Leita í fréttum mbl.is

15 hjólreiðamenn hjóluðu hægt á götu..

... í fyrra haust og þá  kom lögreglan á bíl og hrópaði ókvæmisorð.  Snautið ykkur burt af götunni eða álíka. Svarað var í reiðri tónn : "Kynnið ykkur umferðarlögunum".

Löggan keyrði svo  hratt framhjá hópnum sem taldi um 15 -20 manns og lagði  bílnum á ská við gatnamótum gamla Hringvegarins og Snorrabrautar.  Þar tóku menn tal af Sigga Pönk sem var  með í för og þá var tóninn rólegra, enda var það núna löggan sem teppti umferð og hún var í stjórn og hópurinn þýður í staðinn fyrir að halda áfram sína leið. Þeir þekktu hann sem  talsmann Saving Iceland, og héldu að þetta væri þau.  Hann útskýrði að "Critical Mass" / Keðjuverkun hópurinn ætlaði sér niður Snorrabraut og inn á Laugaveg að Hljómalind, og þá óskaði löggan hópnum bara góða ferð.  Gott hjá þeim að sjá að sér.

Það er ekki sama hverjir aka hægt. Lögreglan virðist ekki bara horfa til lagana í sinnu vinnu, heldur líka eigið viðhorf og viðhorf landans, sem er ósköp skiljanlegt, en mætti skerpa á.

Hraðinn á hjólreiðmönnunum á þessum fallega haustdegi var líklega 15 km á klukkustund, og engin umferðartappa mynduð  þarna né þar sem hópurinn hefði farið á leið sinni frá Landsspítalanum í Fossvog, eftir Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Hringbraut og svo gamla Hringbraut.    Hins vegar var mikill umferðarteppa sem venjulegir bílstjórar voru full færir um að búa til sjálfir  í gagnstæðri átt, úr miðbænum eftir nýja Hringbraut.

Hvers vegna kom löggan og hvers vegna var hún fyrst æst ?  Einhver bílstjóri sem hefur tafist kannski um 20 sekúndur hefur sjálfsagt séð sér knúið til að hringja í lögguna.  Hann vissi örugglega ekki að reiðhjól eiga heima á götunum, samkvæmt umferðarlögum, en hjólreiðamenn mega bara nota gangstéttir og stígar ef fullt tillit er tekið til gangandi fólks. Í mörgum löndum er bannað að hjóla á gangstétt, og þar sem þar er leyft er jafnvel sett hámarkshraði sem er talsvert undir eðlilegum samgönguhraða hjólreiðamanna.  

Hefðu 20 bílar tafið ökumanninn 120 sekúndur (í stað þess að 20 hjólreiðmenn tafði hann 20 sekúndur ) hefði honum að sjálfsögðu aldrei dottið í hug að hringja í lögguna. 


mbl.is Bílstjórar aka hægt í hádeginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

þetta var skemmtilegur hjólatúr... :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 16:00

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Eigum við ekki einhvern daginn að hópa okkur saman á reiðhjólunum og vekja athygli á málstaðnum okkar? Aðstöðuleysið hjólreiðamanna er ennþá óviðunandi. Og ekki myndu umferðamannvirkin kosta mikið sem við biðjum um.

Úrsúla Jünemann, 14.4.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Morten Lange

Jú, alveg sammála Úrsúla 

Ég reikni með að einhverjir úr hópnum sem stóðu að Critical Mass ferðirnar / Keðjuverkun láta aftur á sér kræla núna þegar vorar.

Fyrir mín smekk er of mikið almennt andóf  á ferð hjá þeim, öllu mögulegu tekið inn  í köllum einstaklinga og sumir sem virtust þurfa að tjá hatur sitt á bíla og fleira.  Þetta ruglar áhorfendur ef einhverjir í ríminu.  Sumir í hópnum ( sem engin stjórnar ) vildu loka á umferð og fá sem mest "fjör", á meðan aðrir vildu bara njóta þess að þora að hjóla á götum sökum fjöldans.  Að öllu jöfnu þora fæstir hjólreiðamenn að nota göturnar sem þeir eiga rétt á að nota, en hafa verðið flæmdir af sökum hraða, og að hluti vegna þungri  umferð.

Vandamálið er að á meðan þessir hjólreiðamenn sem standa að Keðjuverkjun/Critical Mass  gera  ekkert af sér,  fá þeir enga athygli, en ef þeir  taka allar akreinar og hægja á umferð verða sumir bílstjórar 100 sinnum pirraðri en þeir urðu út af vöruflutningabílstjórunum. 

Í þessa umræddu ferð hérna að ofan voru sumir sem bara greinilega fundu  þörf á  að hægja á alla umferð ( í 20 sekúndum eða svo í einni átt),  en til að fá umfjöllun hefðu þeir  kannski þurft að stöðva umferð í korter og láta handtaka sér ?  Og ekki verra að hafa "útlítið með sér", að fólk litur út eins og aðila í Saving Iceland oþh,   þannig að auðvelt sé fyrir fjölmiðla að magna upp dramatík frekar en ef þátttakendur lita út fyrir að vera venjulegt fólk...  ( Smá hæðni hér, en þetta svað er vandratað ) 

Á hinn boginn, er ljóst að sama hversu vel maður hegðar sér,  þá verða margir bílstjórar pirraðir þótt bara einn hjólreiðamaður leyfi  sér að fara að lögum og hjóli á götuna, sérstaklega þar sem hámarkshraði er hærri en 50. 

Ég er á því að þeir sem leggja upp með svona  hophjólreiðar  ættu að reyna að fá blaðamenn til liðs við sér  og brýna fyrir þátttakendur að nota bara eina akrein.  Spurning hvort eigi að  halda hópnum ef rautt ljós komi þegar hálfur hópurinn er kominn yfir gatnamót.  Kannski prófa báðar aðferðir.  Kannski er það bara draumsýn að hægt sé að stjórna þannig hóp, nema með því að handstýra fyrst hverjir koma með.

En hvernig er hægt að vekja athygli á málstaðnum án þess að eyða milljónir og án þess að  tefja aðra umferð að ónauðsýnjalausu ?

Kannski ná persónuleg tengsl við einhvern blaðamann... og helst einhver í fréttadeild Sjónvarpsins....

En þú varst kannski að hugsa á allt öðrum nótum, Úrsúla ?  

Morten Lange, 14.4.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Ég er nú ekki gamall en mig rámar í rifrildi manna um þegar hugað var að því hvort reiðhjól mættu vera notuð á gangstéttum

Sævar Örn Eiríksson, 16.5.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband