20.4.2009 | 00:26
Löggan ásakar fornarlömb ?
Þangað til virkilega trúverðug rök hafa komið fram mun ég taka fullyrðingar um að hjálmur hafi bjargað einhverju í slysi eins og þessu í frétt mbl.is og RÚV sem óskhyggja og dapurleg mistök. Þessi umfjöllun leiðir athyglin í burtu frá orsök slysa og ábyrgð bílstjóra og þeirra sem hanna vega eða setja viðmið um hönnun, hraðatakmarkanir og refsimörk og sönnunarbyrði þegar ekið er á fólki.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að mönnum sem hafa sannfærst af hjálmaáróðrinum þyki þetta skrýtinn málflutningur. En takið eftir hvernig ekkert sé fjallað um tildrög slyssins í fréttinni. Líklega fáum við aldrei að vita neitt um það, hvort bílstjórinn var allsgáður og með athyglina við akstrinum eða ók eftir ástæðum. Hitt er það að eftir langan og strangan lestur og umræður við sumum af helstu sérfræðingum heims varðandi hjólahjálma sýnist mér skýrt að fullyrðingar um virkni hjálma eiga sjaldnast við rök að styðjast. Að beina umræðu og umfjöllun um árekstrar þar sem ekið er á hjólreiðamönnum yfir á tal um hjálma er þar að auki það sem á ensku kallast "victim blaming". Þeir ásaka fórnarlömbin.
Fyrir þá sem ekki sjá tenginguna : Með því að leggja mikla áherslu á hjálminum, er verið að segja að þannig eigi að "tryggja" öryggi hjólreiðamanna, ekki með því að draga úr hraða bíla, tryggja að ökumenn hafa hugann við akstrinum. Hefði strákurinn ekki verið með hjálmi,hefði löggan strax bent á það og þar með ásakað hann og etv foreldra drengsins. Sumir mundu segja að þessi hugsunarháttur að ásaka fórnarlömb árekstra, tengist því að bíllin sé skurðgoð okkar samfélags. Sjálfur veit ég ekki hvort þetta sé svona einfalt.
Loks vil ég ítreka að ég viti (eðlilega) ekkert um aðstæður og tildrög og er í rauninni ekki hér að blogga um þessa tiltekna ákeyrslu. Þessi tegund af innihaldslausum yfirlýsingum frá lögreglu og vitaverðum skrumskælingi koma nánast við öll tækifæri sem gefast. Ég vona að allir sem tengjast ákeyrsluna liði betur núna og nái sem bestum bata.
Ekið á dreng á hjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Löggæsla, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir sem vilja lesa meira, leitið til dæmis að orðinu helmet í skýrslu ESB, "Kids on the move" eða kíkið á viðhengi skýrslunnar "Cycling and children and young people". Eða leitið fanga meðal tilvitnanna í grein Wikipedia um hjólahjálma á ensku.
Morten Lange, 20.4.2009 kl. 08:47
Já, það er svolítið merkilegt að þegar tveir eða fleiri bílar lenda í árekstri, þá er alltaf útskýrt hvernig áreksturinn bar að og sérstaklega tilkynnt ef það er ekki vitað hver aðdragandinn var. En ef reiðhjól á í hlut er bara talað um hvort hjólreiðamaðurinn hafi verið með hjálm eða ekki, hvort hann hafi verið með ipod í eyrunum, það hafi verið undirgöng við götuna o.s.frv. Ég er sammála þessari fórnarlamba-ásökunar-kenningu þinni.
Í vetur sá ég ungan pilt á reiðhjóli verða fyrir bíl á leiðinni í skólann. Það var gult blikkandi ljós hjá ökumönnum og ég taldi sökina liggja hjá drengnum, að hann hafi hjólað gegn rauðu gönguljósi. Seinna gaf ég mér tíma til að stúdera hvernig þau virkuðu, þá blikkar grænt gönguljós í töluverðan tíma eftir að ökumenn fá gult blikkandi. Drengurinn hefur talið sér óhætt að fara yfir á meðan það var ennþá grænt gönguljós. Hér væri betra að lengja aðeins göngutímann á ljósunum og skipta yfir í rautt gönguljós áður en ökumenn fá gult ljós.
Það ætti að vera tilgangur frétta að upplýsa hvernig slys bar að höndum, og hvernig er hægt að betrumbæta og fyrirbyggja fleiri sams konar slys.
Einu sinni kastaðist ég út úr bíl eftir árekstur við ljósastaur á 90 km hraða. Ég hrygg og mjaðmagrindarbrotnaði, og skarst mikið á handleggjum. Hausinn á mér slapp hins vegar alveg. Hvorki skráma né kúla. Ökumaður bifreiðarinnar fékk hins vegar heilaskaða og er öryrki í dag.
Ég hef líka dottið illa á hjóli eftir að hafa þurft að nauðbremsa til að klessa ekki á unglingspilta sem komu á móti mér á hjólum. Þá var ég með hjálm og hann fór í mask, bæði brotnaði og komu í hann ljótar rispur. Rispur sem ég myndi ekki vilja hafa í andlitinu í dag, þó að ég sé ekki sérlega pjöttuð kona. Ég brákaði handlegginn í fallinu og skrapaði skinnið af hnjánum og olnboga, en hausinn slapp alveg.
Svo ég er fylgjandi því að hjálmanotkun sé otað að börnum og unglingum, minnt á hann af og til, hann nær stundum að bjarga, þó að hann nái því ekki alltaf. En að hjálmanotkun sé megininntak fréttar af umferðaróhappi þar sem reiðhjólafólk á í hlut er fáránlegt
Hjóla-Hrönn, 20.4.2009 kl. 10:14
Er þetta ekki bara lélegur fréttaflutningur mbl.is? Kannski ætti að skrifa þeim (mbl@mbl.is)?
Forvarnardeild lögreglunnar hefur þó unnið gott verk í tengslum við
forvarnir og umferðaröryggi:
http://logregla.is/listar.asp?cat_id=8
Umferðarstofa hefur líka unnið góða hluti að forvörnum og umferðaröryggi:
http://us.is/id/4219
EE elle (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:16
Sammála því að það á ekki að verða megin efni í umfjöllun um slys þar sem bíll og reiðhjól á í hlut, hvort hjólreiðamaðurinn hafi verið með hjálm eða ekki. Þó svo að hjálmnotkun geti komið í veg fyrir alvarlega höfuðmeiðsl er hann ekki 100% trygging fyrir að svo verði ekki þó hann sé notaður. Það væri gaman að sjá umfjöllun um svona slys þar sem fréttin snérist um hvort ökumaður var að tala í síma, eða hvort hann hafi verið í bílbelti eða ekki (viljinn/getan til að nauðhemla og meiðast ef ekki er notað bílbelti). En ekki að orsökin sé ókunn og ekkert rannsakað betur bara af því að hjólreiðamaðurinn var með hjálm og því ekki hægt að finna að því.
Hjólreiðamenn eru ekki alltaf valdir að hjólreiðaslysum, oftast er það vegna tillitsleysis bílstjóra í garð hjólandi. En stundum eru hjólreiðamenn OF tilættlunarsamir, og "reikna með" hinu og þessu frá bílstjórum. Það er hættulegt líka.
Sverrir Einarsson, 20.4.2009 kl. 14:33
Lögreglan kom á staðinn og sá ummerkin um slysið, ekki þú, hvernig treystir þú þér til að halda því fram að þú vitir betur um atvik en þeir sem voru á staðnum?
Það má gagnrýna fréttina fyrir að fjalla ekki um orsök slyssins en það hefur ekkert með hjálmnotkun að gera.
Kenningar um að hjálmnotkun komi ekki að gagni m.a. vegna þess að þá verði hjólreiðamenn glannafengnari finnst mér ekki trúverðugar. Þetta minnir mig á ökumenn sem halda því fram að þeir séu öruggari þegar þeir keyri hratt vegna þess að þá séu þeir með fulla athygli við aksturinn. Ef þeir keyri á löglegum hraða gerist hlutirnir svo hægt að þeir missi einbeitinguna og geri frekar mistök.
Finnur Hrafn Jónsson, 20.4.2009 kl. 16:02
Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar.
Ég er sammála um að þetta sé svolítið lélegur fréttaflutningur hjá mbl.is en um það bil það sama var sagt í útvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi. Ég bara skil ekki hvers vegna löggan sér sér knúið til að draga beint eða óbeint ábyrgð hjólreiðamanna inn í hvert einasta mál sem snýst um hjólreiðar, en um leið sleppa því að fjalla um ábyrgð ökumanna.
Þessi skilaboð sem löggan gefur fjölmiðla draga athyglina frá því sem virkilega geti komið í veg fyrir eða dregið úr líkum á alvarlegum slysum. Fjölmiðlar ættu reyndar að byrja að spá í umferðaröryggi með gagnrýnum augum og ekki lepja upp öllu frá lögreglu né öðrum gagnrýnislaust.
Löggan er í þessum tilvikum að ýta undir því að fórnarlömb séu gerð að blórabögglum. En við ættum öll að vita hver sé aðilinn sem hefur mesti eyðingarmáttinn og þar af leiðandi ber mesti ábyrgðin þegar ekið er á fólki. Það er ekki sá sem er gangandi eða hjólandi.
En vissulega liggur ábyrgðin ekki síður hjá þeim sem búa til umferðarumhverfið, löggjafar, sveitastjórnarmenn, vegagerðin, verkfræðingar.
Umferðarumhverfið er hannað og notað á forsendum þeirra sem vilja þjóta hratt um með lágmark einu tonni meðferðis, í stað þess að hanna frekar eftir þörfum þeirra sem eru léttari og hættuminna og ferðast með hagkvæmara, heilsusamlegra og umhverfisvænni hætti. Viljum við ekki í raun og veru snúa þessa forgangsröðun við ?
Morten Lange, 20.4.2009 kl. 16:26
Það má benda á að lögreglan skráir upplýsingar um orsakir slysanna þótt þeir kjósi oftast að miðla aðeins upplýsingum um hjálmanotkun ef hjólreiðamaður á í hlut.
Almenningur getur skoðað lágmarks upplýsingar um slys á heimasíðu Umferðarstofu. Slys árin 2007 og 2008 eru skráð í kortavef: http://www.us.is/slysakort.html . Athugið að það þarf að þysja langt inn til að sjá upplýsingar um einstök slys. Hægt er að takmarka upplýsingar sem birtast á kortinu á ýmsan hátt, t.d. við árekstra þar sem ekið er á óvarin vegfarenda, þ.e. hjólreiðamenn og gangandi. Eldri slys má finna hér: http://www.us.is/id/4141 .
Í stórum dráttum er ekið á um helmingi fleiri gangandi en hjólandi og flestir árekstrar verða þegar hjólreiðamaður (oftast barn) hjólar þvert yfir götu ekki á gangbraut eða þegar hjólreiðamaður fer þvert yfir götu á gangbraut. Hver er í rétti kemur ekki fram. Slys þar sem hjólreiðamaður og bíll ferðast í sömu akstursstefnu og lenda í árekstri eru fátíð.
Ef hjálmanotkun væri skylda hjá gangandi vegfarendum og farþegum í bíl væri líklega hægt að koma í veg fyrir mun fleiri alvarleg höfuðmeiðsl heldur en mögulegt er hjá hjólreiðamönnum. Það hlýtur að vera verðugt baráttumál hjálmavina!
Árni Davíðsson, 20.4.2009 kl. 17:29
Takk aftur fyrir innlitin og athugasemdirnar.
Var reyndar ekki búinn að sjá athugasemdir frá Sverri né Finni þegar ég skrifaði mína hér að ofan. Á Íslandi og í mörgum öðrum löndum virðist oft nánast gengið út frá því að hjólreiðamaðurinn beri meginábyrgð í "slysum", en í Danmörku og Hollandi er öfugt farið og reyndar búið að festa í lög að gengið sé út frá því að ökumaður bíls beri ábyrgð nema hægt sé að sýna fram á vitaverðu gáleysi hjólreiðamanns. Er í sjálfu sér ekki að leggja til hér að svipuð aðferðafræði verði tekin upp á Íslandi, en mér finnst munurinn áhugaverður.
Takk kærlega fyrir krækjurnar Árni. En þessi skráning er ekki síst áhugaverður fyrir því hverju vantar að segja frá, sem til dæmis hraði bifreiðar og þyngd /tegund. Ég á eftir að finna jeppa í gögnunum eftir að hafa skoðað um 10 slys. Jeppi er ekki það sama og fólksbifreið. En ég giski á að jeppar með sæti fyrir allt að sjö manns (?) skráist sem fólksbifreið.
Þá athugaði ég slys þar sem annars staðar hafi komið fram að ökumaður sofnaði undir stýri. Að hann sofnaði undir stýri kemur ekki fram í gögnunum um þetta slýs sem fylgja kortinu.
Ég held að að vissu leyti má líkja þessu korti við manninn sem í myrkri var að leita að týndum vettlingum undir götuljósi. Reyndar týndi hann vettlingunum á allt annan stað, en undir götuljósinu var allavega hægt að leita.
Þegar kemur að því hvers vegna þessar upplýsingar sem Árni bendir á ekki verða teknar fyrir í fjölmiðlum þá held ég að tímapressan sem fjölmiðlamenn búa sér til sé skýringin. Þeim finnst mikilvægt að upplýsa um að árekstur hafi átt sér stað, nánast eins fljótt og hægt sé, en leggja litla áherslu um að koma réttar og gagnlegar upplýsingar á framfæri. Ég spyr mig og hef reyndar oft áður hér á blogginu spurt hver tilgangurinn sé með þessum fréttaflutningi. Að kalla þetta hálf-sagðar fréttir væri meir að segja að fegra myndina.
Þegar svo lögreglan er búinn að rannsaka árekstrinum, hefur talað betur við aðila sem áttu þátt í slysinu og skoðað öll gögn er áhugi fréttamanna horfin að er virðist.
Morten Lange, 20.4.2009 kl. 18:26
Finnur : Þú spyrð hvernig ég get gagnrýnt þegar ég ekki var á staðnum. Skil hvað þú sért að fara að vissu leyti. Ég ég tók það fram að ég var ekki að fjalla um tiltekið slys í rauninni, heldur um munstur sem ég hef tekið eftir í umfjöllun fjölmiðla af þessum tegundum af slysum og líka hvað sé haft eftir lögreglu. Ég treysti mér til að spyrja spurninga og stundum koma þeir í formi fullyrðinga og gagnrýni. Ég treysti mér til þess vegna þess að ég held að ég hafi að hluta aðra sýn en ríkjandi sýn og hef þekkingu á þessum tiltekna málaflokki frá sjónarhorni sem oft vanti að taka með.
Að ræða hversu vel hjálmar virka eða ekki, held ég áð þurfi alveg sér umræðuþráð. Kannski hefði ég átt að reyna að sneiða framhjá þessum þætti umræðunnar í þetta skiptið. Aðallega vegna þess hversu eldfimt og flókið og oft mótsagnakennt mál það sé, jafnvel meðal vísindamanna og sérfræðinga WHO. En ef einhver vil ræða meir um hjálma tengd þessa færslu, finnst mér kannski að vinkilinn sem Árni tekur á þessu áhugaverðastur og í senn rökréttur.
Morten Lange, 20.4.2009 kl. 18:39
1. Hjálmar fyrirbyggja ekki slys það er STAÐREIND
2. Fréttaflutningur af hjólreiðaslysum er að jafnaði sagður útfrá aðbúnaði hjólreiðamannsins það er STAÐREIND
3. Fólk vill ekki heyra neikvæða umfjöllun um reiðhjólahjálma. Það er STAÐREIND
4. Þegar hjólreiðamaður lendir í slysi er aldrei fjallað um hver var í rétti. Það er STAÐREIND.
5. Hjálmar geta bjargað lífum. Það er líka STAÐREIND
En þessu undanskildu þá er niðurstaðan sú að aðstæður hjólreiðamanna er að jafnaði langt undir þeim væntingum sem ég hef til þeirra og margir fleiri. Forgangsröðun umferðar og fjárútlát eru í forgangsröðinni
Líklegasta skýringin á þessu er eflaust ráðamenn sjá í firru sinni að reiðhjól og línuskautar eru jú bara leiktæki og bara einhverjir sérvitringar sem nota þessa ferðamáta til samgangna. Einnig er ekki fræðilegur að fólk geti hjólað allan ársins hring frekar en verið á hjólabrettum eða línuskautum.
Sem betur fer er búin að vera ákveðin vakning í mörgum af þessum málum en svo virðist sem það þurfi kynslóðaskipti til þess að þetta leiðrétti sig og ég sem 35 ára hjólreiðamaður sagði um daginn að eflaust yrði þetta gott einhvern daginn á Íslandi en það yrði líklega ekki fyrr en mín kynslóð og jafnvel einni yngri sem réði ríkjum og þá væri ég að komast á aldur að njóta þess að hjóla af einhverjum krafti.
Barak Obama áttaði sig á því í dag að bílaumferð er af hinu ílla og vill fá almenningssamgöngur til draga úr bílavandanum en umferðaryfirvöld á Íslandi eru enn að áætla bílaumferð eftir einhver ár á götum við gerð þeirra í stað þess að huga að öðrum leiðum.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að á Íslandi er engin umhverfisvitund hjá stjórnmálaflokkum heldur skilgreina þeir umhverfisvitund sem með eða á móti álverum.
Vilberg Helgason, 20.4.2009 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.