Leita í fréttum mbl.is

Bæði líkamlega virkar samgöngur og samsetning matar

Áhuaverð frétt en því miður eins og svo eft er farið allt of grunnt í málin.

Breytingin í orku sem fer í samgöngur, frá 1980 snýst að sjálfsögðu minnst um það að þyngri likamar krefjast meiri orku ( eða eins og fréttinn er sett upp eldsneyti ) til að fara á milli staða. 

Þetta snýst að mínu frekar um :  

  • Minna er gengið og hjólað nú en fyrir um 30 árum
  • Meira / fleiri kílómetrar er ekið
  • Samfélagsþróun í formi útþenslu byggðar hefur ýtt undir því að meira sé keryrt
  • Að notendur bíla greiða ekki  það sem notkunin í raun kostar fyrir samfélaginu. Skýrasta dæmið eru gjaldfrjáls eða niðurgreidd og skattfrjáls bílastæði
  • Stærri og þyngri bílar, sérstaklega undanfarin 10 ár

Þegar kemur að matnum, þá er það ekki þannig að magnið sé það eina.  Nei þvert á móti vitum við að kjötneysla vegi mun þyngra í eyðslu á auðlindum og losun gróðurhúsalofttegunda en neysla á kartöflum, korni, hrísgrjónum og grænmeti.  Og við vitum að kjötnerysla hafi aukist griðarlega síðustu 30 árin. 

Svo segja sumir að fólksfjölgun sé hinn eiginlegi vandi.  Það er ekki rétt, því við í hinum vestræna heimi stöndum fyrir miklu meira mengun og losun gróðurhúslofttegunda en þeir fátækju.   En folksfjölgun er samt mikill vandi við hlið neyslu okkar sem eru  rík (miðað við meðaltöl í heiminum).  Og þeir sem ganga gegn fræðslu og dreifingu smokka og annarra getnaðarvarna og ekki síður þeir sem "gleyma" að styðja sjálfstæði og menntun fátækra kvenna bera þunga ábyrgð í þessum efnum.

(2009-04-23 : Leiðrétti nokkrar málfarsvilliur)


mbl.is Lifnaðarhættir áttunda áratugarins til bjargar jörðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir

Sæll,

Þú skrifar málefnalega og það gleður mig.

Skildi vera einhver leið til að bæta ástandið? Hvað er hægt að gera til að fólk fái áhuga á að bæta jörðina og heilsu sína um leið?

Ég er nú eina af þessum of þungu og það kostar víst sitt að ferja mig á milli staða. EN ég er nýlega búin að segja upp bílnum og fá mér strætó í staðinn og svo flokka sorp en það er nú ekkert víst að það virki.

Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 22.4.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Vinnuveitandinn minn flutti sig um set, frá Mjódd og niður í Miðbæ.  Skiljanlega voru margir ósáttir því bílastæðisvandinn þar er gífurlegur.  Vinnuveitandinn úthlutaði þá 5000 króna bílastæðiskorti á mánuði.  Einn vinnufélagi spurði hvort fólk gæti valið, tekið strætókort í staðinn (svipuð upphæð) en því var hafnað (án útskýringa eða rökstuðnings).  Á sama tíma var herferð hjá Borginni að hvetja fyrirtæki til að úthluta strætókortum frekar en bílastæðiskortum, svo það hefði ábyggilega verið hægt að fá góðan magnafslátt af strætókortum.

Það hefði verið mun skynsamlegra ef fólk hefði getað valið á milli reiðhjólastyrks og strætókorts.  Ég væri alveg til í að skipta þessum 60 þúsund króna styrk út fyrir 30 þúsund króna hjólreiðastyrk.  Þá græða allir, fyrirtækið, ég og samfélagið.  Ég fæ ekki þessar 60 þúsund á ári, ég fæ bara niðurgreitt ef ég nota þjónustuna.  Flestir í vinnunni nýta hana í topp.

Hjóla-Hrönn, 23.4.2009 kl. 13:43

3 Smámynd: Morten Lange

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar og hlý orð. 

Ég held að þessi leið sem Hrönn segir frá sé eitt af svörunum við spurningu þína, Edda Björk :-)  Samgöngustyrkir eru reyndar í notkun hjá Fjölbraut í Ármúla og á Verkfræðistofuna Mannvit .   Og í einhverju mæli fyrir starfsmenn Símans og Reykjavíkurborga

Á báðum þessum vinnustöðum , Mannvit og FÁ,  segja heimildarmenn að valkostinn við að fá afnót af bílastæði, sé vel nýttur.  Sumir hjóla, aðrir ganga, sumir nota strætó, og sumir eru samferða öðrum í bíl. Og öll fá þau upphæð sem samsvari strætókorti (græna kortið). 

Helsti  gallinn er að skatturinn ekki skiptir sér af gjaldfrjáls bílastæði, en hins vegar rukkar hlunnindaskatt af þessari upphæð sem hinir fá yfir launaseðlinum. Við Steinunn Valdís Óskarsdóttir (og reyndar aðra) hef ég nefnt þessu og hún tekið það upp í blöðum og að mig minnir á Alþingi að afnema beri hlunnindaskatt á samgöngustyrkjum. Reyndar bara fyrir þá sem fá strætókort borgað af vinnuveitenda, en ekki þá sem hjóla.

Morten Lange, 23.4.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband