25.12.2009 | 14:02
Vantrú hefur vinninginn í "kristnu siðgæði" ;-)
http://tru.is/pistlar/2009/12/sagan-sem-ma-ekki-gleymast, Útdráttur:
Hið frábæra starfsfólk leikskólans hafði sannarlega lagt sig fram um að gera allt úr garði sem best mætti verða fyrir börnin og boðsgesti þeirra. Þetta var afar skemmtilegt, falleg og gott og sannarlega heilnæmt fyrir sálina. En eftir á leitaði á mig að þarna var ekkert minnst á Betlehem, Maríu eða Jesú. Ætli stefni í það að eini staðurinn utan heimilanna sem leyft verði að rifja upp sögu jólaguðspjallsins og nefna höfuðpersónur hennar á nafn sé í kirkjunum?
( Sem sagt að "ekki sé minnst á"Betlehem, Maríu eða Jesú" er snúið upp í spurning um hvort aldrei megi "nefna" þá. Biskup efast ekki um kærleikan og góðu gildin sem voru miðluð í leikskólanum, en samt virðist hann finna þetta til foráttu og einhverskonar merki um ognun við tilveru okkar - að ekki sé alltaf "minnst á betlehem, Maríu eða Jesú". )
Hmm. Er ekki öllu "kristilegri" viðhorf sem bistist hjá Vantrú í þeirra jólabóðskap, birt 24.desember ?
http://www.vantru.is/2009/12/24/16.00/
Gleðilega hátíð Vantrú óskar öllum trúleysingjum og trúmönnum, ákafafólki og sinnuleysingjum, aðdáendum og öllum hinum gleðilegrar hátíðar. Hafið það sem allra best, njótið þess að vera til, verið góð hvert við annað og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir ahugasama um að mála skrattan á vegginn varðandi siðgæði starfsmanna kirkna :
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item318486/
Morten Lange, 25.12.2009 kl. 14:23
Trúleysingjar munu alltaf hafa forskot á trúaða hvað siðferði varðar. Þegar þú tekur siðferði þitt upp úr bronsaldarbók í stað þess að taka sjálfstæða og upplýsta ákvörðun getur þetta aðeins farið á einn veg.
Reputo, 25.12.2009 kl. 17:42
Trú/ trúleysi. Kirkja/ önnur trúarbrögð og lífsskoðanir.
Af hverju þarf að ætla, að sé annar kosturinn góður, hljóti hinn að vera vondur?
Af hverju er ekki sjálfsagt að hvor aðili um sig haldi fram sínum boðskap og boði hann?
Hversu langt má ganga í því að gera lítið úr skoðunum og trú annarra, áður en það hættir að vera innlegg í umræðu og verður að einelti og að lokum hörðum ofsóknum?
Á skoðunin um innrætingu bara við um kristna boðun?
Felst engin innræting í því að vera svo mikið á móti kristinni trú í máli, skrifum og hegðun að börn álykti að þar hljóti að vera i illt á ferð?
Morten Lange, þessum spurningum er ekki eingöngu beint til þín, þó þær hafi vaknað við lesturs á þessu bloggi þínu og athugasemdum við það.
Óska þér góðs hjólreiða árs.
Hólmfríður Pétursdóttir, 26.12.2009 kl. 14:01
Í sinni hreinustu mynd þá er kristilegur boðskapur (og öll önnur trúarbrögð) góður. Einhver hefur einhvern tíma sest niður við skriftir og reynt að hafa vit fyrir skrílnum. Svo koma aðrir og túlka leiðbeiningarnar á þennan eða hinn háttinn og einstaka ofstækismönnum tekist að hlekkja heilu þjóðirnar í ánauð kjánaskapar. Það eru trúarbrögð í sinni verstu mynd.
Minnir mig á þegar ein kona skar alltaf jólasteikina í tvennt áður en hún fór inn í ofninn. Aðspurð af hverju hún skæri steikina í tvennt fyrir eldun svaraði hún "Mamma gerði þetta alltaf svona, ég geri eins og mamma". Svo þegar mamman var spurð, þá kom í ljós að ofninn hennar var það lítill að hryggurinn komst ekki inn í heilu lagi. Þá voru þetta orðnar "heilagar" aðferðir hjá dótturinni og ekki að ræða það að elda jóla-hrygginn á annan hátt.
Annar strákanna minna hefur fengið mun kristilegra uppeldi, honum þykir gott að biðja bænir, og vildi alltaf láta fara með "Faðir vorið" tvisvar sinnum á kvöldin. Hann hefur sótt barnastarf kirkjunnar og ég yrði ekkert hissa þó að hann myndi vilja fermast, en hann er ekki skírður. Við ákváðum að fremja ekki neinar trúarlegar athafnir á strákunum okkar, þeir fá einfaldlega að velja sjálfir þegar þeir hafa aldur og vit til.
Litli bróðir er hins vegar ekki í neinu stuði fyrir bænir eða trúarlegar pælingar. Það er bara sussað á mömmu gömlu ef hún reynir að fara með einhverjar bænir eða þakkargjörðir fyrir svefninn. Og barnastarfið var afgreitt á einfaldan hátt. "Það er hundleiðinlegt hérna, ég vil fara heim".
Gleðilega hátíð Morten
Hjóla-Hrönn, 26.12.2009 kl. 19:54
@Hólmfríður: Ég skil ekki hvernig þú færð út að einhvern finnist annað þurfi að vera slæmt ef annað er gott, sbr "Af hverju þarf að ætla, að sé annar kosturinn góður, hljóti hinn að vera vondur?"
Það væri mér gleðiefni að svara kurteislega hin atriðin sem þú tekur fyrir, en mér finnst líka í margt byggða á misskilningi, og einhver mynd sem kirkjan dregur upp af sínum meintum andstæðingum.
En hér held ég að við hæfi væri að halda sér við efnið. Efnið var samanburður á boðskap biskups um jól og boðskap Vantrúar (Hver á sínum heimasíðum, tru.is og vantru.is ) .
Sérstaklega var bent á að biskup fannst slæmt að þegar einhver hátíðlegur stund var haldin í desember í einhverjum leikskóla, þá var ekki "minnst á Betlehem, Maríu eða Jesú". Trúarinnrætingin beint sérstaklega og markvisst að börnum, vantaði. Ekki var það styrking góðra gilda sem vantaði, heldur fannst honum það greinilega slæmt að einhverjum dytti í hug að gera þetta öðruvísi en hann vildi helst sjá. Hann elur þannig á sundrungu, hann gagnrýnir óbeint góða hluti (eins og þessi hátíðarstund í leikskólanum greinilega var) mjög afgerandi og gerir sér og kirkjuna um leið að fórnarlamb.
Kirkjan er orðið að fórnarlamb (no pun intended) fyrir þá sakir að þeirra boðskapur fái ekki _alltaf_ að vera með. Snýr þessu svo upp í að hlutir séu á góðri leið í þá átt að kirkjan og kristni verði bannað boðun yfirhöfuð. Líkist þetta kannski einhvers konar paranoia (ofsóknarbrjálæði) ?
Jafnvel þótt bannað yrði að boða kristni eða önnur trúarbrögð og lífsskoðun í leikskólum og grunnskólum og því fylgt eftir, ólíkt í dag, er engan vegin hægt að segja að kristni mundu eiga bara kirkjurnar eftir. Þeir eiga að sjálfsögðu eftir allar sömu leiðir og öll félög og lífsskoðunarfélög eiga til að koma sitt á framfæri. Mér finnst eiginlega að biskupinn var að brjóta nokkur boðorð með þessum málflutningi. Og hann var ekki að stunda heiðarlega rökræðu.
Aftur á móti fluttu Vantrúarmenn sönn jólaboðskap um samlyndi, að vera góð hvort við annað óháð skoðunum og trú, og um gleði.
Það væri gott ef menn hér mundu nenna að halda sér við efni færslunnar í athugasemdunum, allavega fyrst um sinn :-)
Takk annars öll fyrir innlitinn, athugasemdir og góðar kveðjur. Gleðilega hátíð og gæfa fylgi ykkur, með og án trúar og með og án reiðhjóls á nýju ári. :-)
Morten Lange, 27.12.2009 kl. 01:30
@Hjóla-Hrönn: Skemmtilegur inngangur og góð sagan um steikina.
Ég get alveg trúað að þú hafir staðið þér prýðilega í uppeldi barnanna, en eitt eða nokkur góð fordæmi er svolítið lítið til að byggja afstöðu í þessum efnum á :-)
Og svo var kristni á heimilum ekki það sem biskup talaði um og ég ámælti, heldur fannst honum til foráttu að sleppa einstökum sinnum trúarinnrætingu í opinberum _leik_skólum á hátíðarstundum í desember. Og hann líkti það við bann við að _nefna_ atriði tengd trú utan heimilis eða kirkju, sem er skrautlegt.
En .... Hvað eiga þessir broskarlar með "skrýtnu hári" eða höfuðföt að tákna ? :-)
Morten Lange, 27.12.2009 kl. 01:49
Morten Lange, þakka þér fyrir svarið þitt, sem mér finnst sanngjarnt.
Við þurfum að venjast því að fólk hefur misjafnar lífsskoðanir, en líka að venjast því að hver stofnun eða samtök hljóta að halda fram sinni sýn á lífið.
Hólmfríður Pétursdóttir, 27.12.2009 kl. 19:50
Morten, Þetta eru að sjálfsögðu jólapúkar til að skemmta sér með um jólin!
Hjóla-Hrönn, 27.12.2009 kl. 23:16
Í sinni hreinustu mynd, þá er kristilegur boðskapur sá að við erum öll stórsyndug og ef við iðrumst ekki og tilbiðjum guðinn þá munum við brenna í helvíti til eilífðar.
Persónulega finnst mér líka frekar ógeðsfelt að kenna börnum að mannfórnir séu nauðsynlegar til að fyrirgefa þessar meintu uppskálduðu syndir.
Arnar, 28.12.2009 kl. 13:02
Arnar, fyrir mér er hreinasta myndin virðing, umburðarlyndi, fyrirgefning, hjálpsemi, samúð og fjöldamörg önnur góð atriði sem er hægt að finna í ritum trúarbragða. Ákveðnar leiðbeiningar um hvernig við ættum að koma fram við náungann. Vissulega hægt að finna öll þau atriði annars staðar, í orði eða ræðu. Samt svolítið skondið að hreinasta myndin fyrir þér sé syndin, iðrun og helvíti.
Trúarbrögð eru hluti af mannkynssögunni, við strikum ekkert yfir það frekar en annað í okkar fortíð. Börn spyrja, þau eru forvitin.
Hjóla-Hrönn, 28.12.2009 kl. 14:05
Þá hlýt ég að spyrja, samkvæmt því sem er sagt um hreinasta myndin á trúabrögðunum, liggur jólapistill biskups eða jólakveðja Vantrúar næst þessa hreinasta mynd um kærleika, umburðarlyndi og svo framvegis ?
Morten Lange, 28.12.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.