Leita í fréttum mbl.is

Vonandi verði hlustað á nýjum tillögum ! (Sparnaður í heilbrigðiskerfinu)

Ég sat málstofu  um sparnað í heilbrigðiskerfinu um daginn, en missti reyndar af opnun og svo byrjunin á fyrsta erindinu. Á málstofunni  var að sjálfsögðu talað út frá hvernig megi hagræða á sjúkrahúsum og þess háttar.  Þó það nú væri.  Mér skilst samt að ráðherrann hafi komið inn á það í upphafsorðum sínum að als konar forvarnir, geta leikið stórt hlutverk í að draga úr  kostnað í heilbrigðiskerfinu. Þó það nú væri.   En svo ekki orð um það meir. 

Og það finnst mér virkilega miður !

Nú er hægt að velta fyrir sér ósakir og jafnvel  bregða upp kenningar um starfstéttir ofl. En það er ekki aðalmálið, heldur að sýna fram á rökin sem mæla með forvörnum, og þá ekki síst í formi heilbrigðra samgangna. 

Ég næ ekki að skrifa það í fullum fetum núna, en bendi á nýopnaðri vefsíðu WHO :

healthytransport.com

Þar er bent á hvernig það að bæta samkeppnisstöðu hjólreiða, göngu og almenningssamganga geta sparað fullt af peningum fyrir samfélaginu, bæði í heilbrigðiskerfinu og með fækkun veikindadag, minnkun í heilsuspillandi  mengun, fækkun umferðarslysa og styttingu biðtíma í umferðinni (á heildina). 

 Í stað þess er fyrirkomulagið hér og viða erlendis  að torvelda fólki að nota heilbrigðar samgöngur en greiða götur bíla,  á meðan til dæmis bílastæði séu ókeypis og skattfrjáls, en samgöngustyrki sæta hlunnindaskatti. Hér  eru grænar bylgjur  og mislæg gatnamót fyrir  bílana, á meðan  gangandi þurfa að biða í óvissu eftir grænum karli, eða leggja á sér verulegan krók niður í óvistleg og ógnandi undirgöng ( að sumum finnst)  eða upp á  mjóum rokrassgatbrúm. 


mbl.is Tillögur um sparnað kynntar í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ó, já, margt er óunnið í þessum efnum. Við eigum langt í land í vistvænum samgöngunum.

Úrsúla Jünemann, 22.3.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband