Leita í fréttum mbl.is

Tvöföldun sveitarvega er svo 2007

Tvöföldun kostar margfalt meira en 2+1, og kostar uppkaup á landi, og lengingu undirbúnings og framkvæmdatíma.  Það þýðir að aðrar úrbætur verða að biða.  Þar að auki held ég að aðalrökin hjá mörgum sé  í raun þægindi frekar en öryggi.  2+2 gæfi meiri þægindi sem mundi auka umferð og þar með fjölga slysum miðað við 2+1.  Og ýta undir sóun á bensíni og aukin mengun.  Annars tel ég að á  bloggi Birkis Þórs komi fram ágæt rök um öryggishliðina .  Hef sjálfur bloggað um þessi mál oft áður.

Að lokum : Væri ekki ágætt að gá úr hverju fólk deyr hér á landi ?   Hreyfingarleysi er miklu stærri vandamál  en umferðarslysin miðað  við fjöldi dauðsfalla og jafnvel fjöldi af töpuðum lífárum. 

 

 


mbl.is Telja tvöföldun Suðurlandsvegar brýnasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er þér sammála.   Ég ek reyndar mikið austur fyrir fjall og ætti því kannski að vilja frekar 2+2 en 2+1, en mér finnst að skynsemin eigi að ráða.

Mér hefur virst sem hringtorgin við Rauðavatn og Hveragerði séu aðal ástæða umferðateppu, sem einstaka sinnum verður um ferðahelgar.

Síðan, þegar umferðarþunginn kallar á 2+2 í stað 2+1, þá er auðvelt að breyta 2+1 í    2+2 með vegriði.   2+2 með vegriði er töluvert ódýrari lausn en 2+2 án vegriðs, þ.e. eins og Reykjanesbrautin

Ágúst H Bjarnason, 4.8.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Jóhann

Þið getið nú rétt ímyndað ykkur hvort það sé ekki dýrara að leggja fyrst 2+1 veg og breyta honum svo í 2+2 en að leggja strax 2+2 veg.

Tvíverknaður hefur aldrei borgað sig.

Jóhann, 14.8.2009 kl. 18:54

3 Smámynd: Jóhann

Morten, hvernig ferðu að því að tengja saman hreyfingarleysi og samgöngur landshluta á milli?

Jóhann, 14.8.2009 kl. 18:56

4 Smámynd: Morten Lange

Jóhann, fyrirgefðu hvað ég sé seinn að svara.

Tengingin á milli hreyfingarleysi og samgöngur landshluta á milli er bæði varðandi framkvæmdafé í samgöngur, ríkisfjármál meira almennt,  lýðheilsu og umferðaröryggi, sýnileiki í opinberri umræðu og fræðigreinar sem tengjast þessu. Svo mætti draga inn ýmis konar alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir en ekki er að sinna nægilega, eins og tilfellið sé með flest ríki. 

En væri hægt að dýpka þessu töluvert á öllum þessum atriðum.

Ertu einhverju nær ?  Er eitthvert atriðanna sem þú hefur sérstakan áhuga á að ég skýri nánar frá ? 

Til að skýra stutt þetta með framkvæmdafé í samgöngur þá þarf ég kannski að taka það fram að þetta sé kannski einföldun.  Kannski eru peningar ekki aðalmálið, heldur forgangsröðun og þekking/skilning í stjórnkerfinu.

En raunin er til dæmis að þegar hraðbrautir voru lagðar á milli Reykjavikur og Mosfellsbæjar annarsvegar og Reykjavíkur og Garðabæjar hinsvegar, tiltölulega nýlega, þá var ekkert gert fyrir hjólandi. Ekkert gert til að bæta aðgengi hjólandi svo boðlegt verði að hjóla sömu leiðir til samgangna.  Og ef það voru einhverjar samgöngumátar  sem vöntuðu úrbætur á milli þessara staða þá voru það samgöngur hjólreiðamanna.  En nei, viðbjóðslegar upphæðir voru settar í þessum hraðbrautum og aðgengi hjólreiðamanna versnaði í augum margra. 

Enn er þörfin þarna mjög mikill, en enn er það mengandi  og heilsuspillandi umferðin sem er sett í forgang, með nýkar fokdýrar og að hluta umhverfisspillandi framkvæmdir. 

Nei nánst ekkert er gert fyri  hjólreiðar í samanburð.  Fé veit í hjólreiðar eru hlægilegar upphæðir, líka ef miðað við fjöldi sem stunda þá og vegalendir sem eru farnar.

En hjólreiðar bjarga sennilega fleiri mannslíf ( með því að koma í veg fyrir ótímabærum dauða af völdum margra sjúkdóma, sjá skýrslur Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, og fækka alvarlegum umferðarslysum) á Íslandi en umferðin tekur ár hvert.

Þá segja erlandar vandaðar skýrslur að það að bæta aðgengi hjólandi sé meðal arðbærustu samgönguframkvæmdunum sem völ er á. 

Ég minni aftur á því sem ég sagði í færslunni, og byggir á alþjóðlegum rannsóknum.  : 

Að lokum : Væri ekki ágætt að gá úr hverju fólk deyr hér á landi ?   Hreyfingarleysi er miklu stærri vandamál  en umferðarslysin miðað  við fjöldi dauðsfalla og jafnvel fjöldi af töpuðum lífárum. 

Bæti hér við til útskýringar : 

Talið er að umferðaslysin drepi um 3000 í UK árlega, en mengun úr umferðinni sennilega eitthvað svipað.  Hreyfingarleysi drepi um 5 sinnum fleiri. Svipaðar tölur gilda fyri BNA/ USA , bara um 10 sinnnum hærri. Fleiri umferðarslys á íbúa, en líka meiri offita. 

Rökin sem eru notuð með "tvöföldun"  er iðulega umferðaröryggi.  En en ef við þekkjum aðrar leiðir, sem líka eru umhverfisvænna, og hagkvæmara,  til að draga úr dauðsföllum, á öðrum sviðum samgangna,  þá hlýtur það að eiga erindi inn í umræðuna. 

En það sem gerir það heila grátlegast er að mínu mati að sennilega eru 2+1 öruggari lausnir fyrir  þjóðvegi í þéttbýli  þegar allt kemur til alls en 2+2.    2+2 er bruðl. Svo 2007. 

Morten Lange, 19.8.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband