23.3.2009 | 16:39
Ódýrasti bíll heims er hörmungarfrétt
Ég spái því að ef heildaráhrifin af því að setja Tata Nano bílinn á markað verði könnuð, þá mun menn sjá að
- mengun af mörgum toga jókst
- umferðaröryggi, og sérstaklega gangandi og hjólandi varð verri
- umferðateppum urðu verri
- vistfræðilegt fótspor á einstakling varð stærra
- mögulega hafi þetta þó einhverja jákvæða áhrif á hreyfingu ef menn þurfa að ganga lengra vegalengdir frá bílastæðum, á meðan vélhjól megi leggja nær áfangastaðnum ?
Vistfræðilegt fótspor er einn besti mælikvarðinn hingað til hvað varðar hversu langt frá sjálfbærni lífstíll einstaklinga sé. Kíkið á myfootprint.org Að fylla þarna inn að maður búi´i Noregi ætti að gefa nokkuð góða mynd, því í Noregi líkt og hér er mikið af rafmagni og upphitun úr (næstum því) endurnýtanlegum orkulindum.
Athugið líka
Ódýrasti bíll í heimi sýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Samgöngur, Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er búið að rannsaka þennan bíl eitthvað? Hann er nú varla með tvígengisvél eins og flest mótorhjól á Indlandi, þannig að mengunin verður nú varla meiri. Svo blasir það við að ef þú labbar um allt kviknakinn, þá ertu umhverfisvænn. En samt skrýtið hvernig þú setur upp þetta blog. "Ég spái því .........þá munu menn sjá að mengun jókst"!! Er þetta spá eða niðurstöður rannsókna? Ég er alveg hlynntur því að menn hjóli um allt til að vernda umhverfið, en það eru bara önnur lönd sem finna fyrir meiri mengun með því að framleiða reiðhjól og annað sem fylgir reiðhjólum. Eru ekki verksmiðjur að framleiða reiðhjól? Reiðhjólafatnað? Dekk undir reiðhjól? Eins dauði er annars brauð.........
sterlends, 23.3.2009 kl. 17:05
Sæll.
Síðast þegar ég tékkaði var ekki hægt að velja á þessum footprint vef að maður keyri um á rafmagnsbíl. Ansi lélegt það.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:15
Takk fyri athugasemdir og spurningar, þú dularfulli :-)
Stutta svarið varðandi mengun er : Það er spurning um framboð og eftirspurn.
Þegar bílar verða ódýrari, þá verða þeir vinsælli. Að þeir munu koma í staðinn fyrir vélhjólum með tvígengisvélum tel ég að muni ekki staðist nema að nokkru leyti. Og þó að mest heilsuspillandi mengunin á götunni fyrir hvern ekinn kílómeter minnki, þá muni eknum kílómetrum væntanlega fjölga. Stór hluti af markaðurinn verði kannski í raun meðal efri millistétt, þar sem fjölskyldur bæta við sér bíla. Já og kannski verði þetta útflutningsvara og keypt af svipuðum hópum í öðrum löndum.
Síðustu áratugi hefur einmitt þetta gerst í Evrópu. hreinni útblástur og betri nýting á kílómeter, en akstur hefur aukist, og þar með sumar tegundir af mengun. Við erum til dæmis með of mikið af NOx og fleira hér í Reykjavík, þegar vindurinn feykir þessu ekki í burtu. Og Koltvísýringslosun úr bílum hefur eykst í Evrópu sömuleiðis.
Þetta sem ég agði í færslunni byggir lauslega á ýmsum rannsóknum, já. Sumt sem ég hef kynnt mér nokkuð vel, annað séð vitnað í.
Sumir hjóla, því þeim finnst óforsvaranlegt að aka "stuttar" vegalengdir, t.d. í þéttbýli. Miklu fleiri til að ná sér í heilsurækt sem hluti af daglegu lífi. Sumir vegna þess að það gefi frelsi. Aðrir vegna þess að það spari útgjöld. Sumir vegna þess að það sé venja þeirra og oftast þægilegt.
Það er alveg rétt að einhver mengun fylgi reiðhjólum. Og þá sérstaklega framleiðsluna. Bara svo miklu miklu, miklu minni en sem fylgir bílum.
Ekki síst ef þú tekur með í reikningunni
Ég las einhversstaðar að um 400.000 lítrar af vatni krefst til að framleiða bíll. Bara eitt lítið dæmi.
En framleiðendur, seljendur og kaupendur reiðhjóla ættu vissulega að fara að spá í þessi mál líka. Ég mundi alvarlega hugleiða Svansmerkt reiðhjól ef það væri í boði. Til dæmis hefur verið framleitt reiðhjól með stell úr bambus.
Heimur okkar ætti mögulega að þola ef allir væru á reiðhjóli, en ekki ef allir væru á bíl.
Morten Lange, 23.3.2009 kl. 22:22
Get ómögulega tekið mark á þessu prófi. Stoppaði þegar ég var beðinn um að fylla út kílómetrafjölda sem ég hef ferðast með lestum, strætóum og subwayum - það er ekki fræðilegur möguleiki að nokkur maður sem er ekki með kílómetramæli á sér öllum stundum geti skotið e-staðar nálægt á rétta tölu í þeim efnum, ef maður á annað borð notar almenningssamgöngur að e-u ráði - og það gerir prófið í raun algjörlega marklaust.
Ásgeir H Ingólfsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:35
Sæll Bragi. Rétt er það. Fyrst boðið sé upp á :
A hybrid
A small or compact car (2 door)
A mid size car (4 door sedan)
A large car (including vans and minivans)
A pickup truck or sport Utility Vehicle (SUV)
En rafmagnsbillin fær allt of mikill meðbýr miðað við heildaráhrif sem hann getur haft, að mér finnst.
Rafmagnsbíllinn mun aldrei geta "bjargað heiminum". Ekki reiðhjólið heldur, eitt og sér. En hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur og eitthvað aðeins ( 1 til 10% umferðar ?) af rafmagns- metan og kannski vetnisbílum geta leikið jákvætt hlutverk til frambúðar að ég held.
myfootprint.org vanmetur sennilega heildaráhrif bílamenningar stórlega, hvort sem faratækin séu knúin olíu í einhverju formi, úr iðrum jarðar, plöntum, sjávarplöntum eða rafmagni úr "endurnýjanlegum" orkugjöfum.
Morten Lange, 23.3.2009 kl. 22:56
Í Kaupmannhöfn hjóla um þriðjung til vinnu og skóla daglega. Og svo dregur bara 10% úr fjöldi hjólreiðamanna um veturnar. Yfirvöld þar stefna með afgerandi og mest megnis jákvæðum hætti að því að auka hlutdeild hjólreiða í umferðina í 50% yfir næstu áratugi. Nokkrir borgir hafa þegar náð þessu markmiði. Í þrándheimi ,sem er álíka langt norður og Reykjavik, en með fleiri brekkur og meiri snjó og ekki síst hálka um vetur, gerir hjólreiðar um 12% ferða. Yfirvöld vilja gjarnan auka hlut hjólreiða og standa sér ögn betur en hér. ( Þar er til hjólalyfta, sem ber nafninu Trampe. ) Sömuleiðis vilja borgir langt fyrir norðan heimskautsbaug í Noregi, og Finnlandi auka hlut hjólreiða. Flestir taka þátt í samstarfi "hjólaborga".
Auðvitað þurfa menn að geta farið á milli staða fyrir utan þéttbýlis. Og bílinn mun leika mun stærri hlutverk þar. En það mun verða dýrari þegar bílanotendur þurfa að borga það sem mengunin í raun kostar okkur. Hins vegar tel ég og vona að rútuferðum og etv aðrar kostir í almenningssamgöngum munu fjölga svo um munar næstu áratugi. Gefið að enn sé framleitt mat og líf þrífist í sveitum Íslands.
Morten Lange, 23.3.2009 kl. 23:45
Ásgeir : Takk fyrir innlit og athugasemd. Það er gefið mál að svona tól hafi einhverja galla og geti aldrei verið nákvæmt. Fyrst og fremst eigi þetta tól að fá menn til að hugsa aðeins um áhrif sinn á umhverfinu og framtíða kynslóðir í stærra samhengi. Held ég.
Það mætti þó vera í boði að með einföldum hætti gera tilraunir með að breyta einstaka hluti til að sjá áhrifin, án þess að þurfa að fylla út öll gildin aftur.
Morten Lange, 23.3.2009 kl. 23:50
Tata Nano eyðir 4L/100km og mengar minna í útblæstri en ný 100cc mótorhjól (sem eyða um 1.3-1.6L/100km).
Ég held að aukningin verði mest á kostnað 2- og 3-hjóla farartækja, sem menga flest meira en þessi, þó að hann taki meira pláss á vegunum. Hann verður samt örugglega vinsæll sem leigubíll, þó farangursrýmið sé lítið.
Einar Jón, 24.3.2009 kl. 07:31
Takk fyrir þessar upplýsingar, Einar Jón.
En mér sýnist að þú hafir ekki lesið svarið sem ég setti inn hér að ofan 23.3.2009 kl. 22:22
Sumar tegundir af mengun eru lægri úr Tata Nano en skelinöðrum oþh., og þá sérstaklega reiknað á á hvern ekinn kílómeter. Ensvo eru annars konmar mengun sem er meiri á kílómeter. Og það er als ekki ólíklegt að fjöldi ekinna kílómetra mudi aukast, með tilkomu ódýrra bíla.
Morten Lange, 24.3.2009 kl. 13:43
Hvað með vespur? Þær eiða frá 1 1/2. til 2.lítra á hundraði
Toyota Aygo eiðir 3 til 4. lítra á hundraði sama og Tata Nano.
Magni (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 15:31
"A hybrid
A small or compact car (2 door)
A mid size car (4 door sedan)
A large car (including vans and minivans)
A pickup truck or sport Utility Vehicle (SUV) "
Þetta eitt og sér er náttúrulega asnalegt. "A hybrid" getur verið svo margt. Svona fyrir utan að það eru eflaust til hybrid bílar sem ganga fyrir fleiru en bensíni eru þeir misþungir og eyða þar af leiðandi mismiklu og menga mismikið. Er hlunkurinn Prius ekki léttasti hybrid bíllinn?
"En rafmagnsbillin fær allt of mikill meðbýr miðað við heildaráhrif sem hann getur haft, að mér finnst. "
Fær rafmagnsbíllinn *of mikinn* meðbyr? Þú býrð greinilega ekki á sama landi og ég (-:
"Rafmagnsbíllinn mun aldrei geta "bjargað heiminum". Ekki reiðhjólið heldur, eitt og sér. En hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur og eitthvað aðeins ( 1 til 10% umferðar ?) af rafmagns- metan og kannski vetnisbílum geta leikið jákvætt hlutverk til frambúðar að ég held."
Hins vegar verðurðu að viðurkenna, félagi, að þú átt aldrei eftir að ná hinu göfuga markmiði að fólk gangi eða hjóli út um allt. Hvernig verslar fólk í matinn eða skutlar börnum í tónlistarskólann? Svona fyrir utan veðrið á þessu blessaða landi okkar sem gerir ekki raunhæft nema fyrir miklar hetjur eins og Einar Clausen kunningja minn sem hjólar út um allt sama hvernig veður er.
Ég skal glaður tala vel um hjólreiðar enda eru þær æðislegar (og ég ætla að fara af stað aftur á [rafmagns]reiðhjólinu mínu aftur þegar hlýnar) en þú verður að vera góður við rafmagnsbílana á móti, Morten, enda ert þú bæði almennt gáfaður og náttúrugáfaður þannig að þú áttar þig á því hvað náttúran myndi anda mikið léttar ef allir skiptu yfir í rafmagnssamgöngur fyrir innanbæjarakstur á Íslandi.
Annars er Tata Nano umræðan svolítið skopleg - er ekki stærsta vandamálið að Vesturlandabúar vilja ekki þurfa að breyta lífsstíl sínum af því nú hafi Kínverjar og Indverjar loksins efni á því að aka um á bílum? Þó einn milljarður Kínverja og Indverja skipti úr hjólreiðum yfir í Nano ykist heildarmengunin eflaust ekki neitt ef hinn almenni Vesturlandabúi hætti á móti að keyra einn í vinnuna á 18 manna fjallajeppa (-:
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:51
Sæll, aftur.
Ég komst að því með því að lesa eldra blogg frá þér hvernig þú ferð að því að hjóla allra þinna ferða (-:
"Ég hjóla sennilega um 15 km á viku til vinnu og heim, allt árið, en svo bætist viðað ég hjóla á fundum um allt Höfuðborgarsvæðið allt árið."
Býrðu bara 1,5km frá vinnustaðnum??? Það hlaut eitthvað að vera.
Meðal-Reykvíkingur ekur víst 25km á dag. Það eru 175km á viku. Hversu lengi værirðu að hjóla eða ganga það? Ég ek líklega að jafnaði um 35-40 kílómetra á dag sem er náttúrulega fínt fyrir drægi rafmagnsbílsins. Ef ég færi allra minna ferða gangandi eða hjólandi (svo ég tali ekki um strætó) myndi ég hvergi vera á réttum tíma í vinnu.
Reyndar geturðu þó eflaust notað sömu rök fyrir hjólreiðum og ég nota oft fyrir rafmagnsbílana... gengur ekki fyrir alla en alveg örugglega fínt fyrir flesta.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:03
Ég hjólaði líka til vinnu í Þrándheimi allt árið. Það var um 5 km leið og upp í móti. Og til vinnu hér svipuð vegalengd. En svo fluttist vinnan nær og nær mér ....
Að versla í matinn má gera með kerru aftan í hjólið, með því að nota bakpoka, eða töskur. Og er líka hægt að nota leigubíl eða álíka annað slagið. Það eru margar fjölskyldur í Reykjavík sem ekki eiga bíl.
Margir sem ég þekkja hjóla lengri leiðir daglega allt árið en ég. En margir hafa valið sér dýrari húsnæði en spara í samgöngum á móti.
Áhugavert að meðal Reykvíkingur skuli aka 25 km á dag. Gildir kannski sem meðaltal fyrir þá sem aka á annað borð, frekar en yfir alla einstaklinga ? Verkfræðistofa fann það út að helmingur allra ferða væri styttri en 3km, og að mig minnir 30% styttri en 1 km. En svo er það reyndar þannig að sumar ferðir eru þá reiknaðir sem keðjur af styttri ferðum með stopp á leiðinni.
Það var kannski rangt að segja að rafmagnsbílar fái of miklu athygli. En það er framsetningin þar sem mér finnst skina í gegn að fólki finnst þetta vera lausnin til frambúðar, næstu 50 árin, sem fer fyrir brjóstið á mér.
Og svo versnar það: Þegar fólk í ábyrgum stöðum talar um að draga úr útblæstri og mengun, í umferðinni, þá er nánast alltaf talað um eldsneyti : vetni eða rafmagn ( eða lífdísill / metan ). Stundum um almenningssamgöngur. Á meðan hjólreiðar og ganga gleymast oftast algörlega eða fjallað er um þau í skötuliki. Þrátt fyrir að eiga marga mikilvæga kosti sem hitt hefur ekki. Svo sem hinn stóri heilsuávinningur, hvað þetta sé ódýrt, og gerir umhverfið huggulegri og mannvænna.
En draumsýnin mín til skemmri tíma ( 10-20 ár) er alls ekki að leggja af bíla. Frekar að stefna að svipaðri samsetningu og í Kaupmannahöfn : tæplega 30% ferða í vinnu/skóla í almenningssamgöngur, um 30% í einkabílum, rúmlega 30% á reiðhjólum og gangandi. Reyndar ekki viss hvernig þeir reikna þegar kona hjólar 2 km, fer í lest 17 km og hjólar 1 km á leið sinni til vinnu.
Morten Lange, 25.3.2009 kl. 01:01
Sæl Öllsömul.
Áhugaverður lestur, Morten og Bragi.
Ég held að þið gleymið einu mjög mikilvægu atriði þegar kemur að val á samgöngumáta. Sem einnig tengist Nano bílnum.
Stofnkostnaði.
Ég held, að fólk velji sér samgöngumáta eftir nokkrum grunnþáttum.
Samband stofnkostnaðar, rekstrarkostnaðar, aðstæðum til að nota viðkomandi farartæki. Held að þetta megi allt flokka undir einn lið, hagkvæmni.
Ég tel mig hafa nokkra innsýn í heim allra þriggja umræðuþátta, hjólreiðamannsins, bílaáhugamannsins og rafmagnsbílamannsins.
Ég á góðan hjólreiðaútbúnað, sem ég nota miklu mun minna en fyrir nokkrum árum. Ástæða: aðstæður til hjólreiða snarversnuðu við búferlaflutninga.
Við hjónin eigum fimm (já FIMM) einkabíla. Brúksbíllinn minn notar 12-14 lítra á hundraðið þegar best lætur. Nota han samt vegna þess að hann var hagkvæmur í innkaupum, (ódýrari en reiðhjól) MJÖG þægilegur, hagkvæmur í rekstri vegna lítillar notkunar og skynsemi í rekstri.
Mig hefur í mörg ár langað í rafmagnsbíl. Hef skoðað margt í þeim efnum og prufukeyrt. Kynnt mér og prufukeyrt Peugeot 105 rafmagnsbíl, norska Buddy rafmagnsbílinn, og prufukeyrt Reva hjá Braga.
Get ekki keypt mér rafmagnsbíl, ( þó ég svo gjarnan vildi) því ég ræð ekki við stofnkostnaðinn. Alltof, alltof dýrir miðað við líftíma, notkunarmöguleika, þægindi, öryggi og hagkvæmni.
Nano bíllin er ódýr, hagkvæmur í rekstri. Veitir fólki ákveðið frelsi til lengri ferðalaga, eykur möguleika þess á lífsgæðum þar með. Fólk getur sótt vinnu, menntun og þjónustu lengri vegaleng en án Nano.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 00:39
Bragi Þór, þetta er vel hægt.
Mánudagur. Hjólaði með pjakkinn í leikskólann og þaðan í vinnuna. Samtals 7 km (40 mín). Ég bý í Smáíbúðahverfinu, 108 og vinn í miðbænum. Hjólaði heim seinnipartinn aðra leið, 5 km (25 mín). Skaust út í búð (Bónus Skeifunni) eftir einhverju sem vantaði, ca 1 km (10 mín báðar leiðir). Fór svo á kóræfingu um kvöldið upp í Mjódd, ca 3 km, allt upp í mót (12 mín) og húrraði svo aftur heim á ca 7 mínútum. Samtals eyddi ég einum og hálfum tíma á hjólinu, eða litlu meiri tíma en ég hefði eytt í bíl ef ég hefði valið þann ferðamáta fyrir þessi erindi. Ég fór u.þ.b. 20 kílómetra þennan dag (+- reiknaði lauslega eftir stígakortinu), suma daga fer ég styttra, stundum lengra.
Og ef þú varst farinn að sjá fyrir þér einhverja þrusu gellu í fantagóðu formi, þá er ég ríflega fertug kona með 25 aukakíló og slitgigt. Ef ég get hjólað, þá geta flestir hjólað. Bara spurning um hugarfar og lífstíl.
Hjóla-Hrönn, 8.4.2009 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.