuleg vetrar- eða útvistarfatnaður nóg)
  4. Sparaðir peningar má stundum umsetja í sparaðan tíma. Sumir geta dregið aðeins úr vinnu, velt sér minna upp úr að leita "bestu" tilboðin osv.frv.
  5. Ekkert mál að finna stað að setja hjólið, yfirleitt. Annað gildir oft með bílana
  6. Þú þarft ekki að angra þig á umferðarteppum. Þú siglir bara framhjá og veifar !
  7. Veikandadögum hjá þér fækka, eða svo segja m.a. breskir, norskir og danskir vísindamenn og fá stuðning frá WHO.  Það að hjólreiðamenn eiga 30% lægri hætta á að deyja fyrir aldur fram en aðrir, undirstrikar þessu.
  8. Þú mengar mun minna . Ekki svifryksmengun hvorki frá útblæstri né hjólbörðum, engin hávaði og svo framvegis
  9. Þú eyðir minna af orkugjöfum, óháð ferðamáta sem er skipt ut  fyrir, því reiðhjólar eru orkusnjallasti ferðamátin sem þekkt er
  10. Þú veist að þitt val á samgöngumáta sé ekki að ýta undir útþenslu byggða og eyðileggingu náttúrusvæða í kringum byggðina.  Þú notar sjaldnar samgöngumátan sem krefur til dæmis 50% af byggingarlandi Reykjavíkur
  11. Þú kemst í snertingu við umhverfinu, heyri í fugla, getur horft til himins þar sem að hentar. Lítið mál að stoppa og spjalla ef þú hjólar fram hjá kunningi, eða ef þú vilt aðstoða einhvern sem spyr til vega
  12. Þú getur oftast haldið á farartækinu framhjá hindrunum, sem snjóskafla, þrengingar og fleira. Reyndu það með bílnum. Þú getur tekið hjólin með ókeypis eða ódýrt í Strætó, siglinga og flug.
  13. Þú veist að með nokkuð góðri samvisku getur þú sagt : Já það er í lagi ef allir jarðarbúar ferðast á milli staða eins og ég. Ég er ekki svo slæm fyrirmynd jarðarbúa hvað þetta varðar
  14. Þú veist að þú gerir nærumhverfinu mannvænari, minna vélvætt.
  15. Þú veist að þú sért ekki nærri því eins mikill ógnun við samferðamenn og bílstjórar
  16. Ef þú hefur kynnt þér málið veistu að á grundvelli tíma eða fjölda ferða er svipuð eða lægri áhætta á að þú meiðist alvarlega og ef þú værir á bíl.
  17. Þú veist að það er sexí og "in" að hjóla ( ekki síst á hlýjum sumardögum )

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

Amen :)

SM, 10.3.2008 kl. 01:37

2 identicon

Jahá!

Ég hjóla mér til yndisauka en það verður kalt þarna í neðra þegar ég nenni að fara að dröslast á þessu í vinnuna. Ég keyri líka um á Land Rover mér til yndisauka. Það verður svo sem líka kalt þarna í neðra þegar ég nenni að fara á honum reglulega í vinnuna en ég svitna  þó ekki jafn ógeðslega mikið á honum. 

En burtséð frá þessu neðra, þá tel ég hjólreiðar ekki vænan samgöngukost í Reykjavík vegna þess hve strjál þessi borg er. Hér er vilji fólksins ekki sá að búa þröngt og vera ofan í hverjum öðrum, eins og oft er eðlið í stórborgum, heldur vilja menn frekar hafa mikið pláss og næði. Lifa "fínu" lífi sem gerir kröfur um samgöngur með bíl. Ég viðurkenni það að ég tilheyri þessum hópi. Enda líka Íslendingur. 

Það er eitt sem þú nefnir þarna að ofan. Það er sparaður peningur o.s.frv. Ég þyrfti að búa í göngufæri við minn vinnustað ef að ég teldi mig vera að  spara pening með því að fara á hjóli á svæðið. Ég hef ekki tíma í 40 - 60 mínútur á hverjum degi í þetta auk þess sem að hjólreiðar kalla óneitanlega á sturtuaðstöðu!!!

Þessi draumur hjólreiðamanna um einhverskonar útópíu er því meira heldur en að segja það. Til að þetta virki í praksís þarf í rauninni að þjappa umhverfinu saman og þétta byggðina - sem er í andstöðu við vilja Íslendinga um búsetuform.

kristinn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:52

3 identicon

Sæll Morten.

 Takk fyrir tilboðið, sama og þegið.

Ég held að ég taki því samt ekki, ekki á hverjum degi a.m.k.

Ég þarf að hjóla Reykjavík austur - Hafnarfjörður norður þegar ég hjóla í vinnuna.

Aðstæður til hjólreiða á minni leið eru ekki til fyrirmyndar. 

Ég er miklu mun lengur að hjóla en að fara þetta í bíl.

Þú mátt koma í kapp við mig hvenær sem er, á þeim tíma sem ég á að mæta til vinnu. Frá mínu heimili til vinnustaðar míns, eða öfugt.

Ég á bíl og þú á reiðhjóli. 

Gsm símanúmer mitt er 844-7754. 

Ég legg mikið upp úr því að aka á löglegum hraða, það sparar bensín. Virði umferðarreglur þegar ég er á bíl, það dregur úr slysahættu og er almenn tillitsemi.

Óáreiðanleiki ferðlags á hjóli þessa vegalengd er mikill. Verð ég 20 mínútur eða 80 mínútur ? það er háð veðri og tíma dags. Ég get ekki notað sömu hjólaleið snemma að morgni og um miðjan dag.

Ég hef í næstum allan vetur kosið að fara seinna af stað í vinnuna og koma fyrr heim.

Þá gefst miklu mun meiri tími í "Heimaleikfimi." (!!)

Slíkt er gott fyrir líkama og sál, og styrkir tilfinningatengsl mín við maka minn. 

Kostnaður ?  Ég vinn vaktavinnu, og helsta fórn vaktavinnumannsins er sá tími sem hann er að vinna á þeim tíma sem fjölskylda hans á frí. 

Merkilegt nokkt, þá dugði einn bíll á mitt heimili þegar ég bjó á Eyrarbakka og sótti vinnu og þjónustu upp á Selfoss.

Ég hjólaði í og úr vinnu, og fannst það skemmtileg áskorun. Var nær oftast bara gaman að hjóla þá leið við mismunandi aðstæður.

Hjólreiðar í og úr vinnu á minni leið, Reykjavík - Hafnarfjörður eru viss áskorun, en langt í frá eins skemmtilegar. 

Búsettur í Reykjavík þurfum við hjónin að eiga tvo bíla. Reyndar eru þeir orðnir 4 á heimilinu núna.

Þegar ég hjóla í vinnu þarf ég að vakna snemma til að borða áður en ég fer af stað, á bíl get ég borðað í vinnunni.

Því miður eru breytingar í þágu hjólreiðafólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu engan vegin í samræmi við þann fjölda sem vill gjarnan nota reiðhjól sem samgöngutæki.

Bestu kveðjur,

 Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: Morten Lange

Þakka ykkur öll fyrir viðbrögðin.  Það vita allir að það henti ekki öllum að hjóla til samgangna. Eins og 2 fyrir 1 tilboð yfirleitt ekki henta mér.  Tók þetta líka skýrmerkilega fram í  pistlinum.  Þeir sem hafa langa leið að fara eru ekki "markhópnum" fyrir hjólreiðar. 

En það er skemmtilegt að jafnvel fólk sem eru fyrir utan markhópsins finnast tilboðið svo freistandi að þeir þurfa að útskýra fyrir sölumanninn hvers vegna þeir ekki geta þegið tilboðið  :-) 

En, reyndar  geta menn stundum samnýtt hjólreiðar og almenningssamgöngur. Sjálfur hef ég gert það í nokkur skipti nýlega þegar ég vildi ganga á Esjuna og vappa svo um Mosfellsbæ.  

Útópía hjólreiðamanna er ekki allir á reiðhjóli, heldur frekar eitthvað sem líkist skiptingin í Kaupmannahöfn, 30% á einkabíl, 30% með almenningssamgöngur og gangandi og 30% á hjóli.   En þetta er langt fram og eins og þú segir, Kristinn, varla raunhæft nema að stöðva útþenslu, og þétta byggð. Annað sem þarf er mun betri almenningssamgöngur, betri tengingar á milli hverfa og sveitarfélög fyrir hjólreiðamenn og ekki síst  almennt jafnræði samgöngumáta.

Norska greinin sem þú bentir á  um vinnustaði sem gefa viku  aukafrí handa þeim sem hjóla eða ganga til vinnu, er  dæmi um jafnræði samgöngumáta, því þeir kosta minna fyrir vinnuveitandann, meðal annars í veikindadögum.

Morten Lange, 11.3.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Morten Lange

"Þú bentir á...   "  Hér átti ég við innlegg frá Heimi  á spjalli ÍFHK , Fjallahjólalkúbbsins.

Morten Lange, 11.3.2008 kl. 23:23

6 identicon

Sæll aftur Morten.

Góð skrif hjá þér.

Ég hef alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar, það höfðar vel til mín. 

Af skrifum mínum undanfarið, mætti dæma að ég sé á móti hjólreiðum.

það get ég varla verið, því mér finnst svo gaman að hjóla, og geri mér fulla grein fyrir kostum hjólreiða, líka duldu eða óbeinu kostunum.

Ég get bara ekki mælt með hjólreiðum á Höfuðborgarsvæðinu í augnablikinu, þó ég hjóli sjálfur.

Varðandi vegalengd, og þann tíma sem tekur að hjóla, þá er það afstætt.  Algerlega háð aðstæðum.

Í mínu tilfelli eru aðstæður til hjólreiða milli vinnu og heimilis á Höfuðborgarsvæðinu ekki bara slæmar, þær eru næstum engar !! 

Leiðin milli Selfoss og Eyrarbakka er örugglega lengri en leið mín í dag milli heimilis og vinnu. Er þó lengur að hjóla styttri leiðina, á Höfuðborgarsvæðinu.

Kistinn nefnir aðstæður á vinnustað, til dæmis sturtuaðstöðu.

Mér finnst, að sérhver vinnustaður ætti að hafa slíka aðstöðu, og vísa þá til pistla minna frá seinustu öld.

Þar ræddi ég um, að laun vinnandi fólks væru ekki allt, sem skoðað væri, þegar fólk velur sér vinnu. Aðbúnaður á vinnustað hefur mikið að segja.  Góður aðbúnaður á vinnustað, t.d. aðstaða til fataskipta og sturtuaðstaða þarf ekki að vera dýr, er eingreiðsla fyrir atvinnurekenda sem má færa til bókhalds sem kostnað við rekstur. (rekstur húsnæðis)

Sem er ódýrara rekstrarlega séð, en launahækkun. 

Að bjóða starfsfólki góðan aðbúnað getur skilað sér í betra og ánægðara starfsfólki. Sem skilar af sér betri vinnu....  og allt snýst þetta um gróða, beint eða óbeint. 

Varðandi aðstöðu/aðstöðuleysi á vinnustað.

Háskóli Íslands var að ræða um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í náinni framtíð. Skyldu peningar af slíkri gjaldskyldu, verða nýttir til að bæta hag þeirra sem koma EKKI á bíl í skólann ? Væri það ekki rökrétt, til að leysa enn frekar bílastæðavandamál þess vinnustaðar?

Bæta mætti aðstöðu þeirra sem bíða eftir strætó, stækka og loka biðskýli, færa það jafnvel nær miðpunkti skólans.

Aðstöðu reiðhjólafólks má bæta, bæta aðkomu þess að skólanum, útbúa einfaldar, öruggar, skjólgóðar  geymslur fyrir reiðhjól.

Sömu aðferð mætti reyna við álíka stóra vinnustaði, Sjúkrahúsin bæði t.d.

Ekki er nóg að embættismenn og pólitíkusar hvetji til vistvænna samgangna. Þær verða að vera raunhæfur valkostur líka.

Ég vísa í ummæli um Thomsen-bílinn, einn fyrstu bíla sem reyndur var á Íslandi. Hvað var sagt um notagildi hans í upphafi ? Var það ekki eitthvað svipað og ég er að skrifa í dag um hjólreiðar á Höfuðborgarsvæðinu ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson. 

Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband