Leita í fréttum mbl.is

Aumt skref í sjálfbærri þróun

Það er verið að nota orðið "sjálfbært"  að hluta til með skírskotun í Sjálfbærri þróun hjá aðstandendum "Driving Sustainability" og svo líka í þessa frétt, og það er eiginlega blekking.

Menn þykjast samt líka nota orðið sjálfbært í merkinguna sjálfbjarga, en áður en orðið  sjálfbærni var tekið upp í tengsl við sjálfbærri þróun þá er hæpið að menn höfðu valið að nota þetta orð frekar en sjálfbjarga. Ef menn hefðu í alvöru verið að spá í sjálfbærri þróun, þá hefðu menn gert það mjög skýrt hvaða takmarkanir séu á þessum "lausnum" sem er verið að bjóða varðandi að knýja rándýrum bílum. (Rándýrum í formi efnanotkunar, mengunar, alvarlega lýðheilsuáhrifa, borgarumhverfis og fleira). Þetta með að skipta um eldsneyti getur að hámarki verið lítill hluti í fjölbreyttum pakka á leiðinni til sjálfbærrar þróunar.  Vandinn tengd einkabifreiðum er svo miklu, miklu  stærri en bara útblæstrinum sem myndist við notkun.  Það er sýnd að ekki sérfræðingar í sjálfbærni úr háskólasamfélaginu og þess háttar hafa komið fram með þessi rök.  ( Keisarinn er án fata segi ég samt )

http://newmobilityagenda.blogspot.com/2009/08/evs-first-clarification-on-impact-in.html 


mbl.is Sjálfbært Ísland í bílaeldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Þessi tengill þarna fyrir ofan er glettin athugasemd. Glettin athugasemd við þessa tilhneigingu um að láta að því liggja að rafmagnsbílar og þess háttar séu að leysa helstu vandamálin er tengjast ofnotkun bíla í borgum og þéttbýli.  

Margt áhugavert að lesa á þessum vefsetri, sem líka gengur undir nafninu Worldstreets.org

Morten Lange, 14.9.2009 kl. 12:00

2 identicon

Sammála. Ég vil nú meina að þessi ofuráhersla á ill áhrif CO2 blindi fólk.  Áróðurinn hljómar eins og allt leysist ef CO2 er dælt ofan í jörðina.

Ég hjólaði um alla Reykjavík frá því að ég var tólf ára en nú þori ég það varla lengur. Ég er skíthræddur við farsímanotkunina, hraðann og bílafjöldann í þessari röð. Bara ef fólk hætti að blaðra í farsíma og einbeitti sér að akstrinum, þá væri hægt að spara mikið með færri árekstrum og með betri almenningssamgöngum held ég að hinn margumtalaði "vandi heimilanna" væri leystur. 

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 05:40

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er eins og í mörgu öðru ekki til bara ein lausn. Auðvitað ber að fagna því að stefnan er að nota umhverfisvænna eldsneyti og minna eyðslugrennri bíla. Jafnhlíða því þarf auðvitað að stórefla almenningssamgöngur og búa til góða vegi fyrir hjólreiðafólkið, ekki spurning!

Úrsúla Jünemann, 15.9.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: Morten Lange

Við erum flest sammála um að rafmagn og metan ( t.d úr sorpi) á bíla sé gott mál, en að halda því fram að bílar geti verið sjálfbærir er firra. Í mestu lagi er þetta meðalgott skref á þeirri vegferð  að nálgast  sjálfbærni.  Ég kallaði þetta aumt skref, en það var aðallega vegna hversu of-seld  "lausnin"  sé, og hvernig verið sé að blekkja fólki, fjármagnara og stjórnmálamanna með orðræðu sem ekki eiga sér stoð í veruleikann né fræði.

Miklu frekar  ætti að styrkja raunverulega umhverfisvænar lausnir í samgöngumálum, og sér í lagi  hjólreiðar og göngu sem eru mjög heilsubætandi og þannig spari peninga í samfélaginu og í heimilum, en að henda stórfé í aðeins grænni, en jafn plásskrefandi og jafn hættulegir bílar.   

En heimurinn er óréttlátt og óskynsöm, og þess vegna mundi maður sennilega sættast á að 20% þess fé, tíma og athygli sem er veitt í  aðeins grænni bíla yrði veitt í að leiðrétta samkeppnisstöðu virkilega sjálfbærra samgangna. Ekki bara gerð hjólreiðabrauta og lækkun hámarkshraða, heldur fagleg umfjöllun í ráðuneytum, jafnrétti í skattamálum, niðurfellingu gjalda og skatta, en ekki síst alvöru samráð.  Samráð yfirvalda við þá sem þekkja til er varðar göngu og hjólreiðar hefur færst í aukanna en þróunin  gengur samt hægt... 

Hvers vegna 20% ?  Þægileg tala og samsvari gróflega  þátt gangandi og hjólandi í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu, reiknað í fjölda ferða.  Að vísu lægri í kílómetrum talið, en svo eru hjólreiðar og göngu, ásamt almenningssamgöngum  svo miklu betri og raunhæfari lausnum ef menn eru í alvöru að spá í sjálfbærri þróun. 

Kíkið á worldstreets.org  ef ykkur langar að sjá fleiri ræða á svipuðum nótum. 

Morten Lange, 16.9.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband