Leita í fréttum mbl.is

.. og eykur likur á hjarta- og kransæðasjúkdóma, dráp af gáleysi ofl

Það er ekki eins og Volkswagen hafa fundið upp reiðhjólið.

Ef menn vilja einstaklingsökutæki til notkunar innanbæjar - nú eða tveggja manna, þá er ekkert sem slær reiðhjólinu við.  Að þessi bíll sé hampað sem eiginleg lausn er þröngsýni og misskilin einstaklingshyggja. 

Mótrök með vandaðan rökstuðning, sem tekur mið af sjálfbærri þróun, það er að segja ein jörð og jafnrétti milli kynslóða og milli allra manna,  eru tekin fagnaði, ef einhver skyldu luma á svoleiðis. (Gangi ykkur vel hihi ) 


mbl.is Eyðir 1,38 lítrum á hundraðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góði formaður Fjallahjólaklúbbsins!  Ég vil gjarnan láta vita af því, að ekki er nóg að hjólið sé mitt farartæki, það er min líkamsrækt líka.  Ef fólk hefur lélega fætur, eins og ég, þá er hjólið algjör bjargvættur. Það er mlklu léttara að hjóla en að ganga. Mér finnst hins vegar að meira mætti gera fyrir okkar öryggi, þó að ég sé óhrædd við umferðina.  Það eru ekki allir hins vegar, og segjast ekki þora.......... út í umferð

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir góða kveðju, Vigdís :-)

Ég er reyndar  ekki formaður Íslenska Fjallahjólaklúbbsins, heldur Landssamtaka hjólreiðamanna. 

Það sem við erum að gera til að auka öryggi og öryggistilfinning hjólreiðamanna, bæði samtökin og reyndar fleiri, er að til dæmis:

  • Ýta undir fjölgun hjólreiðamanna
  • Styðja við og vinna í verkefninu Hjólafærni, sem kennir fólki að hjóla af öryggi um og á göturnar
  • Halda umræðuna um hjólreiðar og jákvæðar afleiðinga þeirra á samfélaginu
  • þrýsta á um lagningu hjólreiðabrauta á mili nágrannasveitarfélaga og hverfa sem valkost við krókótta stíga og óþægilegum stofnbrautum
  • Þrýsta á um fjölgun Hjólavísa á tiltölulega rólegum götum
  • Sitja fundi í umferðarráði og vera virkir þar
  • Vinna með ýmsum aðilum til að vinna að heildarhagsmuni íbúa landsins, svo sem sveitarfélög, og sér í lagi Reykjavík, Samtök um bíllausan lífsstíl, Lýðheilsustöð, ÍSÍ - Hjólað í vinnuna, íbúasamtök, o.m.fl.
  • Vinna gagnvart yfirvöldum til að lagfæra umferðarreglur og annað, gera athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum vegaframkvæmda, samband við skipulagsyfirvöld o.m.fl
( Gæti haldið áfram og hef eflaust gleymst einhverju, en verð að stoppa hér um sinn )

Morten Lange, 21.9.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Tæplega ætla Volkswagen að markaððsetja þennan bíl sem valkost í stað reiðhjóls, miklu frekar sem raunhæfan valkost í stað hefðbundins bíls. Þannig er varla hægt að segja að þessi ágæta uppfinning auki hreyfingaleysi, hjarta- og æðasjúkdóma.

Reiðhjólum má hampa miklu meira og greiða götu þeirra í umferðinni, en það þarf ekki að útiloka frekari þróun bíla, sem ég held að við losnum ekki við í bráð.

Kveðja, Skeggi - reiðhjóla- og bíleigandi 

Skeggi Skaftason, 21.9.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband