Leita í fréttum mbl.is

Selja bíla / afskrá / láta hvíla

Fyrir marga sem búa í þéttbýli er þetta mun auðveldari en þeir halda.  Auðvitað hentar þetta ekki alla, en það þyðir ekki að það skuli ekki benda á þennan möguleika fyrir hina. Hver veit, kannski má auka hlutdeild heilbrigðra samgangna úr um 25% ferða ( Í Reykjavík) í  35%  eða 45% ? 

Mjög margir geta þannig sparað pening, tíma, orðið hraustari og fækkað sjúkradögum. Sérstaklega ef reiðhjólið verður fyrir valið sem samgöngutæki, og tækifærið til að sameina líkamsrækt, beinn sparnaður og samgöngur verði nýtt.  Svo hefur þetta einhver jákvæð áhrif á aðra líka : Minni mengun, færri umferðarhnúta, minna ógnun frá umferðinni, færri alvarlegir árekstrar,  mannvænari og opnari borg/bær þegar fleiri eru á ferli án þess að fela sér í kassa af stál og gleri  :-) 


mbl.is „Nú þarf að bjarga heimilunum og það strax“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Ég held að vandamálið sem menn horfa við sé fyrst og fremst það að þeir sitja uppi með bíla sem eru á lánum sem eru langtum hærri en raunvirði þeirra. Það er svo ekki hlaupið að því að selja bílana, því einhver þarf að kaupa þá og borga fyrir þá peninga, sem enginn virðist eiga. Þannig að um þessar mundir er offramboð af notuðum bílum sem fáir virðast hafa efni á að kaupa, nema á niðursettu verði. Menn horfa fram á það að ef þeir ætla að selja bílana sína, þá þurfi þeir að borga með þeim, og það eru ekki allir sem geta reitt fram þá peninga eða vilja borga með bílunum sínum.

Muddur, 2.10.2008 kl. 12:25

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég er alveg sammála að fólkið í efnahagsvanda ætti að byrja á því að minnka útgjöldin. Margt sem við höldum að sé ómissandi er það alls ekki, t. d. bíllinn númer 2 og 3 á heimilunum.

Úrsúla Jünemann, 2.10.2008 kl. 12:27

3 identicon

Gallinn við þessa annars fínu hugmynd er að mínu mati að hún krefst stöðugs veðurfars, gatnakerfis sem kann á hjólreiðafólk, minna stress og æðibunugangs en íslendingar eru sérlega hátt á skala þar og hugarfarsbreytinga dreifbýlings (ég, bíllinn minn og vegirnir mínir) yfir í þéttbýling. Hvernig væri að samhliða reiðhjólinu væru byggðar upp alvöru almenningssamgöngur í stað sýndarmennskunar sem nú er í gangi.

Magnús (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Morten Lange

Rétt, Muddur.  Ég vissi af þessum vanda og sagði þess vegna líka "afskrá/ láta hvíla".  En fjármálafólkið sem hafa platað fólki með "hagstæð"  fjármögnun á bílum hafa verið að plata menn í stórum stíl, svo mikið er visst.

Morten Lange, 2.10.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Vilberg Helgason

Rekstrarkostnaður bifreiðar er fleira en bara afborganir

Tryggingar, smurning, dekkjaumgangar, skoðanir hjá umboðum, olía, bensín, þrif og bifreiðagjöld.

Veit að þegar ég losnaði við bílinn minn þá voru tryggngarnar 70.000 á ári, næsta skoðun hjá umboði var 60.000, það kostaði mig í bensíni 13 kr hver kílómeter að meðaltali, vetrardekkin hefðu kostað mig 90 þúsund í haust og svo man ég ekki hver bifreiðagjöldin voru. En að fína myntkörfuláninu mínu sem var á honum undanskildu þá sparaði ég örugglega

70000(tryggingar)+60000(skoðun)+338000(bensín)+90000(dekk) sem gerir 558.000 og þá er ekki tekin inn hækkun á bensíni, bifreiðagjöld, þrif og fleira þannig að ætli reksturnn hefði ekki farið vel yfir 600.000 næsta árið.

Vilberg Helgason, 2.10.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: Morten Lange

Magnús, takk fyrir þína athugasemd. Skrýtið, en þrátt fyrir að vera merkt kl. 13, var hún ekki kominn inn þegar ég las innleggið frá Vilberg síðdegis. 

 ÞÚ segir :

" krefst stöðugs veðurfars, gatnakerfis sem kann á hjólreiðafólk, minna stress og æðibunugangs en íslendingar eru sérlega hátt á skala þar og hugarfarsbreytinga dreifbýlings "

Stöðugt veðurfar ? Neibb, ekki nauðsýnlegt. Kíktu á Þrándheim, Oulu eða Kaupmannahöfn.

Gatnakerfi sem kann á hjólreiðafólk ?  Væri gott, en þarf ekki að stoppa þá sem vilja hjóla.  En á milli sumum bæjarfélögum, og borgarhlutum er þetta mun erfiðara en gæti verið.    Þetta er að hluta spurning um hænan og eggið.  Ef hjólreiða aukast frá um 4% ferða í 7% þá vakna stjórnmálamenn.  Þeir eru reyndar þegar hægt byrjaðir að vakna.  Bara synd hvað allt sé svifaseint.  T.d. borið saman við forgangsakreinina við Miklubraut. Leit út fyrir að taka 6 mánuðir frá ákvörðunar til hönnunar og lagningu. 

Hugarfarsbreyting ?  Kemur líka þegar hjólreiðamönnum fjölgi. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn geta aðstoðað enn betur með hugarfarsbreytinguna.  Og styðja Hjólavísa ( stórt merki af hjóli teiknað á götu - gúgla þessu ) og Hjólafærni  ( gúgla það líka)  enn betur.

Morten Lange, 3.10.2008 kl. 01:05

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég var eina manneskjan sem kom  á hjóli í mína vinnu í morgun, samt var færðin ekki svo slæm, smá snjór, logn, sól, hiti við frostmark.  Ég hef hjólað í hvers konar veðri og færð og það er allt hægt.  Aðal hindrunin er að stígarnir eru ruddir sárasjaldan þegar snjóar.  Ef það væru þokkalega beinar hjólabrautir með góðum gatnamótum og í sama forgangshóp og ökutæki þegar kemur að snjómokstri og hálkuvörnum, þá er hægt að hjóla hér flesta daga ársins.  Ég er nú þegar með lausn.  Núna er Miklubrautin 4föld, 3 akreinar og 1 strætórein.  Taka strætóreinina undir góða hjólabraut í báðar áttir, taka 1 akrein af þessum þremur undir strætórein og einkabílarnir hafa þá 2 akreinar.  Ég byrjaði að hjóla aftur eftir að hafa setið í umferðarhnút á Miklubraut og horft á fólk hjóla fram hjá.  Ef fólk sæi góða hjólarein og fólk í alls konar formi nota hana þá myndast keðjuverkun og æ stærri hluti fólks myndi byrja að hjóla.  Þá myndast krafa á fleiri hjólabrautir og þá geta enn fleiri hjólað.  Ég er t.d. fertug gigtveik húsfrú með ónýt hné og í yfirþyngd en ég hef misst 15 kg síðan ég byrjaði að hjóla daglega í apríl og heilsan aldrei verið betri.  Allir út að hjóla!

Hjóla-Hrönn, 3.10.2008 kl. 13:19

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég á voða erfitt með að eiga engan bíl, þó við komumst af með bara einn. Þegar krakkarnir verða nógu stórir til að koma sér sjálfir úr og í tónlistarskólann, þá kannski :P

Reynum samt að nota hann eins lítið og við mögulega getum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.10.2008 kl. 22:39

9 Smámynd: Morten Lange

Jább, þetta er stundum svona.

En fyrir marga er þetta að fækka bílum á heimilinu, eða leggja, etv tímabundið, möguleiki sem sé mun raunhæfari en menn héldu.  Minna mál en menn héldu og með jákvæðar hliðarverkanir sem menn vanmeta.

Morten Lange, 5.10.2008 kl. 23:43

10 Smámynd: Morten Lange

Skemmtilegt að heyra af sögu og reynslu þína, Jóna Ingibjörg :-) 

Hefði átt að geta þess fyrr, en var á námskeiði í Vistvernd í verki / Global Action Plan alla helgina.  Ansi áhugavert. Ein niðurstaða var einmitt að núna mætti leggja meiri áherslu á fjárhagslegan ávinning þess að taka þátt í "Vistvernd í verki",  auk þess að minnka umhverfisáhrif, minnka sóun og liða betur fyrir vikið. 

Morten Lange, 6.10.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband