30.11.2009 | 08:07
Gott mál að hækka bensín ofl. Minnkið tenginguna við lánin
Það er margt gott við að hækka álögur á ofnotkun okkar á bíla. Allt of lengi hefur almenningur, hvort sem hann notar bíll eða ekki verið að niðurgreiða þessu, í gegnum áratuginn og í flestum ef ekki öllum löndum. Greinin mbl.is sem þessi færsla er tengd við talar um að standa undir framkvæmdir í vegamálum. Það stenst vist ekki. Kíkið á grein Árna Davíðs :
Meðgjöf hins opinbera með bílaeigendum
Og hvað með allt hitt ? Umferðarslysin, hreyfingarleysið sem að öllum líkindum drepur mun fleiri á ári en umferðarslysin. Á meginlandinu er þar að auki reiknað með að mengunin, svo sem hættulega sót-svifrykið úr púströrunum og mengunarsúpan úr bílunum drepi mun fleiri en árekstrar og útafkeyrslur á hverju ári (WHO - Aljóða heilbriðgismálastofnunin) .
þess vegna er vel við hæfi að auka álögur á bílanotkun og bílum. Það er líka viðbúið að ólíuverð mun hækka verulega á næstu árum eða amk næstu áratugina. Hví ekki undirbúa neytendur strax undir þessa hækkun sem mun koma.
En auðvitað er mjög súrt, ekki síst fyrir þá sem nota ekki bíl, að ofnotkun bíla, geri það að verki að allt sem tengist bíla skipa óeðlilega stóran sess í bansetta verðtrygginguna á húslánum. Hvað er svona erfitt með að allavega minnka vægi bílatengdra gjalda um helming eða 70% í vísitölu sem verðtryggingin byggist á ? Neysluvísitalan má kannski vera óbreyttur, en fáum aðra vísitölu fyrir húsnæðislánin. Fyrir utan að upplýsa fólkið um hvernig gangi að undirbúa aftengingu verðtryggings. Þannig að allt sé til reiðu þegar ríkisstjórnin í visku sinni telur gerlegt að afnema verðtrygginguna.
Nú munu fjölmiðlar ábyggilega leyfa FÍB að blása aftur "um hvað er mikið lagt á fjölskyldurnar". Af hverju ekki leyfa Samtök um bíllausan lífsstíl að komast að í umræðunn, svona af og til. Kannski hafa þau eittvað áhugavert og ekki síður upplýsandi til málanna að leggja ?
Bensínið kostar 60.000 meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði, Samgöngur | Breytt 1.12.2009 kl. 21:19 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þoli ekki svona bjánaleg rök hef ekki nein áhug á að vera að hjóla í vertrafær hér í Reykjavík Göngustígar eru ílla ruddir vegna sparnarðar og ferð með strætó tekur 2 tíma í vinnu aðrða leið sem sagt 4 tíma fram og til baka en tekur 25 mín í einkabíl
Jón Rúnar Ipsen, 30.11.2009 kl. 08:21
Já það er rétt að fáranlega lágt verð á bensín ofl hefur platað fólk til að byggja og búa í úthverfum eða enn legra í burtu. Og enginn nenti að segja fóli frá því að bensín oþh muni hækka verulega í framtíðinni.
Um þitt tiltekna tilfelli veit ég að sjálfsögðu ekki neitt. Kannski væri lausnin fyrir þig að skiptast á með öðrum um að keyra til vinnustaðar, eða nógu nálægt til að geta notað þægilegra strætósamgöngur, hjólreiðar eða göngu.
Morten Lange, 30.11.2009 kl. 08:33
Fólki á vesturlöndum finnst almennt allt sem skerðir þægindakröfur þeirra bjánalegt, og kemur með mótrök um hugsanleg óþægindi.
Fínn pistill hjá þér um brýnt málefni, ég á pabba sem hjólar í vinnuna allt árið og það er fyrir mér mikill töffaraskapur enda hann í gríðargóðu líkamlegu formi og það mun taka mig 20 árin sem vantar uppá til að ná þessum lífstíl.
Það er vinna og hingað til hef ég verið of latur til að framkvæma það.
Bíllinn er gríðarslæmur ávani.
Einhver Ágúst, 30.11.2009 kl. 08:55
Hvað eiga þeir að gera sem velja sér að búða út á landi ekki í þéttbýli litlir möguleikar á öðrum kostum en nota sinn eigin bíl.
Sigurður Haraldsson, 30.11.2009 kl. 09:40
Ég er ekkert að segja að þetta verði neitt auðvelt eða að þessir eða hinir muni ekki eiga erfiðara með þetta, en því miður er olía þverrandi uppspretta orku í heiminum og er brennd með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir umhverfið og heilsu manna hér á jörð.
Hún mun hækka jafnt og þétt þartil hún hverfur.
Venjumst orkusparandi lífstíl og búum okkur undir breytingar á orkunotkun og hugum um leið að eigin heilsu.
Ég er viss um það Sigurður að útá landi jafnt sem hér á mölinni eru leiðir til að spara bensín.
Og auk þess er sumt ódýrara útá landi, annað dýrara. Kostir og gallar við allt, en einsog þú bendir á þá er nú búseta val.
Einhver Ágúst, 30.11.2009 kl. 09:47
Þakka ykkur fyrir innlit og athugasemdir Sigurður og Ágúst. Sérstakir þakkir til Ágústs fyrir að taka undir með því sem hljóti að teljast skynsamlega, sérstaklega þegar fram liða stundir.
Varðandi búseta og samgöngur úti á landi, þá finnst mér mikils virði að halda sveitirnar í byggð, og ekki síst halda í getu Íslands til að framleiða mat. Það mætti byrja að lækka skatta á landsbyggðina eða hreinlega borga styrki tengt búsetu, svipaða og barnabætur eða álíka. Sömuleiðis styrkja samgöngur með rútum, og efla. En að niðurgreiða samgöngur á einkabílum, væri að borga fólki fyrir að menga og venja fólki við fölsku verði á vöru sem þarf að minnka neyslu á. Mögulega mætti niðurgreiða flutning á lífdísil, metan og rafmagn um landsbyggðina, þar sem framleiðsla sé ekki "næg" í (metan, lífdísil, rafmagn og fleira) standast eðlilegar kröfur í samræmi við sjálfbærri þróun.
Morten Lange, 30.11.2009 kl. 12:55
Varðandi Rúnar, þá má honum finnast bjánalegt að hjóla á vetrum. Honum er það frjálst, en getur ekki farið fram á niðurgreiðslur frá þeim sem hjóla þessa sömu stíga á vetrum fyrir uppihald á vegakerfinu innanbæjar sem utan.
Þeir sem búa út á landi þurfa í flestum tilfellum að fara stutt til sinnar vinnu, enda vegalengdir á t.d. Siglufirði ekkert sérstaklega langar, og bændur vinna á búum sínum. Ef menn hins vegar kjósa að búa fjarri vinnustað, þá er það vandamál þeirra og ekki til eftirbreytni.
Hins vegar er óþarfi að hafa áhyggjur á matvælaframleiðslu á Íslandi, við framleiðum, miklu, miklu meira en við getum torgað.
Haukur (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:30
JÆJA! Er gott mál að hækka álögur á bensín. Jú ok þér finnst greinilega lítið mál að ganga allt eða taka strætó. En það er hlutur sem er ekki í boði fyrir mig vegna veikinda. Það er verið að hækka allt og um leið skera niður alls staðar. Þessi hækkun kemur mjög illa við mig sem öryrkja og mun ekki bara valda því að það verður erfiðara fyrir mig að reka bílinn heldur hækka öll lán líka og hækka allt vöruverð þar sem það verður dýrara að keyra vörur í verslanir.
Ég segi NIÐUR með stjórnina, VANHÆF RÍKISSTJÓRN.
A.L.F, 30.11.2009 kl. 14:53
Takk fyrir innlítið. A.L.F. Mér finnst mun skynsamlegra að styðja þá sérstaklega sem þurfa á vélknúnum ökutækjum að halda en að styðja alla þá sem ekki hafa sams konar þörf og samtímis halda bensínverð oþh lágt, bílastæði almennt gjaldfrjáls. Ofnotkun bíla hafa mikla kostnað í för með sér ( economic externalities, ytri kostnaður ). Bílastæði eru i raun fokdýr, og að hafa þá gjaldfrjáls og skattfrjáls ýtir undir nýtingu þeirra. Saman með of lágu verði á bensíni og á bílum ýtir þetta undir ofnotkun bíla, byggingu risavaxinna bílamannvirki, útþenslu byggða, og svo framvegis.
Morten Lange, 30.11.2009 kl. 15:25
og varðandi lánin, þá er ég algjörlega sammála, allavega húnsnæðislánin. Það ætti að snarminnka tengingu á milli kostnaði við rekstrar bifreiðar og verðtryggingu lána.
Morten Lange, 30.11.2009 kl. 15:26
EN hvað með vörurverð??????????
Finnst þér í lagi að vöruverð hækki um þessi 8% sem bensínverð hækkar um?
A.L.F, 30.11.2009 kl. 15:40
Finnst þér eðlilegt ALF að bensínfyrirtæki þessa lands og vinir þeirra framlengi öll slík gjöld á okkur viðskiptavini sína? Við þurfum að vanda okkur sem viðskiptavinir og fara að sýna þessum fyrirtækjum ahald frekar en að klístra þessu liði á forsíður blaðanna einsog þau hafi gert eitthvða merkilegt. Og kyngja öllu sem frá þeim kemur.
Einhver Ágúst, 30.11.2009 kl. 16:11
Rétt Ágúst ég veit að það er til annar eldsneytisgjafi t.d rafmagn og hann myndi ég nota ef pólitík væri ekki svona sterk tenging við olíuauðinn og hinu haldið frá í framleiðslu og sköttum. Flott væri að við stefndum að rafvæðingu á íslandi og hættum þessu stóriðju kjaftæði notuðum rafið til að komast milli staða
Sigurður Haraldsson, 30.11.2009 kl. 18:34
Já Sigurður, gerum hér myndarlegar tilraunir með rafmagns- og metanbíla, fáum mælanlega niðurstöðu á hvort er hagkvæmara og kosti og galla beggja.
Verðum framtíðarland sem heimurinn getur horft til og sagt, einu sinni voru þessir Íslendingar fávitar sem ekki var treystandi fyrir einu né neinu en í dag framleiða þeir alla sína orku sjálfir og eru frumkvöðlar í samgöngum og sjálfbærum lifnaðarháttum, eyðum árunum framundan í tilraunir og sköpun og nýtum sóknarfærin þarsem þau eru.
Formaður stærsta flokks landsins er jú olíumógúll og hanns hjörð hlýðir, það á sér hliðstæðu í Bush feðgum og þeirra gegndarlausa olíustríði allt frá Panama til Afganistan og Íraks. Sem forveri hanns í starfi samþykkti einmitt og hélt að það myndi færa okkur svo mikla auðlegð og far með heimsveldinu.
Einhver Ágúst, 30.11.2009 kl. 18:46
Það má benda fólki á að einkabíll er lúxus en ekki mannréttindi. Og auk þess má benda fólki líka á að ofuráhersla yfirvalda á þennan eina samgöngumáta er mjög heftandi fyrir okkur hin sem ekki notum hann. Einhverjir segja: „Ó mig auman, ég get ekki labbað hingað og þangað, Guð gaf mér lappir til að stíga á bensíngjöfina en ekki til að labba“ En fólk verður að átta sig á að til eru menn, og meira að segja heilar stéttir sem ekki geta átt bíl. Og við byðjum bara um að fá að hætta að niðurgreiða annara manna þægindi svo og að þeirra umframþægindi séu ekki að kosta okkur of mikil óþægindi. Vegir eru reistir þvert á hentugar gönguleiðir innan borgarinnar þannig að maður þarf að taka 10 mínútna krók til að komast yfir þá og þurfi að laga veginn eitthvað er frekar göngustígnum hliðin á lokað heldur en að fækka akreinum úr fjórum í þrjár.
Og varðandi það að búa út á landi, þá þekki ég þetta pein af reynslu. Ég hitti foreldra mína t.d. allt að tífallt sjaldnar en ég gæti vegna þess að almenningssamgöngur eru bæði óhenntugar og dýrar. Þó svo að strætókerfið sé lélegt, þá þýðir það ekki að það þurfi að vera það, og þó svo að rútufyrirtæki hafi einkaleifi á sérleiðum og geti þar með einokað þær þá þýðir það ekki að það þurfi að vera þannig.
Einkabíllinn er holdgervingur þess sem er að vestrænu samfélagi, og sýnir það og sannar að fólk sem er of góðu vant kann ekki gott að meta.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 22:53
Þið eruð greinilega barnlausir og búið í miðbænum og hafið ekki hugmynd um hvað þið eruð að tala um. Ég get ekki leyft mér þann lúxus að vera bíllaus þrátt fyrir að vilja gjarnan vera laus við þann kostnað. Prufiði að vera með þrjú börn í sitthvorri íþróttagreininni á svipuðum tima á þremur mismunandi stöðum. og ekki koma þessa gömlu tuggu um að skipuleggja tíma sinn og þau geti farið sjálf með strætó. ég er búin að prufa að vera á hjóli og hjóla úr Grafavogi til vinnu á höfðanum, hjóla niður í miðbæ eftir vinnu og sækja barn í pössun hjá Afa og Ömmu, hjóla síðan heim um kvöldið. Ofsa fín líkamsrækt en fjölskyldulífið í rugli, aldrei heima alltaf úti að hjóla. Er ekki nóg mikil skattpíning þó ekki verði farið að sækja meira í vasa barnafjölskyldna. En þið þessir einhleypur miðbæjargosar skiljið þetta ekki,
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:57
Takk fyrir athugasemdirnar.
Rafmagnsbílar : Já þau leysa sum vandamál, en als ekki öll. Og skýrsla frá því í sumar, uninn á vegum umhverfisráðyneutis og kölluð Brnhildarskýrslan, bendir til þess að þetta sé fremur dýr æeið þegar til skamms tíma er lítið. Hagkvæmara þegar til lengri tíma er lítuð, en þá var reyndar ekki tekið með þjóðhaglegar afleiðingar og ekki var tekið með í reikningunni þætti í samfélaginu sem við metum ekki enn til fjárs. Eflingu hjólreiðar til samgangna komu mjög vel út í samanburðinum. Ef heldaráhrifin á samfélaginu gefði verið reiknuð er ég ekki frá því að hjólreuðar hefðu komið út sem lang hagkbvæmasta kostinn vegna sparnaðar í vegagerð, viðhaldi, tíma, veikindadögum ofl. Sjá til dæmis fyrirlestarnir sem voru haldir hjá Lýðheilsustöð :
http://www.lydheilsustod.is/frettir/hreyfing/nr/1782
Morten Lange, 1.12.2009 kl. 01:14
Ég skil vel að þetta geti verið erfitt, Sigurður, og mér sýnist að þú hafir lagt þér fram. Það eru reyndar fólk með krakka sem búa als ekki í miðbænum og eiga krakka, en nota bílinn lítið dags daglega.
Málið er ekki að neyða neinn til að gera neitt, en að lækka niðurgreiðslurnar á notkun á bílum. Verðið hefur verið haldið lágt vegna ýmis konar misskilnings, og nú þarf að leiðrétta því, vonandi nokkuð hægt og rólega, þó allt sé afstætt í þessum efnum.
Varðandi skattpíning á barnafjölskyldum, þá ætti að halda vissan hlíf yfir börnin, fremur en barnafjölskyldurnar, og allavega fremur en að greiða niður mengandi og heilsuspillandi samgöngumátar. (Sem þeir eru svo sannarlega, og sérstaklega þegar bílarnir eru keyptar og/eða notaðar í óhófi) Bílar er skemmtilegar og geta verið þægilegar, en ofnotkun þeirra, sérstaklega í þéttbyli leiða vanda og það er merki um að þeir og notkun þeirra sé of ódýr.
Morten Lange, 1.12.2009 kl. 01:25
Einhleypu miðbæjargosar? Það er allavegann öppgreid frá Latteþambandi kaffihúsaskríll.
Svo ég geri betur grein fyrir mér þá er ég með tvö börn og konu,og kem fram undir fullu nafni ekki nafnlaus einsog Sigurður.
Einhver Ágúst, 1.12.2009 kl. 12:24
Sigurður Sigurðsson er varla nafnlaus Ágúst, frekar en þú.
Ég sjálf skil vel hvað hann á við. Er með lítil börn og gæti ekki með góðu móti skilað af mér fullri vinnu ef ég ætlaði að ná að sækja þær í tíma á leikskólann.
Ég bjó lengi í útlöndum og ferðaðist 3 klukkustundir á dag í lest til og frá vinnu þannig að ég verð ekki vænd um leti hér. Íslendingar þurfa að bæta allverulega strætóþjónustu ef fleiri eiga að geta með góðu móti notað strætó.
Svo er ekki endalaust hægt að vera með einhverja hópa sem flokkast undir styrkveitingar (eins og fatlaða, barnafólk o.s.frv.). Það flækir allt og býður upp á svindl. Auk þess eru styrkveitingar yfirleitt þannig að um leið og skera þarf niður þá er byrjað þar - held að öryrkjar viti það manna best.
Að lokum langar mig að nefna að ég sé aldrei neinn hjóla á Reykjavíkursvæðinu á veturna (hljómar eins og ótrúlega margir séu á hjólum í færslum hér ofar). Ég er reyndar ekki í miðbænum en ek ansi langa vegalengt á hverjum degi til vinnu og hvergi er hræða á hjóli (skiljanlegt).
Held að margt þurfi að breytast til að hugsjónir þínar verði að veruleika
Eva Sól (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:14
Aðstæður og búseta manna er mismunandi og fólk hefur auðvitað áfram val um þann ferðamáta sem það vill miðað við það. Það sem ég og margir mundu fara fram á er jafnræði samgöngumáta. Að ekki sé verið að niðurgreiða einn samgöngumáta umfram aðra eða þá að niðurgreiðslur séu jafnaðar. Einnig að dulinn kostnaður við samgöngur sé tekin með í reikninginn svo sem vegna mengunar, áhrifa á heilsufar vegna hreyfingarleysis og slysakostnaðar.
Það virðist vera að bílar standi með skattgreiðslum sínum ekki undir nýframkvæmdum og viðhaldi vegakerfisins og því sé notkunin niðurgreidd þar. Jafnframt eru bilastæði niðurgreidd hér á höfuðborgarsvæðinu með upphæð sem sennilega hleypur á nokkrum milljörðum á ári. Að auki er skattkerfið notaða til að niðurgreiða notkun einkabílsins um nokkra milljarða til viðbótar. Notkun bíla er stórlega niðurgreidd um tug milljarða jafnvel áður en við erum farin að ræða um kostnað vegna mengunar, hreyfingarleysis og slysa og manntjóns.
Á vinnustöðum þar sem gerður hefur verið samgöngusamningur við launþega um að koma ekki á bíl vegna þess að bílastæði vantar eru þær greiðslur skattlagðar sem hlunnindi (40 þús á ári til þeirra sem ganga, hjóla eða taka strætó) meðan bílastæði á sama vinnustað, sem í mörgum tilvikum kosta hærri upphæð á ári eru ekki skattlögð.
Hækkun eldsneytisskatta er því ekki nema eðlileg. Svar bílaeigenda (og ég á bíl) er að fá sér sparneytnari ökutæki, metanbíl, aka minna, taka strætó, ganga eða hjóla. Munurinn á hrað er ósköp lítill nema að fjarlægðir séu langar. Á því græðum við öll, líka þeir sem áfram "þurfa" að aka því það verður meira pláss á götunum fyrir þá.
Árni Davíðsson, 1.12.2009 kl. 17:46
Sigurður Sigurðsson getur verið hver sem er, og að hann kalli mig hitt eða þetta er bara velkomið.
Til að leiðrétta misskilning sem virðist kominn upp þá eru börn hér á heimilinu og bíll líka, en við fækkuðumreyndar um einn bíl í haus tog komumst af með einn bíl og ég reyni að keyra sem minnst.
En ég keyri og hef ekki verið nógu góður að hjóla síðasta árið sökum brjóskloss og einnig leti, ég er ekkert að þykjast vera einhver hjólandi munkur sem bý einn og hugsa bara um eigið rassgat, ég keyri bíl og brenni þessari bannsettu olíu líka, ég bara veit að það kemur að skuldadögum hjá okkur fyri letina sem bíllinn hefur valdið okkur og bansín mun hækk agríðarlega næstu 20 árin, það er einsgott að venjast því bara strax og læra að lifa öðruvísi.
Ég skil ekki alveg þessa reiði.
Mig nefnilega er skítsama hvað það mun kosta mig að eiga bíl og raunar á það að vera dýrt enda lúksus, ég vil verða óháður bílnum mínum þegar fram líða stundir, það er draumur minn ekki til að spara heldur til að þessi kúla okkar eigi séns.
Auk þess erum við Íslandingar í lykilstöðu í heiminum hvað aðra orkugjafa í samgöngum varðar, vetni, metan og rafmagn er hér hægt ða framleiða án vandræða, förum niður þann veg og verðum brautryðjendur.
Einhver Ágúst, 1.12.2009 kl. 20:19
Ég ætlaði ekkert að vera leiðinleg við þig, Ágúst. Þaðan af síður að kalla þig sjálfmiðaðan. Ég fór auðvitað bara í vörn út af mínum aðstæðum. Kannski erum við öll ósköp sjálfmiðuð - öll að reyna að finna einhverjar lausnir eða sætta okkur við skattbyrði og álögur sem á okkur eru lagðar í kjölfar hrunsins.
Það væri auðvitað frábært að hafa metanbílana ódýrari en ég heyrði í Reykjavík síðdegis um daginn að Strætó.is hefði ekki ráð á fleiri metanbílum þar sem metanið er ekki ódýrara en bensín út af álögum - ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Það finnst mér sorglegt.
Eva Sól (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:32
Takk sömuleiðis Eva Sól, ég ætlaði ekkert að vera eins leiðinlegur og ég hljómaði heldur....hehe...
Og auk þess nenni ég ekki að rífast um þetta þarsem ég vil líka að fólk velji bara sinn lífstíl, ég var bara að segja frá hvernig mig langar að lifa, ég er enginn munkur sem hjóla eða lifi einhverju lífænu andlegu lífi og þykir leiðinlegt ef ég hef hljómað þannig.
En mig langar að breytast og það verður erfitt, hreinlega tel ég að hærra bensínverð muni koma mér af stað í þessu, kannski óskhyggja.
Og aftur takk Eva fyrir að róa tóninn í þessu spjalli, ég er búinn að vera á leiðinni í morgun að skrifa þér og öðrum í þessu spjalli og reyna að milda tóninn í þessu asnalega rifrildi sem þetta var að verða hjá okkur, en svona eru tilfinningarnar og já við erum flest frekar sjálfmiðuð.
Einhver Ágúst, 2.12.2009 kl. 13:22
Tek undir með ykkur, Ágúst og Eva Sól, það er mun betra að ræða þessi mál í rólegheitum. Takk til ykkar :-)
En því miður þá er hér um að ræða svo miklu meira en lífsstíl sem hver og einn velur sér, heldur hvernig við sem samfélag búum til tækifæri til að velja lausnir sem eru betri fyrir heildina og fyrir lang flesta einstaklinga og fjölskyldna til lengra tíma lítið. Þetta snýst (líka) um að leiðrétta misrétti og auka jafnræði samgöngumáta. Eins og við Árni höfum bent á.
Og þó að hún gangi skammt í að taka mið af heildarhagsmuni, þá benti "Brynhildar-skýrslan" sem kom fram í sumar, á það að auknar hjólreiðar eru ábatasamir, en rafmagnsbílar og vetnisbílar og þess háttar mjög dýrt að ráðast í.
http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442
Reyndar eru þeir taldir ábatasamir til lengri tíma ( 20 -30 ár ? - man ekki alveg ) í skýrslunni, en þá er fjallað um tækni sem ekki er búið að innleiða, og heildaráhrifin á samfélaginu ( umferðarslys, hreyfingarleysi, orkukostnað, útþenslu byggðar, mengun tengd framleiðslu og förgun bíla ofl ) sem sagt ekki tekin með.
Morten Lange, 2.12.2009 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.