Leita í fréttum mbl.is

Hræðslan

Hræðslan sem maður finnur þegar maður hjólar á götu með mikla umferð er klárlega margfalt, ja ekki minna en tuttugufalt eða hundraðfalt meiri  en ástæða er til.  Á  hverja  ferð er gróflega séð álíka hættulegt að hjóla og að aka bíl. Enginn hjólreiðamaður hefur dáið í umferðinni undanfarin 10 ár.  Á sama tíma hafa fleiri en tvö hundruð manns  dáið í bílum og rúmlega tuttugu  gangandi. Ef við hækkum fjölda hjólreiðamanna í einum til að geta fengið vitræna samanburð, voru  færri en 0,3  prósenta drepnir í umferðinni á hjóli síðustu tíu árin (í raun enginn), en 23 af samtals 244  drepnir í umferðinni voru gangandi sem voru keyrðir niður. 

Reynum svo að meta hlutdeild ferða eftir ferðamáta. Það má skjóta á,  með hliðsjónar af Gallup-kannana ,  að  hjólreiðar gera um 1 - 2%  ferða á ársgrundvelli á  þessum tíu árum, en minna en þriðjung prósenta daudðfalla, og hafa aukist töluvert nýverið. Ganga gerir 15-20% ferða, en færri en 10% drepnir í umferðinni undanfarin 10 ár.

Það þyðir samt ekki að ekki skuli bæta umferðaröryggi, en þá á forsendum gangandi og hjólandi en ekki á forsendum bílstjóra, hópsins sem geymir  tugir grenda árlega í árekstrum og útafakstrum sem enda með dauða. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hef hjólað óhrædd á umferðarmiklum götum.  Þegar ég var yngri.  En núna eftir því sem árin færast yfir, þá finn ég að ég er hræddari en ég var.  Hræddari við að meiða mig, af því það tekur lengri tíma að gróa en áður.  Hræddari við að eitthvað komi fyrir (hvað sem er) og börnin missi mömmu sína.  Þegar ég er á bíl, þá ek ég hægar en ég gerði.  Hef raunar alltaf ekið hægt, af því ég hef lent í tveimur slæmum bílslysum og veit hversu skelfilegar afleiðingar það hefur.

Ég hjóla hins vegar alveg óhrædd á götum með 50 km hámarkshraða.  Finnst það oft þægilegra en fara endalaust upp og niður af gangbrautum, og svo er maður í meiri rétti á götunni en þegar maður er á gangstétt. 

En ég held að ég láti eiga sig að hjóla á Sæbrautinni og öðrum götum þar sem hraðinn fer vel yfir 100 km.  Ég gerði það um daginn og fékk svo óþægilega tilfinningu (eins og einhver væri að elta mig og í þann veginn að ná mér) að ég ákvað að eftirláta ökumönnum Sæbrautina

Hjóla-Hrönn, 7.10.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband