Leita í fréttum mbl.is

Tvöföldun sveitavega er svo 2007

Frétt Moggans  um að einhver hefur platað "þjóðinni"  til að lita út fyrir að óska sér "tvöföldun"  Suðurlandsvegar er ítrekuð.     Er þá ekki best að ítreka bloggfærslu við fréttina ?

Þetta mjög léleg blaðamennska hjá mbl.is að ekki líka ítreka þau skýru rök á móti "tvöföldun"  sem nokkuð mætir menn hafa borið fram ítrekað og í staðin mælt með 2+1 lausn.

En í rauninni, þá eru mörg önnur mál sem ætti miklu frekar að vinna að en vegavinnu,  svo sem viðhald á opinberum byggingum, bæta aðgengi almenningssamganga, hjólandi og gangandi og lækka umferðarhraða og mæla og sekta þar sem  slysin eru að gerast.  Ekki vilja menn sóa peningana vegna umferðarhnúta sem myndast í nokkur skipti yfir árið og engin vegabygging geti "leyst" ?

Hafa menn ekkert lært um  hugsunina sem leiddi okkur út í kreppuna ? 

Eru menn ekki að vakna og sjá að umferð verði að minnka, ekki auka, vegna heilbrigðissjónarmiða, umhverfissjónsrmiða og nauðsýnlega ráðdeild í útgjöldum og peningamálum ?

Hinn færslan : http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/924805/


mbl.is Telja breikkun Suðurlandsvegar mikilvægasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er víst til lítils að vera að "nöldra" um tvöföldun Suðurlandsvegar. Ég hef í ræðu og riti bent Kristjáni Möller samgönguráðherra á þau gönuhlaup sem hafa verið stöðug í ákvarðanatöku um endurbætur á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Kristján, Björgvin Sigurðsson og Árni Matt. voru ótrúlega samstíga í því að henda allri skynsemi og ráðdeild sem lengst í burtu  þegar teknar voru ákvarðanir um endurbætur Suðurlandsvegar

sem allir eru sammála um að er forgangsmál í samgöngumálum á Íslandi.

En þetta var ákveðið:

1. Elta gamla vegastæðið hvað sem það kostnaði.

2. Ekki mátti minnast á þá gömlu skynsamlegu hugmynd að leggja veginn um Þrengsli, yfir Ölfusið með brú yfir Ölfusá fyrir sunnan Selfoss.

3. Þrátt fyrir að færustu erlendir sérfræðingar og íslenskir einnig teldu að mörgu leyti 2+1 veg betri endurbót og öruggari en 2+2, var haldið fast við 2+2, nógir eru andskotans peningarnir sagði kallinn forðum.

4. 2+2 skyldi það vera þó Haraldur Sigþórsson verkfræðingur hjá Línuhönnun sýndi fram á að 2+2 kostar þrefalt meira en sá góði kostur 2+1.

5. Þrátt fyrir að ég hafi reynt að benda á þá staðreynd hverskonar óráðsía það er að leggja 2+2 yfir Hellisheiði því það munu örugglega koma göng undir heiðina síðar, þá fékk það engan hljómgrunn. Á sama tíma hamrar bormeistari Ísland, Kristján Möller, á að göng undir Vaðlaheiði séu forgangsmál. Víkurskarð er mun lægri og auðveldari vegur en Hellisheiði syðra.

En vitleysan og gönuhlaupin verða að hafa sinn gang. Það er eins og sumir hafi ekkert lært af "Hruninu mikla".

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 13:30

2 identicon

Sammála Sigurði um að endurbæta Þrengsla veginn og gera brú fyrir sunnan Selfoss.Varla vilja Selfyssingar hafa þjóðveg nr.1 í gegnum miðjan bæinn eins og nú er.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 16:29

3 identicon

Því miður Sigurður Grétar þá koma fram alvarlegar rangfærslur hjá þér.  Öruggari 2+1 vegur sem kostar 1/3 af verði 2+2 er ekki til.

Í fyrsta lagi þá er 2+2 vegur öruggari 2+1 vegur.  Samkvæmt Svíum sem hafa notað 2+1 á hliðar og sveitavegi þá er munurinn ekki mikill á sambærilegum vegum.  En Svíjar byggja 2+2 á aðalvegum (hef sjálfur ekið í Svíþjóð og sannreint það).  Öryggi vegarins fer fyrst og fremst eftir hversu vel vegurinn er hannaðar og byggður.  Þar skiptir mestu styrklegi vegriða sem aðskilja akreinar, mislæg gatnamót, vegsýn, vegaxlir o.s.frv.   Það segir sig sjálft að vegur sem kostar 1/3 af verði annars getur aldrei verið öruggari eins og Sigurður reynir hér að halda fram. 

Munurinn á kostnaði á hvern km. í Svínahrauni 2+1 og svo Reykjanesbraut 2+2 með mislægum gatnamótum var um 30%, ef ég man rétt.  Þegar rætt erum 2+1 veg sem þrefalt ódýrari þá þarf að gera ráð fyrir tug hringtorga á veginum.  Auk þess eru engar breytingar gerðar á hliðarvegum sem þýðir fleiri hættulegar tengingar inn á aðalveginn.   Slíkur 2+1 vegur er mun hættulegri en alvöru vegur með mislægum gatnamótum.  Mikil reynsla er af hringatorgalausninni á Vesturlandsvegi milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar (þar sem ég bý).  Ef þið skoðið slysakort umferðarstofu, þá eru slysin öll í kringum hringtorgin þegar fólk byrjar að hægja á sér, þannig að slík vegagerð er margfalt hættulegri vegur með mislægum gatnamótum.   Vegna þess að Morten er áhugamaður um hjólreiðar þá er hinn 1/3 ódýri 2+1 vegur með mörgum hringtorgum aðeins ávísun á slys hjólafólks.  Fyrir utan þá ótrúlegu mengun sem hlýst af því að stöðva bíla við hringtorgið og gefa aftur í.  Ef engin hringtorg væru á þessum vegi er eyðslan á mínum hybrid bíl undir 4,5 á 100 km en vegna hringtorganna á þessari leið fer hann yfir 5 líta á 100 km. allt eftir umferð hversu hratt ég þarf að komast aftur í 80 km.

Í sumar bað lögreglan fólk að hætta nota framúraksturs akreinina í Svínahrauni í miklum umferðarþunga.  Ástæðan var sú að þegar hraðari bílar reyndu að komast á hægari akreinina þá stíflaðist vegurinn.  Ég benti á þennan möguleika síðast þegar þess mál voru rædd hér við litlar undirtektir en nú hefur þetta orðið að veruleika.  Nú hefur það sannast í venjulegri sumarumferð hversu varasamur 2+1 vegur í mikilli umferð.  Í slíku ástandi komast hvorki lögregla, sjúkrabílar, slökkvilið eða björgunarsveitir áfram.  Þegar mest á reynir getur 2+1 orðið að skelfilegri dauðagildru.  Tölum nú ekki um í náttúruhamförum, þá hugsun vil ég ekki hugsa til enda.  Ef rýma þyrfti Reykjavík.

Hver er niðurstaðan:
þrisvar sinnum ódýrari hringtorga 2+1 innanbæjarvegur er miklu hættulegri mengunar slysagildra en alvöru vegur með mislægum gatnamótum og tilheyrandi lagfæringum á hliðarvegum.

Munur á öruggum 2+1 eða 2+2 veg með mislægum gatnamótum er kannski 30% fyrir þessa viðbótar akrein.   Í sumar kom í ljós að 2+1 vegur annar ekki umferðarálaginu.  Þrengingar úr 2 akreinum yfir eina valda algjöru umferðaröngþveiti á álagstímum.  Því er 2+2 vegur sem hefur mikla möguleika til afkasta aukningar eini raunhæfi framtíðar möguleikinn fyrir Suðurland og Höfuðborgarsvæðið sem eitt atvinnusvæði.

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 12:35

4 identicon

Svo að auku Morten minn vil ég gera alvarlega athugasemd við orðið "sveitavegur" þar sem Suðurland og Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði eins og Akranes og Reykjanesið.   Í þessari fyrirsögn kristallast ákveðið yfirlæti og skilningsleysi á þeim sem sækja bæði menntun og atvinnu frá Suðurlandi til Höfuðborgarsvæðins.   Ef Suðurlandsvegurinn væri sveitavegur með vinnuvélum og forvitnum ferðalöngum dugar 1+1 vegur þá þarf ekki einu sinni 2+1.  Jafnvel malavegur væri nóg.  Ég trúi ekki öðru Morten en að þú viðurkennir að þessi fyrirsögn er meira gerð til æsa fólk upp en málefnalegt innlegg inn í umræðuna.

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 12:55

5 Smámynd: Morten Lange

Takk kærlega fyrir ítarlegum athugasemdum,  Óskar.

Ég er  ósammála  flestum af rökunum, en hef ekki tækifæri núna til að verja miklum tíma í að svara.  Punkturinn með að 2+1 ekki anni miklu meiri en 1+1 þegar umferð er þung, er erfitt að andmæla, en rökin sem menn hafa haft mest í frammi eru rök um unferðaröryggi, en ekki verið eins skýrir með að rökstyðja það að þeir hugsa ef til vill mest um  öryggistilfinning, aukin afköst og  þægindi.Varðandi rýmingu, þá vil ég benda á mjög breiðum vegum út frá New Orleans og Houston (að mig minnir) sem gjörsamlega fylltust um árið tengd aftakveðri og flóði. Munar miklu, miklu meiri að rýma svæði með rútum, en að breikka vegi.  Það ætti að gera æfing og sýna fólki fram á þessu.

Varðandi orðin í fyrir sögninni, þá skil ég að hluta viðbrögð þín.  Orsökin fyrir orðavali var að koma eitthvað til skila í fáum orðum, en ég hefði mátt vita að þetta mundi fara fyrir brjóstið á fólki sem notar "þjóðvega í dreifbyli" mikið. 

Þetta með eitt atvinnusvæði er náttúrulega eitthvað sem menn hafa að hluta búið til, og var að hluta gert með því að hafa samgöngur "greiðar", bensínið ódýrt, íbúðaverð hátt á höfuðborgarsvæðinu og svo framvegis.

Morten Lange, 6.8.2009 kl. 14:46

6 identicon

2+2 vegur á Hellisheiði á lítið sameiginlegt við motorway eða highway í milljónaborgum í Bandaríkjunum.   Ég ef ekið Bandaríkin frá norður til suðurs á vesturströndinni og um mörg ríki austurstrandarinnar.  Ég veit hvað þú ert að tala um en það á alls ekki við hér landi, hreinlega alls ekki í stærð mannvirkja.

Ódýr 2+1 vegur með tug hringtorga er til skaða fyrir vegfarendur með fleiri umferðaróhöpp og slys, svo einfalt er það.  Þú getur séð hvernig hringtorgin við Mosfellsbæ hafa leikið umferðina.  Þetta sama mun gerast á Suðurlandsvegi með 2+1 hringtorgalausn.  Til að hanna veginn fyrir hjólandi, hestamenn og gangandi vegfarendur þarf að byggja veginn með mislægum gatnamótum.  Sú lausn sem þú mælir með Morten er í raun sú lausn sem er hættulegustu hjólreiðafólki.  Fyrir utan þá óhemju óþarfa mengum og orkusóun sem hlýst af hringtorgum.   Ég held að þú ættir að hugsa þig tvisvar um með þessari "ódýru" 2+1 lausn fyrir Suðurlandsveginn. 

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:56

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sem betur fer hlustar Kristján Möller ekki á bull.

Ef að við myndu leggja Suðurlandsveg fyrir Sigurð Grétar um túnfótin í Þorláklshöfn yrði hann um 20 kílómetrum lengri en um Hellisheiði og að öllu jöfnu hefur það verið markmið að bæði auka öryggi og stytta vegalengdir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.8.2009 kl. 13:30

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Eitt en Morten, það getur velverið að í þínum augum sé Suðurlandsvegur sveitavegur en gerðu okkur sveitafólkin þann greiða að halda þig bara í höfuðborginni það munar um hvern bíl á þessum "sveitavegi"

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.8.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband