Leita í fréttum mbl.is

Erfðaskrá Nóbels vanvirt af norsku nóbelsnefndinni

Held að það sé margt til í þessu hjá Heffermehl, þó að ég hafi ekki lesið bókina frá honum þar sem ásakanir í þessa veru koma fram samkvæmt frétt í norskum, sænskum og dönskum vefmiðlum : 

 http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/10/06/549288.html

 http://www.aftenposten.no/english/local/article2694859.ece (Enska )

 http://www.dr.dk/Nyheder/Udland/2008/10/05/223121.htm

Í mjög stuttu máli segir Fredrik Heffermehl i bók sinni, að samkvæmt erfðaskrá Nóbels, þá ætti friðarverðlaunin að snúast um að vinna gegn hervæðingu.  Meðal annars með því að halda ráðstefnur um að leysa ágreining með öðrum hætti en með hervaldi.  Fram að seinni heimstyrjöldinni var nokkuð vel farið eftir þessu, en eftir 1945 hafa minnihluti friðarveðlauna Nóbels verið afhent fyrir starf sem er í samsvörun við erfðaskrá Nóbels.  Og þar af leiðandi hefur nóbelsnefndin brotið lög, segir Heffermehl sem sjálfur er lögfræðingur. Heffermehl hvetur nóbelsnefndinni norsku til að skoða sinn gang.

Á ensku hljómar þessi hluti erfðaskrárinnar sem hér segir :

"... and one part to the person who shall have done the most or the best work for fraternity between nations, for the abolition or reduction of standing armies and for the holding and promotion of peace congresses."


mbl.is Þrír deila Nóbelsverðlaunum í læknisfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband