Leita í fréttum mbl.is

Vonast eftir goðan bata. RNU rannsaki svipaðar ákeyrslur

Ég vona innilega að betur fari en horfði þegar fréttin var rituð. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta oft gert kraftaverk, og fólk sem slasast náð góðan bata.  Ef einhver les þetta sem tengist þeim sem voru í þessu slysi, vildi ég getað studd þeim á þessum erfiðum tíma.

Því miður er það þannig að allt of lítil áhugi er á umferðaröryggismálum, og að menn þurfa  sannanir á hætturnar. Við verðum að standa okkur betur. Ég fyrir mitt leiti vill meina að sérstaklega þegar snýr að öryggi gangandi, og þarnæst hjólandi, hefur allt of lítið verið gert.  

Rannsóknarnefnd Umferðarslysa hefur skilað góðu starfi í að hjálpa okkur sem samfélag að læra af mistökunum. En því miður hafa þeir ekki fengið nægt fé til að fjalla mikið um annað en dauðaslysin. Þetta er skiljanleg forgangsröðun, þegar peningarnir eru af skornum skammti, en hví skyldi ekki vera veitt meira fé í þetta þarfa verk ?  Mér skilst þó að fáein slys þar sem menn hafa slasast alvarlega hafa líka verið rannsökuð og að möguleiki er á því framundan.  Hvet ég RNU til að setja slys þar sem keyrt er á gangandi í forgang.  Þekking okkar á þeim slysum er, að ég hygg allt of lítill. Því næst ætti að taka fyrir slys á hjólreiðamönnum.  Vegna þess að enginn hjólreiðamaður hefur dáið í umferðinni undanfarin rúmlega 10 ár,  þá hefur heldur þekking byggða á vel athuguðum staðreyndum um  slys á hjólreiðamönnum byggst upp. Án vandlega skoðun er hætta á því að ágiskanir frekar en þekking liti sýn okkar á öryggismálum gangandi og hjólandi. 

Loks vil ég endurtaka ósk mín um bata og styrk handa þann slasaða, og fólkið sem tengist viðkomandi. Sá eða sú sem keyrði á, mun líka eiga erfitt, og  þurfa á stuðningi að halda til að vinna sér í gegnum sínu áfalli. Það er erfitt að tala um svoleiðis mál og ég er ekki góður í þessu.  En ég held að þó að þessi mál séu mjög erfið ættu þau ekki að vera "tabú". Sem samfélag  höfum við ekki efni á að loka augunum fyrir ákeyrslur og árekstrar, og kvölin sem þeim fylgja. 


mbl.is Vegfarandi alvarlega slasaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband