Leita í fréttum mbl.is

Lydveldisbyltingin.is : Afrit google

Ef menn vilja kynna sér síðuna, en fá villu vegna álags, má kikjá á  afrit Google  af siðunni :

http://www.google.is/search?q=site%3Alydveldisbyltingin.is

Og smellið á krækur sem á standa Afrit eða Cache, þarnæst veljið textaútgáfu

Til dæmis forsíðan (afrit frá snemma morgun 21 janúar ) :

http://google.com/search?q=cache:-BjQMle3gMAJ:lydveldisbyltingin.is/+site:lydveldisbyltingin.is&hl=en&strip=1 

Eða stytt með sniðugu tóli ( http://is.gd ) 

http://is.gd/h5gy 

 

 


mbl.is Nýtt þingframboð í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Síðan svaraði reyndar aftur áðan.

Morten Lange, 24.1.2009 kl. 19:08

2 Smámynd: Morten Lange

Útdráttur frá síðunni sem ég sótti áðan :

Stefna og markmið Lýðveldisbyltingarinnar

Lýðveldisbyltingin er tilraun um gagnsæi. Tilraun til að fá grasrótina til að stofna, móta og þróa á gagnsæan hátt á netinu byltingarafl, Lýðveldisbyltinguna, sem hefði það að markmiði að auka gagnsæi, réttlæti og jafnrétti með því að koma á breytingum í lýðræðisátt á stjórnskipan íslenska lýðveldisins. Meginbreytingarnar fælust í því að efla löggjafarvaldið á kostnað framkvæmdavaldsins. Margar leiðir eru eflaust færar og þessi vefur er í raun aðeins tæki til að móta þessar hugmyndir fyrir opnum tjöldum. Byltingaraflið myndi ekki taka afstöðu til neinna annarra mála en þeirra sem fyrr er getið og uppfylla kröfur um að séu, með miklli vissu, hafin yfir hefðbundna pólitík og dægurmál. Þegar markmið hefur náðst yrði þessu nýja afli eytt.

Spurning: Gætir þú hugsað þér að kjósa nýtt framboð sem færi fram með algerlega skýra stefnu um að eina hlutverk þess væri að breyta stjórnskipan í lýðræðislega átt með því að breyta stjórnarskrá og viðeigandi lögum um kosningar og þegar markmiðinu væri náð þá yrði þetta nýja afl lagt niður? Ef þú svarar þessari spurningu játandi þá skaltu lesa lengra og taka þátt í að móta nýju hreyfinguna.

[breyta] Uppruni hugmyndarinnar

Nánast allir sem á annað borð eru með hugann við pólitíkina í dag eru að hugsa á svipuðum nótum. Reiðin er mikil í samfélaginu en það er hægt að virkja hana til góðra verka. Upplifun meginþorra fólks er að samfélagið sé ógagnsætt, ráðamenn geri það sem þeim sýnist og lýðræðið sé þ.a.l. ekki að virka og það þurfi þá að endurheimta. Það sé í raun ekki lýðræðisleg umræða í samfélaginu um stór og mikilvæg málefni. Búið sé að stífla uppsprettu lýðræðislegrar umræðu, Alþingi. Ef þar færi fram hin raunverulega lýðræðislega umræða þar sem málin væru krufin til mergjar, í nefndum og þingsölum, af fagmennsku þá myndi andrúmsloft rökræðu seitla út í samfélagið með tíð og tíma. Fjölmiðlar yrðu betri. Stjórnmálaflokkar yrðu betri. Við yrðum betri. Eftir höfðinu dansa limirnir og Alþingi hlýtur að eiga að vera okkar æðsta lýðræðisstofnun. Höfuðið.

Andri Snær rithöfundur lýsti einhvern tímann hugmynd þannig að hún væri í raun ekki einhvers eign, heldur væri frekar eins og hún yrði til í einhvers konar meðvitund og ef maður gerði ekki eitthvað úr henni strax þá væru allar líkur á því að hugmyndin kæmi fram einhversstaðar annarsstaðar á svipuðum tíma. Þessi hugmynd sem hér er lýst er án vafa hugmynd sem hefur sprottið upp úr frjóum jarðvegi um allt land á sama tíma.

Morten Lange, 24.1.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband