Leita í fréttum mbl.is

En við sofum á verðinum...

Þetta er ein af þessum fréttum sem næsta kynslóð  munu benda á, og spyrja : Af hverju gerðuð þið hér um bil ekki neitt ?
mbl.is Spá 1,5 metra hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Og svarið mun verða:  Vegna þess að heimsendaspár og worst-case scenarios hafa sjaldan staðist og við trúðum þessu ekki.  Því miður er offramboð á heimsendaspám og hræðsluáróðri þannig að það sem er rétt, drukknar í flóðinu.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.5.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Morten Lange

Það er samt mikill gæðamunur á heimsendaspám  ;-)

Morten Lange, 4.5.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Loftslag.is

Ef menn hafa svo vit á því að bregðast við þessum spám áður en þær rætast, þá rætast þær ekki - það væri náttúrulega best.

Loftslag.is, 4.5.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Morten Lange

Svo sannarlega, Sápuboxið ;-)

En ég held að það sé útséð með það varðandi hnattrænni hlýnun.  Þær virðist  farnar að rætast að einhverju marki  nú þegar.  Hafið að súrna, magn koltvísýrings í andrumsloftinu síklifrandi.  Sífrerinn að bráðna og ropandi metani, sem er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringinn.

En orðið heimsendaspá gefur að sjálfsögðu skakka mynd.  Náttúran sem slík lifir þessu af, og fjölmargar tegundir, svo sem kakkalakkar, rottur, menn og miklu fleiri munu pottþétt lífa af   ;-)   En breytingarnar og hörmungarnir verða sennilega meiri en menn sáu til dæmis undir síðustu heimsstyrjöld.  Það verða miklar þrengingar á heimsvísu.  Flottamannastraumar munu aukast gríðarlega. 

En ef við tökum þessu alvarlega þá getum við enn dregið úr áhrifunum.  Það held ég að minnstu kosti.  Og það er okkar siðferðilega skylda að reyna.  Ekki síst er það skylda okkar að byrja á aðgerðum sem hafa fullt af öðrum ávinningum í för með sér. Mjög mörgum að þeim aðgerðum sem við getum þegar grípið til munu draga úr önnur mengun, bæta heilsu, efla innviði samfélagsins, spara peninga, gera okkur minna háð innflutningi og svo framvegis.

Morten Lange, 5.5.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband