Leita í fréttum mbl.is

Páfi í mótsögn við sjálfan sig

Hvernig getur hann  hvatt  "Bandaríkjamenn m.a. til þess að nota frelsi sitt af skynsemi og góðvild", en samt þvertaka með öllu fyrir bæði notkun smokka og fóstureyðinga  ?  (Wikipedia grein um páfann, sótt 20.apríl 2008)  Þetta kemur að sjálfsögðu ekki á óvart frá páfa, en hvar er skynsemin í þessu miðað við útbreiðslu HIV/AIDS og miðað við að við séum að verða of margar manneskjur á plánetuna okkar ?

 

 


mbl.is Páfi hylltur á Yankee Stadium
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvar er "góðvild" þeirra, sem vilja deyða ófæddu börnin og það í þúsunda, tugþúsunda og tugmilljóna vís? Þarf ekki að hugsa út í það líka, Morten, áður en við dæmum páfann?

Svo má spyrja: Telurðu líklegt, að ókaþólskir hlýði páfanum um smokkinn? (Ef ekki, hvernig geta þá boð hans þar um haft áhrif á það fólk?) – Finnst þér líklegt, að þeir, sem eru kaþólskir, en óhlýðnast boðorð kirkjunnar um skírlífi ógiftra og trúnað hinna giftu við maka sína, fari þá allt í einu að hlýða páfanum um smokkana? – En gleymdu ekki hinu, að í kynlífi hjóna er þeim heimilt, samkvæmt kaþólskri kirkju, að nota smokk til að verjast smiti, þegar annar aðilinn er með hættulegan sjúkdóm eins og AIDS.

PS: Jörðin getur vel brauðfætt miklu fleira fólk. Þar að auki stefnir hratt í fólksfækkun á stórum svæðum hennar. 

En að lokum:  Velkominn á Moggabloggið, og gangi þér vel að finna og feta veg sannleikans.

Jón Valur Jensson, 21.4.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir innlítið, athugasemdina og góðar kveðjur, Jón Valur. 

Ég er reyndar ekki glænýr á blogginu, þó að málfar og réttritun sé kannsi ekki upp á marga fiska.  

Þetta með fóstureyðingar er ekki einfalt mál að ræða eða "leysa". Allra síst með bara að banna þær.  Eitt sem mögulega gerir umræðan erfiðari, er fóstureyðingarpillan. Ef þær verða notaðar í stórum stíl, í stað smokka og þess háttar getnarvarnir, er það mjög slæm þróun að mínu mati.

Ég er ekki að segja að gjörðir Páfans ýti undir þessu, en reyndar þegar  ég hugsa út í það, er það ekki heldur útilokað. Aðalatriðið var samt að taka dæmi um varhugaverða þróun hvað varðar fóstureyðingar sem ég sé að geti orðið, með eða án aðstoðar Páfa. Fóstureyðingar er ekki mál til að tala um af léttúð.

En hvað um börnin sem fæddust, og eru klárlega lífandi sálir, í allra augum ?  Af hverju virðist kaþólska kirkjan eiga minna samúð með þeim ? Eru þeir sýndugir, en hið ófædda líf ekki ?  Það er eins og miklu meiri eldmóður sé í kaþólkski kirkjunni (og meðal strangtrúaðra af öðrum toga)  varðandi fóstureyðingar en gagnvart striði, pyntingar, hungur, misskiptingu eða eyðileggingu vistkerfa sem eru lífsgrundvöllur alls mannkyns.  

Og hvað um fóstureyðingar hjá skottulæknum sem allt of oft leiða til varanlegs skaða ?   Svoleiðis fóstureyðingar viðgangast að manni skilst þar sem fóstureyðingar eru ekki leyfðar. 

Af hverju virðist karlmenn vera mest á móti fóstureyðingar, og jafnvel á móti þeim sem neyðarrúrræði eftir nauðgunum ?

Hver ber barnið undir belti ? Hver er best í stakk búinn til að meta aðstæður ?  Hverjar verða fyrir nauðganir ? Og Það eru jú æði oft mæðurnar sem þurfa að bera ábyrgðina á barninu :  fæða, klæða, ala upp.

Um áhrif Páfa : Páfinn reynir að hafa áhrif meðal annars á löggjöf og meir að segja á kosningum á Spáni, þar sem fjöldi  manna sem telja sér kaþólskir fer fækkandi.  Einnig reynir hann og kirkjan "hans" að hafa áhrif á löggjöf og umræðu og upplýsingagjöf í Latnesku Ameríku. Gott ef ekki viðar í heiminum.  

Þannig hefur hann áhrif á þeim sem eru ekki kaþólskir.

Ég vissi ekki um þessa undanþágu  innan hjónabandsins þear einn aðilinn er með AIDS ( HÍV ?)  eða þvíumlíkt.  Áhugavert. 

Skil ekki nákvæmlega hvað þú átt við um að mikill fólksfækkun sé framundan. Getur vissulega komið til þess, en hvað áttu við ? Ekki áttu við að fórnarlömb AIDS verða svo mörg, ef til vill enmitt vegna mótstöðu Páfanna og annarra gegn smokka ?  Ef svo, er  það í lagi ?

Vegur sannleikans ... hmm... spurning ... er það vegur sem er þarna og þarf bara að finna og ekki vika frá ?   Eða er vegur sannleikans það að leita sannleikans, og einmitt vera opinn fyrir ný rök og ný samhengi ? 

Morten Lange, 21.4.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Væntanlega á hann við að vesturlandabúum fer fækkandi per se, teljist innflytjendur ekki með. Ísland er eitt af fáum vesturlöndum þar sem fæðingartíðni viðheldur ennþá fólksfjöldanum.

Jón Valur, það er nóg af fólki til að koma til vesturlanda, þegar okkur fer að fækka. Verkefni okkar er að taka þannig á móti þeim að þeir lifi hér mannsæmandi lífi og fái tækifæri til að aðlagast þjóðfélögunum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband