30.5.2009 | 01:04
Ykjur og úlfur, úlfur
Þetta er nú dálítið ýkt hjá honum Runólfi. Og alltaf tekið undir með honum og aldrei spurt neinna gagnrýna spurninga. Ég get ekki skilið hvernig þetta geti komið niður á þeim verst stöddu. En Runólfur notast sennilega við aðra skilgreiningu á hver sé verst staddur en ég.
Mér finnst pínu ófínt að beita þeim verst stöddu fyrir sér, ef í rauninni sé átt við þeim sem eru á milli 20 og 30 "percentile" í tekjudreifingunni, en ekki þeim sem eru á neðstu 5%.
Annað er að FÍB er nánast sífellt að væla yfir bensínverðinu. Það verður svolítið úlfur, úlfur stemning yfir þessu. Og svo veit maður að bensín er ein af þessum vörum þar sem ekki er búið að reikna inn fullan kostnað, vegna umhverfisþátta og heilbrigðisþátta. Bensínið hefði átt að vera ennþá "dýrari". Kíkið til dæmis á bloggi Stefáns Gíslasonar fyrir smá útskýringu, eða grafið í mínar bloggfærslur
Við höfum vanið okkur á allt of lágu bensínverði, svipað og nýir notendur fá fíkniefnin ódýrt. Fólk hafa trúað að lagt bensínverð mundi endast og hafa haldið fyrir eyrunum þegar einhver hefur sagt annað. Fjölmiðlar hafa alls ekki staðið sér í stykkinu. Ef við hefðum skipulagt okkur út frá væntingum um hækkandi bensínverð eða skilningu á ókostir þess að ofnota bensín og dísil, þá hefðu skellurinn ekki verið jafn mikill núna. Mun færri hefði verið með stóra eyðslufreka bíla. Fleiri hefðu sleppt því að eignast einkabíl og almenningssamgöngur væru svipað góðar og gerist best á nágrannalöndum.
Að öðru leyti er örugglega eitthvað til í sumu af því sem Runólfur segir. Sumir munu fá það erfitt og sárnar mér mest erfiðleika þeirra sem standa að innlenda matvælaframleiðslu. Það hefði mátt bjóða upp á mótvægisaðgerðir fyrir þá en ekki fyrir pallbíla fyrir hvern sem er. Hvílík heimska sem sú ráðstöfun xD og xB var !
Bensínið aldrei dýrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Samgöngur, Umhverfismál | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Morten:
Það voru tímar að ég varði hvaða vitleysu sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði. Fyrir 2-3 árum hætti ég því og þótt ég sé hægri maður þá leyfi ég mér að vera ósammála "mínum mönnum" þegar samviska mín segir mér það og það er nú ansi oft á þessum síðust og verstu tímum. Undanfarin 1-2 ár er ég t.d. búinn að vera þeim algjörlega ósammála.
Það er þeim sem aðhyllast vinstri stjórnina hollt að minnast þess að ráðamenn eru einungis venjulegt fólk og fólki förlast!
Það besta er að ég held þú segir þetta af sannfæringu.
Ég er með 18 milljóna lán á húsinu mínu, sem einhvern tíma kostaði 37-38 milljónir. Við þessar skattahækkanir, hækkaði það lán um 80-90.000 kr! Það hækkar afborganirnar og minnkar mínar ráðstöfunartekjur. Ég bara ósköp venjulegur launamaður, sem tók ósköp venjulegt bílalán á myntkörfuláni eins og tugir þúsunda Íslendinga og það var tæpar 3 milljónir en er nú í tæpum 6 milljónum. Bíllinn er kannski í 3-4 milljónum og dugar fyrir 1/2 láninu og þar að auki óseljanlegur. Maður er í þeirri aðstöðu að maður getur ekkert gert, hvorki selt húsið eða bílinn. Manni líður eins og einhverjum sem er stillt upp við vegg og bíður eftir því að verða skotinn.
Ég á heima í Reykjanesbæ, en vinnustaður minn var færður til Reykjavíkur. Ég er því neyddur til að aka á milli, því ég losna ekki við húsið mitt og get því ekki flutt í nágrenni við minn núverandi vinnustað!
Það sem þarf að gera er svo ótal, ótal margt en það sem á að setja í algjöran forgang er að lækka verðbólguna og afnema verðtrygginguna.
Og svona - by the way - það eru ekki alltaf þeir sem eru lægstir í tekjustiganum sem hafa það verst í dag, heldur þeir sem skulda og hafa misst vel launaða vinnu eða þeir sem hafa lækkað mikið í launum eða þeir sem tóku erlend íbúðarlán o.s.frv. Sem betur hef ég enn vinnuna og þótt laun mín hafi lækkað hef ég ekki enn verið skorinn niður við trog!
Það er eins og ráðamenn - núverandi og fyrrverandi - átti sig ekki á hvað hefur gerst!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.5.2009 kl. 10:03
Takk kærlega fyrir innlitið og góðar athugasemdir, Guðbjörn.
Ég er ekki að segja að útfærslan á þessu hafi verið gallalaus. Ég er ekki heldur í "með stjórninni" liðinu.
En mér fannst umræðan um þessar breytingar samt mjög, mjög einhliða. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að leysa fjarhagsvanda fólks eða gefa ráð eða koma með lausnir. En ef eldsneytisverð hefði verið eðlilegt ( stöðugt yfir verðið sem þð er núna, eða helst hærra ) , þá hefðu verið til vel nýtsamlegir almeningssamgöngur á milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur á viðráðanlegu verði. ( Að ég tel .
Það getur líka verið að menn sem allir fara þessa sömu leið (meir og minna ) geti samnýtt bíla og sparað töluvert í rekstrarkostnaði.
Tek að lokum undir að ráðamenn, sem er venjulegt fólk, virðist ansi oft fjarlægast fólkinu þegar það kemst til valda.
Morten Lange, 30.5.2009 kl. 11:52
Morten, það er bara þannig að stjórnmálamenn allra flokka eru því miður bæði glæpamenn og fífl og í kringum þá stendur hópur af rökkum sem ver þá hvað sem það kostar í von um bita af borðum þeirra.
Þessi aðgerð eykur tekjur ríkissjóðs um rúman 5 milljarða nettó og sennilega ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar, þetta er nánast sama upphæð og verið er til listamannalauna á ári. Ég spyr er það réttlætanlegt að ríkið haldi mönnum þannig uppi á fullum launum en þeir fái svo afraksturinn í sinn vasa og eru 1600 mánaðarlaun ekki allavega heldur vel í lagt hjá ekki stærri þjóð en okkar en þetta slagar hátt í 1% fólks á vinnumarkaði. En jafnframt færir þessi aðgerð verulega peninga frá öllum þeim sem skulda íbúðarlán og önnur verðtryggðlán vegna hækkaðrar vísitölu og afborgunar sem síðan þýðir minni neyslu og síðan fækkun atvinnutækifæra og svo framvegis.
Það er einfaldlega komið nóg af þessari stjórn Samspillingarinnar og Vinstri Gráðugra.
Einar Þór Strand, 30.5.2009 kl. 21:40
Jarðefnaeldsneytið er mjög takmörkuð gæði. Það er hins vegar mjög mikilvægt til að sinna tiltekinni örkuþörf langt fram í tímann, þar sem annarra úrræða er ekki að vænta eða eru alla vega ekki í augsýn. Á því verði, sem það fæst nú um stundir, er það of ódýrt og leiðir það til sóunar. Ég tel t.d. að það sé afar ónáttúrulegt að ég, meðalskussinn, geti farið um hnöttinn endilangan nánast hvenær sem mér dettur í hug. En þannig er því farið og svo mörgu öðru.
Þetta hlýtur að breytast um okkar daga.
Sigurbjörn Sveinsson, 3.6.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.