Leita í fréttum mbl.is

Heillavænasta skref í orkumálum:Raunhæfari samskeppnisstaða bíla

Nýlegt dæmi frá Fjölbraut í Ármúla sýnir að stundum ekki þurfi mikið að hreyfa við samkeppnishæfni bíla til að styrkja öðrum ferðamátum.

Þar er enn verið að umbuna starfsfólk sem mætir á bíl til vinnu meir en þeir sem mæta á annan máta. En eftir að farið var að umbuna þá sem mæta gangandi, á reiðhjólið eða með strætó eitthvað aðeins, kusu þriðjung fastráðna við skólann að sleppa bílnum.

Hversu mikill orkusparnaður og minnkun í mengun haldið þið að þetta þýði ? 

Og hversu langan tíma og þróunarvinnu þurfti ?  Ekki neitt miðað við rafmagnsbíla og þess háttar. Það tók bara nokkrar mánuðir að koma þessu á koppinn, og það eina sem þurfti að fjarfesta í sem einhverju nemur var hlið við bílastæðið sem menn nota þar til gerð kort til að opna.

Og ekki sparast bara í mengun, heldur í orkueyðslu, heilsuútgjöld, peninga til að leiga auka bílastæði á meðan framkvæmdir standa við skólann, og svo framvegis. Og svo er þetta lýsandi dæmi um að það þurfi ekki alltaf  að hanga á nýja tækni að finna úrlausn tæknilegs vanda.  Kannski er nóg að jafna samkeppnisstöðu eitthvað á milli valkosta.


mbl.is Hlutverk Íslands að stíga heillavænleg skref í orkumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, einfaldasta lausnir þvælast stundum fyrir mönnunum.

Úrsúla Jünemann, 19.9.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Morten

Við sem erum í nágrenni Ármúlaskólans höfum heldur betur orðið varir við að  nemendur eru í vandræðum með bílalstæði.  Bílum nemenda er lagt í stæðin okkar, bæði framan við húsið og inni á lóðinni, starfsmönnum og viskiptavinum til ama.

Vonandi hafa skólayfirvöld bent nemendum á að misnota ekki þessi bílastæði 

Bestu kveðjur 

Ágúst H Bjarnason, 19.9.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Morten Lange

Sæll Ágúst,

Takk fyrir athugasemdina.

Mér heyrðist  af viðtali við forprakka verkefnisins í þættinum "Samfélagið í nærmynd"  (á þriðjudag?) að  nemendum og öðrum við skólann hafa verið bent á að nota stæði í Laugardal, eða mæta án bíls og það ítrekað. 

En : Það sem ég skrifaði hér að ofan hafði ekkert beint með bílstæði  undir bíla nemenda að gera, heldur um bílastæði kennara.  Vegna þess að svo margir kennarar hafa afsalað sér bílastæði. hegu verið hægt að hleypa fleiri nemendur að á bílastæðuna.  ( Sjá fa.is )   Annað er að framkvæmdir ótengd þessu, eru í gangi við skólann  sem fækka bílastæðum um 100 að mig minnir.   Þannig að mögulega hefði verið ansi þröngt og mögulega þrengra ef samgöngustefna þeirra nutu ekki við. 

Varðandi að of mikið sé af bílum í nágrenni við Ármúla þá er það samkvæmt markaðslögmálum vegna þess að of ódýrt sé að leggja þar. Það er allavega ákveðið sjónarmið sem þyrfti að taka til athugunar.

Morten Lange, 19.9.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll aftur Morten.

Ég skaut þessu bara að varðandi bílastæðin þar sem þetta hefur verið ofarlega á baugi hér innanhúss undanfarið.

Ég sá reyndar  að þú ert auðvitað fyrst og fremst að fjalla um orkumálin og hvernig ná má árangri  í orkusparnaði á einfaldan hátt. Ármúlaskólinn er bara gott fordæmi.  

Margt smátt gerir eitt stórt og það er örugglega hægt að spara víða á einfaldan hátt eins og þú bendir réttilega á.

Ágúst H Bjarnason, 19.9.2008 kl. 15:55

5 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir þetta, Ágúst.  Veit ekki alveg hvar þetta er sem þú nefnir innanhúss, en þú talar sjálfsagt um vinnustað þarna í nágrenninu.

Gaman að sjá að þú taki undir með mér um að fordæmi Fjölbrautaskólans  í Ármúla sé gott.    

Ég skil líka vel að fólk sem upplífir að erfiðara verður að leggja bíl sinn þar sem áður hefur verið lítið mál að finna stæði, sé ósatt og reyna að finna skýringar. Kannski hefur vantað upp á að kynna breytinguna hjá FÁ  í nærumhverfinu, skýra hugmyndafræðina  og koma í veg fyrir misskilninga.   En hvað veit ég ?  

Morten Lange, 19.9.2008 kl. 18:08

6 identicon

Sælir

Það kemur ekki fram hver vinnustaður þinn er í Ármúla Ágúst. Kannski hann ætti að setja sér samgöngustefnu til að draga úr notkun einkabílsins?

Annars held ég að það sé tími til komin að  fyrirtæki í Ármúla, Síðumúla og Suðurlandsbraut taki sig saman um rekstur sameiginlegra bílastæða og gjaldtöku fyrir að leggja bílum í þessi stæði. Það geta þau gert hvort heldur með því að setja á stofn einkafyrirtæki sem sér um rekstur stæðanna eða með samkomulagi við Reykjavíkurborg. Í Svíþjóð er það vel þekkt að einkafyrirtæki eigi eða sjái um rekstur bílastæða í heilu hverfunum. Oftast lítum við á Svía sem einhverja erkikomma en í raun eru þeir langt á undan okkur í einkavæðingu ýmiskonar þjónustustarfsemi.

Árni Davíðsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband