29.7.2009 | 16:52
Ókostir hjólahjálma skýrari en kostir ?
Þegar hjálmur eigi lykilþátt í slysum þar sem liggur við að notandinn sé kyrktur, þá er orsök og afleiðing nokkuð skýr. Oft er haldið fram að hjálmar hafi bjargað hjólreiðamönnum, en ef grannt er skoðað er það alls ekki eins sannfærandi.
Menn virðist halda að ef hjálmur brotnar, þá hefði hausinn "brotnað". Það er gefið mál að svoleiðis fullyrðingar fái sjaldan staðist. í alvarlegustum tilfellum kæmi kúlu, þá brák á höfuðkúpu og svo brot. En það er ekki höfuðkúpan sem við þurfum að vernda, heldur heilann. Sérfræðingar um hjálma segja að nútíma hjálma séu 1) síðri í styrk og dempun en eldri hjálmar 2) með of stífu frauðplasti sem kremjist við 22 km/klst árekstra við prófun á hjálma, vel að merka með stál-líkön af höfuð í hjálminum. En höfuðkúpan er mun mýkri og hefði þurft mýkri frauðplast en það sem er hannað til að standast prófanir með stál-hausa.
Í grein MBL undir fyrir sögninni "Átta ára stúlku hætt komin" sem þessi færsla er tengd við, stendur :
"Hér á landi eru skráð 9 tilfelli frá árinu 1992 þar sem litlu munaði að illa færi þegar barn festist í reiðhjólahjálmi í leiktæki. "
Þarf ekki að taka hjálmaáróðrinum upp til skoðunar og taka mark á heildarúttektum á rannsóknum um hjálma ? Þeir segja að stóraukin hjálmanotkun hafi skilað minna en litlu þegar neikvæðir og jákvæðir eru teknir saman.
Ég hef áður bloggað um hvernig of miklum krafti sé lagt í áróðri fyrir hjálma vegna hjólreiða, miðað við aðra hluti sem mundi hafa miklu jákvæðari áhrif á öryggi og lýðheilsu. Ég hef vitnað í rannsóknir, og ef menn spyrja get ég bent á þá aftur. En hef ekki tíma núna. Bendi fólk á að kíkja á Wikipedia og athuga greinina Bicycle helmet, eða íslenska greinina, og til dæmis leita í leitarvél að grein BMJ "Three lessons for a better cycling future"
Já og þessi Norska og ferska grein sem segir frá rannsóknarniðurstöður :
http://samferdsel.toi.no/article27673-1153.html
Hingað til hafa hjálma-áróðursmenn varla viljað hlusta á rök og ábendingar um að þau hafi kannski eitthvað aðeins verið að ýkja hætturnar við hjólreiðar og gagnsemi hjálma. Þau ættu að skoða heildarmyndina. Mögulega líka endurmeta hjálmaáróðri vegna tómstundaiðju, líkamsrækt og útivist á línuskautum, hjólabrettum ofl.
Tek að lokum fram að ég sé auðvitað ekki á móti að fólki sem finnst þægilegt að nota hjálm noti þau áfram. Frjálst val, en vel upplýst.
Þess vegna er skref í ranga átt þegar drög að breyttum umferðarlögum leggi til að færa hjálmskyldu barna úr reglugerð í lög og halda opnum möguleikann að ráðherra geti þvingað hjálma á fullorðnum. Það stóð til að nota heimildin fyrir nokkrum árum, án íhlutunar Alþingis, en var stoppað eftir að vísindagögn og sterk rök voru lögð fram. Ekki að ástæðan fyrir að bakkað var fékkst staðfest frá ráðuneytinu... Gegnsæið ekki alveg komið í tísku.
Og í blálokin : Ég vona innilega stúlkan hafi ekki verði meint af svo neinu nemi og að eymsli og annað hverfi hratt.
( Afsakið málfarið .. Ég verð að fara ... Nokkrum klst seinna : Búinn að laga það augljósasta ..)
Átta ára stúlka hætt komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Samgöngur, Vísindi og fræði | Breytt 30.7.2009 kl. 14:31 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
I am really not at all a fan of helmet laws. Find them pretty offensive, actually. State interference in its most egregious.
Lissy (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:20
Fólk sem hefur ekki hundsvit á hjólreiðum vill skylda notkun hjálma við allar aðstæður. Sama fólk, sem aldrei notar sjálft strætisvagna, hannar strætókerfi sem ganga smám saman af almenningssamgöngum dauðum. Síðan drukknum við í einkabílisma sem eyðileggur umhverfið og setur bæði okkur og sameiginlega sjóði okkar á hausinn en er afskaplega arðbær fyrir fjárhagsleg hagsmunaöfl. Sem vafalaust kosta þessi opinberu kontrólfrík til að byrja með.
Baldur Fjölnisson, 29.7.2009 kl. 20:17
Ekki afsaka málfarið. Þú skrifar greinargóðan texta og vel skiljanlega íslensku. Svo á málfarið pottþétt aðeins eftir að batna með tíma og notkun málsins.
Mér dettur í hug að ýmsir aðrir sem hafa að mestu skrifað og talað rétt mál en ráðist vísvitandi að okkar sameiginlega arfi og þjóðarverðmætum, sem með réttu ættu að biðjast afsökunar...en gera það alls ekki.
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:42
Festa fingur á málefninu, Fimmta valdið, ekki reyna að drepa málunum á dreif með ómerkilegum trixum.
Baldur Fjölnisson, 29.7.2009 kl. 21:53
Takk kærlega fyrir athugasemdirnar, undirtektir og jákvæð viðbrögð :-)
Morten Lange, 30.7.2009 kl. 00:10
Íslenskan var fín. Miklu betri en hjá mörgum innfæddum.
Elvar (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 02:14
Athyglisvert. Hef lengi efast um hjálmaáróðurinn, a.m.k. gagnvart fullorðnum. Ekki síst í ljósi þess hvað hjólreiðum er illa sinnt -- og hvað yfirvöld skipta sér lítið af öðrum búnaði en hjálmum.
Mörður Árnason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:21
Takk fyrir innlítið, Mörður, og fyrir góða punkta.
Nú veltum við í hjólasamtökunum fyrir okkur hvernig sé hægt að fá löggjafann til að hlusta á rökum úr munni þeirra sem þekkingu hafa.
Reynslan hingað til, í málum hjólreiðamana er mjög blendin. En ákveðin bati er að skynja. Og ekki skemmir fyrir þegar nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins kemst að þeirri niðurstöðu að auknar hjólreiðar og göngu sé ein af þeim leiðum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem skera sér úr með að gefa hagnað í þjóðarbúið.
( Leitið að orðstofninum hjólreið á þessari síðu og í skýrslunni, ásamt grafinu :
http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442 )
Morten Lange, 30.7.2009 kl. 14:47
Takk, Elvar :-)
Morten Lange, 30.7.2009 kl. 14:48
Ég lenti á hausnum á hjólinu mínu fyrir allnokkru en var með of stífar bremsur að framan en það er stórhættulegt(muniði Svandísi Svavard. VG).Ég vil sjá meiri áróður og fræðslu um búnað hjóla.
hörður halldórsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 16:02
Litla þekkingu hef ég á umræðum eða álitsgerðum um gagnsemi notkunar reiðhjólahjálma. Eftir að hafa tvisvar fallið af reiðhjóli á um 30 km/klst ferð hér á rúmu ári - og þá slengdist hausinn að lokum í jörðina - hef ég hins vegar engar efasemdir um gagnsemina.
Engan skaða hlaut ég á höfði eða heila, að því er talið var. Í seinna skiptið brast hjálmurinn svo tryggingafélagið borgaði út nýjan. (Hér í Frakklandi eru flestir ef ekki allir tómstundahjólamenn í félagi og árgjaldinu fylgir trygging vegna hugsanlegs tjóns á tækjum og til að standa straum af sjúkrakostnaði vegna meiðsla.)
Félagi minn einn datt í fyrrasumar og hjálmurinn brotnaði í nokkur stykki en hausinn slapp að öðru leyti alveg, enginn skaði á heila og ekki skráma á höfði.
Ég ímynda mér að það sé einhver ástæða fyrir því, að skylt er þeim sem taka þátt í reiðhjólakeppnum hér í Frakklandi - og þeir skipta hundruð þúsunda á ári - að bera hjálm á höfði.
Hvað ætli læknum finnist sem fengist hafa við höfuð- og önnur meiðsl reiðhjólamanna sammála því að í hjálmi sé engin vörn? Eða lítið sem ekkert gagn. Ég ímynda mér að ég hefði fengið meira en kúlu á hausinn í þessi tvö skipti sem hann slengdist í malbikið hefði ég verið hjálmlaus.
Ágúst Ásgeirsson, 30.7.2009 kl. 17:09
Hörður : Þetta er alveg rétt hjá þér. Það vantar fræðslu um búnaði, og rétta notkun á reiðhjólum. Verkefnið Hjólafærni er tilraun til að mæta þessa þörf. Sjá til dæmis hér :
http://www.fjallahjolaklubburinn.is/content/view/357/90/
Og til dæmis blogg Árna, og fastir tenglar á bloggi hans. Árni er einn af þeim sem býður kennslu í Hjólafærni, líka handa fullorðnum :
http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/906411/
Morten Lange, 31.7.2009 kl. 02:08
Hjálmar á alla er tískufyrirbrigði á Íslandi. Öll börn og helst fullorðnir eiga að vera með hjálma og þar við situr hjá þeim sem berjast fyrir almennr hjálmanotkun.
Þeir eru aftur á móti afskaplega latir að fræða fólk og foreldra um hvernig nota skuli hjálm, s.s. stilla hann svo hann virki rétt, benda á að þykkar húfur eiga ekki að vera undir hjálmum og svo framvegis.
Reyndar kemur einhver í skólana og fræðir börnin um hvað skuli gera og svo eru þau send með kassa heim með hjálm í.
Það er nefnilega málið að það er margt auðveldara en að stilla hjálm rétt á barn þannig að hann sé bæði þægilegur og að fullu gagnlegur.
Sorglegt oft að horfa á börn með hjálmana fáránlega á sér af því að friðþæging foreldra nær oft ekki lengra en að það dugi að það sé eitthvað illa ásett pottlok á hausnum á krakkanum
Vilberg Helgason, 31.7.2009 kl. 12:31
Ágúst : Afstaða þín er mjög skiljanleg, og algeng. En ég var ekki að gagnsemi af hjólahjálma sé í öllum tilvikum litill.
Ég var að tala um vissu fyrir því að hjálmurinn hafi bjargað mjög, mjög miklu í tilteknum slysum, eins og oftast er blákalt hjaldið fram. Og það án þess að leitað sé til sérfræðinga hvorki um höfuðmeiðsl né hjálma.
Í annan stað var ég að tala um það sem skiptir máli til leiðbeininga fyrir þá sem ætla að ákveða hvort þeir vilja leggja miklum fjármunum og mannafla í því að reka áróður fyrir hjálma.
Varandi ákvörðun um áróður, þá er það heildaráhrifin sem skiptir máli, en ekki hvað gerist í einstökum slysum. Slysin eru mjög misjöfn eins og við sem hjólreiðamenn erum misjöfn og "gagnaðilinn" ef einhver sömuleiðis. Svo eru hjálmar misjafnir, misgamlir/lúnir, og passa misjafnlega vel og eru misjafnlega vel stilltir. Þess vegna athugar maður hvernig þetta virkar yfir stóran fjölda hjólreiðamanna. Og maður þarf helst að hafa gögn yfir langan tíma og best er ef hægt sé að bera saman hópa.
Svoleiðis gögn eru til og hafa verið rannsökuð og sýna sem sagt litla virkni þegar á heildina er lítið. Sjá til dæmis norska greinin sem ég vitnaði í. http://samferdsel.toi.no/article27673-1153.html
Auk þess koma inn í myndinni ýmis konar áhrif sem menn hefðu kannski ekki spáð í. Það er niðurstaða margra fræðimanna, að skýrasti afleiðingin af því að þvinga hjólreiðamenn til að nota hjálma (til dæmis í Ástralíu og á Nýja Sjálandi), hafi verið að fækka hjólreiðamönnum. En þegar fólki sem hjólar reglulega fækki, þá er það mjög neikvætt fyrir lýðheilsu. Rannsóknir benda mjög sterklega til ("sýna" er oftast sagt, þó það sé einföldun ) að hjólreiðar til samgangna lengja lífið, fækka veikindadögum og spara heilbrigðiskerfinu og vinnuveitendur stórar upphæðir. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO byggir á þessar niðurstöður í sínu reiknilikani fyri borgi sem bjóði upp á að reikna ávinningi af auknum hjólreiðum. Nýleg skýrsla frá Umhverfisráðuneytinu um leiðir til að minnka útblæstri GHL notast líka við þessa vitneskju.
Læknar sem hafa fengist við höfuðmeiðsl hjólreiðamanna hafa fengist við langtum fleiri tilfelli þar sem orsökin eru slys í bilum, föll í tröppum og í baði, og svo framvegis. Nýlega heyrði ég að fólk sem er ekki í bilbeltum og hendist út úr bílunum hljóta oft alvarleg höfuðmeiðsl. Ökuþórar nota hjálma. "Það hlýtur að vera ástæða fyrir því "....
Ástæðan fyrir að þvinga frauðplasthatta á þátttakenda í hjólakeppnum, hefur sennilega ekki verið vel rannsökuð. Líklega var treyst á villandi og gömlum vísindaskýrslum en mest stólað á almena "skynsemi", sem í þessu tilviki ekki gefur rétta svarið. Mér skilst reyndar að hvorki alvarlegum höfuðmeiðslum né dauðsföllum hafi fækkað í stórum hjólamótum eftir að hjálmaskyldan kom. Sumir segja þvert á móti. Menn taka kannski meiri áhætta, og ofmeta öryggið sem hjálmarnir veita ? Vel skreyttir frauðplasthattar eiga lítið sameiginlegt við mótorhjólahjálma, og jafnvel þó að maður taki mismun í hraða þessara ferðamáta með í reikningnum.
Hins vegar þá er auðvitað mikill munur á hjólreiðakeppnum, og æfingum fyrir svoleiðis keppnum og því sem venjulegir samgöngu- og útivistahjólreiðamenn lenda í. Þá eru aðrar aðstæður líka töluvert öðruvísi. Hraði. Magn og verð á búnaði, kringumstæður og gagnsemi hjólaferða og margt fleira. Ég sé enga ástæðu fyrir mig til að mæla gegn hjálmaskyldu í íþróttum. Enda margt ólíkt með samgönguhjólreiðar og keppnir eins og sagði. Og kraftana meiri þörf annarsstaðar, auk þess sem litlar rannsóknir liggja fyrir á þessu sviði.
Þetta með hjálmaáróður og hjálmaskylda er stórt og flókið og mikilvægt umræðuefni. Ekki síst vega þess að þetta sé gott dæmi um sjálfsblekking okkar og hættuvæðing (Dangerisation á ensku) . Sjálfur varð ég fyrst nokkuð sannfærður um að hjálmaáróður væri gott fé og athygli illa varið eftir að hafa lesið mjög ítarlegum skýrslum ( tugum) og rætt við erlenda sérfræðinga í yfir 12 mánuði.
Morten Lange, 31.7.2009 kl. 12:44
Góðir punktar, Vilbeg.
Stulkan í fréttinni var ekki með hjálm af réttri stærð , samkvæmt fréttinni. Og samkvæmt orðum blaðamannsins bjargaði það að ekki fór verr í þessu tilviki. Þeta er sannarlega vandrataður vegur.
Morten Lange, 31.7.2009 kl. 12:47
Persónulega hef ég strákana mína með hjólabrettahjálma þegar þeir hjóla, taka minna pláss yfir höfuðið og venda hnakkan betur og nýtast á línuskautum, skautum, reiðhjóli og eru mun auðveldar skorðaðir af á hausnum heldur en þessir straumlínulöguðu hjálmar sem allir fá.
Hreinlega skil ekki hönnunina á barnahjálmum kiwanisfélagsins og eimskipa sem eru hugsaðir að kljúfa vind sem best og vera með gott loftflæði.... það er ekki eins og vindbrot breyti krakka neinu né að þau séu í þannig hjólreiðum að loftræsting hjálmana skipti sköpum.
Vilberg Helgason, 31.7.2009 kl. 19:17
He-he.
Ég nota sjálfur svoleiðis hjálm : frekar kúlulaga og með harðari og sléttari yfirborð. Það er að segja þegar ég grip til hjálmsins yfirleitt. Tel þá vera öruggara varðandi snúning á heilann. Sumir sérfræðingar tala um að mjúkir hjálmar geta gert illt verra varðandi snúningskrafta á heilann, vegna þess að hjálmurinn grípur í yfirborðið frekar en að renna. Og að hafa þá ekki slétta né kúlulaga virkar í sömu átt. Það eru margar rannsóknir sem gera greinarmun á mjúkum og hörðum hjálmum yfirleitt og finna mun á þeim í verndargildi.
Morten Lange, 1.8.2009 kl. 00:33
Þetta átti nú bara að vera smá innlegg hjá mér, en ég sé að þú hefur haft fyrir því að svara mér. Þú ræðir þessi mál ítarlega og með miklum rökum og treysti ég mér ekki í neinar rökræður um hjálma því mig skortir alla þekkingu til þess, utan eigin reynslu.
Þetta er greinilega stórt mál og flókið og mikilvægt umræðuefni, eins og þú segir. Þakka þér, ég reyni kannski að setja mig aðeins inn í þessi mál.
Ágúst Ásgeirsson, 1.8.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.