Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Helgi Hóseasson hógvær á sama stað

... og hans málstaður ( og reyndar á hann fleiri) hefur talsvert fyrir sér þótt hann orði hlutunum enn á öfgafullan máta, samkvæmt hefðbundnum mælikvarða.

En fær hann athygli ?  Nei, ekki eftir að hann hætti að sletta skyr.  

Helgi mótmælir því að honum hefur verið meinað "affermingu"  með  viðburð í líkingu við þá sem var þegar hann fermdist.  Að sjálfsögðu bendir hann á að hann hafi ekki haft vit né vitneskju til að geta gert vitrænu vali á þeim tíma sem hann var fermdur.  Dómsvald og kirkjan hefur komið mjög illa fram við hann þegar hann sótti þessu.  Þetta er óhefðbundin krafa hjá honum, en mjög rökrétt. 

Mér finnst hiklaust að það ætti að koma til móts við ósk hans, áður en hann verður of veikburða. 

Auk þess er hann er að mótmæla stríðsbrölti með stuðningi ríkisstjórnarinnar.  

En fjölmiðlar taka hann ekki alvarlega. Annað væri upp á teningnum ef hann væri aftur farinn af þeirri braut að mótmæla í hógværð.  Dapurt er þetta.  

 


mbl.is Hógvær mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UK, BNA tala um mannréttindi þegar þeim hentar ?

Útdrátt úr grein í The Guardian, eftir Kishore Mahbubani, föstudaginn 28. mars 2008 : 

The sermons of cowards

The west is squandering authority on democracy and human rights: it fails to practise as it preaches

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/mar/28/humanrights 

Something remarkable has happened in the struggle for greater freedom and democracy. The world's most powerful nation and the traditional beacon for democracy, the United States, has slid backwards. ( Klippaði burt texta um Indonesíu ) 

The first flaw of western discourse is its inability to practise what it preaches in this respect: to speak truth to power. This is revealed in the reluctance of western governments to discuss the most catastrophic reversal in the field of human rights: the decision by the US government to defend the use of torture. In the evolution of human rights there have been two quantum leaps: the first was the universal abolition of slavery; the second, the move towards abolishing torture

-- 

Breyting : Tók út texta sem talaði um að Indónesía sé að gera stór framfaraskref  í lýðræðisátt. Textahöfundurinn útskýrði það ekki, og í öðrum fréttum sýnist mér koma fram að nýja lýðræðið þar standi mjög höllum fótum  - eins og kemur fram t.d. í þessa grein sem google fann handa mér... 


Góðar fréttir frá Kenýu

Það fer allt of lítið fyrir þeim jákvæðum fréttum sem skipta sköpum, og kannski sér í lagi frá Afriku.

Ég var ekki einusinni búinn að heyra þess frétt... en sá þetta svo  í RSS-straumi.


mbl.is Stjórnarskrárbreytingar í Kenýa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvernig er verðið samansett ?

Mér þótti áhugavert að vita nákvæmlega hvernig verðið er samansett.

Helst alla leið úr hráolíunni.

En áhugaverðast er kannski hversu mikið bensínstöðvar reikna í álganingu, og hversu mikið  ríkið tekur á móti umhverfisáhrif, heilsuáhrif, umferðarslys og viðhald og  framkvæmdir á vegum - og með hvaða hætti. 


mbl.is N1 hækkar verð á bensíni og díselolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfvirkar skammtíma hjólaleigur í Rvk ?

Úr 24 stundum í dag ( Heilsuhlutanum, bls 22 ):

Höfuðborgarsvæðið hentar vel
til hjólreiða ef hjólreiðakappar
klæðast vel í verstu veðrunum.
Vegalengdir eru ekki stórkostlegar
og margar góðar hjólaleiðir liggja
um borgina þvera og endilanga
sem auðvelda fólki að nýta hjólið
sem samgöngutæki. Hvers vegna
eru ekki allir á hjóli á höfuðborgarsvæðinu?

Pálmi Randversson, sérfræðingur
hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar,
segir það í skoðun að
koma á fót hjólaleigum í miðborginni

en hugmyndin komst fyrst á
kreik í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Við erum að skoða hvernig
framkvæma má hugmyndina
sem okkur þykir vænleg. Hversu
mörg hjól við þurfum, hvar mætti
staðsetja leigurnar og hvernig
rekstrarfyrirkomulag hentar best.

Við viljum auðvitað að fólk nýti
hjólið sem samgöngutæki og þá
sérstaklega í miðborginni. Þar má
létta á umferð bíla. Flestir eiga nú
hjól en ef til vill hvetur það enn
frekar til hjólreiða ef hjól eru boðin
til leigu.

(tilvitnun lýkur) 

Þetta er þegar til staðar í öllum öðrum höfuðborgum norðurlanda (Kaupmannahöfn, Stockholm, Helsinki, Osló), auk þess sem auðvtað eru til hefðundnar hjólaleigur þar sem maður leigir til lengri tíma og sækir og skilir á sama stað. (Eins og Borgarhjól rekur hér í Reykjavík ) 

Þar að auki má nefna að Drammmen, Þrándheimur, Stafanger og fleiri borgir í Noregi eru með svona sjálfvirk kerfi til skammtíma hjólaleigu.  París setti á fót kerfi 15.júli og eru núna með 15.000 (mögulega 20.000 )  hjól sem eru mjög vel nýtt.  Hjólaleigan í París er þannig æpandi heppnaður að borgarstjórar frá Lundúna, Chicago, Washington DC of fleiri borga hafa hug á að læra af þeirra reynslu.  Sjá http://bike-sharing.blogspot.com/

 

Meira úr 24 stundum í dag ( bls 19 ) : Hreyfing allra meina bót :

Regluleg hreyfing og líkamsrækt efur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina eldur einnig á
andlegu hliðina. Líkamsrækt dregur úr streitu og fíkn í hvers kyns efni ásamt því sem regluleg hreyfing dregur úr neikvæðum áhrifum hormónastarfsemi líkamans á líðan kvenna. Margir benda á að hreyfing sé ein besta leiðin til þess að draga úr sjúkdómum á borð við þunglyndi og hafi gefist mörgum vel.


Rökin velt upp - könnun Vísis um KRIMI gatnamót

Í dag spýr  Visir.is hvort maður vilji mislæg gatnamót þar sem Kringlumýrarbraut og Miklubraut þvera hvort öðru ("Kjörkassinn" vinstramegin á forsíðu ).

Það er ágætt að vera með svoleiðis kannanir til að  vekja upp umræðu um málið, en miklu frekar en skoðanakönnun þurfum við að velta upp rökin í málinu.  Svoleiðis skoðanakönnun er þar að auki tæplega marktækur, vegna hugsanlegra skekkja, og ekki síst að skekkjan er ekki gefin upp þegar niðurstöður eru kynntar.  Ef einhver tel sér vita hversu marktækar þannig kannanir séu  væri áhugavert að heyra. 

Hér eru rökin varðandi mislægu gatnamótin, sem ég man eftir í fljótu bragði  :

Rök með og svör við þessum rökum 

  • Mengun minnki, því bílar menga minna í jafnari keyrslu
  • -- Mislæg gatnamót munu í fyrsta stað  auka flæðið  þarna, en þá myndast enn frekar  stíflur á öðrum stöðum, og líklegt er að mengunin verði meiri frekar en minna þegar aðgengi bíla verði meiri
  • Aðalrökin í hjarta margra (en lítil áhersla útávið): umferðarhnútar skuli eyða, viljum frjálst flæði bíla
  • -- Þetta verður eins og að pissa í skóna til að halda hita. Öll reynsla sýnir að þetta "frjálsa flæði" endist mjög stutt. ( Þetta þema kemur aftur upp neðar)
  • Umferðaröryggi mundi batna. Mikið er um slysum  þar sem keyrt  er aftan á
  • -- Umferðarhnútar á öðrum stöðum munu aukast, og þá munu  menn lenda á bílaröðum líka undir og í þessum gatnamótum. Þar að auki hafa flestu slysin nýlega verið við Grensás ( ? ).  Á að byggja mislæg gatnamót þar líka ? Hvar endar þetta, og hvað mun það kosta. 
  • Útfærslan gerir ráð fyrir tenginu fyrir gangandi og hjólandi, sem mun þýða að þeir ekki þurfa að biða eftir grænu ljósi til að komast yfir
  • -- Það er gott, en þessar tengingar lengja leiðina mikið, og virðist bara gera ráð fyrir greiðari umferð heilbrigðra samgangna í tilteknum áttum. Þar að auki mun lausnin ýta undir  aukinni bilaumferð og þregnja að öðrum þegar á heildina er litið
  • Það er búið að marglofa þessu, meðal annars fyrir seinustu kosningar í borginni.
  • -- En rökin hafa eiginlega ekki verið borin alminnilega á borð. Þessi stuðningur margra borgarbúa byggja á því að áróður fremur en rökræða hafa ráðið ríkjum í umfjöllunina um þetta mál.  Það vantar líka að gera úttekt sem nýtir nýjasta þekkingin varðandi umferðarmótun og heilbrigðisáhrif.

Rök á móti og svör við þessum rökum

  •  Þegar gatnamótin verða lyft up, aukist hávaða- og loftmengun í nærumhverfinu
  • -- Minna mengun mun stafa frá gatnamótunum, sem vegur á móti (Sjá ofar - og mótrök þar)
  • Útfærslan virðist ekki leggja lok á umferðina og sía útblæstrinum, eins og hæglega hefði mátt gera
  • -- Þetta yrði allt of dýrt  ( ? ) 
  • Það vantar að gera eða gera ráð  fyrir mat á heilbrigðisáhrifum.  Health Impact Assessment.  Ótrúlegt að gamaldags umhverfismat, sem tæplega tekur á heildarmyndinni varðandi heilbrigðismál tengd framkvæmd, sé látið duga ( ? )
  • Í fullt af framsæknum borgum hafa þeir komist að því að mannlíf og eflun heilbrigðra samgangna ( strætó, ganga, hjólreiðar, léttlest), er það sem þeir vilja, ekki að leggja enn stærri hluti lands undir bílasamgöngum. Nýlega sagt frá því í kvöldfréttum RÚV hversu vel þetta hefur gengið í London og París. 
  • Að vinna að betra umhverfi með að bæta við malbiki og steinsteypu í stórum stíl og nota það til að  bæta aðgengi orkuþyrsta og hættulega faratækja  er augljós þversögn.  ( Hlustið á þætti Hjalmars Sveinssonar Krossgötur úr hlaðvarpi rúv ): 
  • -- Afturhaldseggar, grænfriðungar !! (engin rök, en ad hominem áras)
  • Það er ekki hægt að byggja nægilega mikið af gatnamótum og brautum til að leysa umferðarhnúta.  Þvert á móti hefur hið öfuga sýnt sér að ganga upp : Þegar þrengt er að bílaumferðar, með skynsamlegum hætti, til dæmis með því að gera akrein að forgangsakrein strætó, og fjölga ferðum með strætó, "gufar" umferðin upp. ( Traffic evaporation )
  • -- Draumoramaður, þetta virkar aldrei á Íslandi, höfum ferlegt veður hér o.s.v.frv.
  • Með því að byggja mislæg gatnamót eða yfirleitt auka aðgengi bíla, hafa gjaldfrjáls stæði og fleira er enn verið að styrkja samkeppnisstöðu fólksbílaumferðar gagnvart keppinautunum, og í raun verið að grafa undan jafnræði samgöngumáta,  borga með þessa umferð á kostnaði allra skattgreiðenda og ekki síst greitt með vanheilsu íbúa.   Borgin ætti að gera miklu meira varðandi traffic management /  samgönguáætlanir vinnustaða og þess háttar
  • -- Nei hér er tekið of djúpt í árinni, en bent skal á það að borgin vil eyða 1 prómill af þessu sem er eytt í bilamannvirki í glæsilegum lausnum v. frístundasamgangnalausnir hjólandi og gangandi. ( Á meðan hlutdeild í fjölda ferða er 20%) Svo það er bull að ekkert sé gert fyrir  hjólandi og gangandi. Já og svo er frítt í strætó fyrir framhaldsskólanema.
  • Þetta er pottþétt ekki þjóðhagslega hagkvæmt, þegar til heildarinnar er lítið, og nýjasti vitneskja frá til dæmis World Health Organisation er notuð.  Aðferðir fortíðrinnar við að meta hagkvæmni ofmeta ymislegt sem telja  stytting  ferðatíma ( sem er tálsýn) til hagnaðar, en sleppa því eða vanmeta stórlega öllu sem snýr að   landnotkunar,  heilsufarsáhrif vegna mengunar, heilsufarsáhrif vegna veikingu samkeppnishæfnis heilbrigðra samgöngumáta, umhverfisáhrif önnur
  • -- Nei, vegagerðin og verkfræðistofur eru fullkomlega með þessu á hreinu   ( ? )

 

 

Athugasemdir vel þegnar  :-)

Tek fram að misskilning og villur kunna að leynast í þessa samantekt hjá mér  


mbl.is Íbúasamtök gagnrýna hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristni að verða frjálslýndari

Var að rekast á áhugaverðri færslu hjá bloggvini :

http://sylviam.blog.is/blog/sylviam/entry/481874 

Mér datt í hug að benda á þessu svona sem einhverskonar mótvægi gegn fyrri færslu mína hér.


Svar til Ómars Ragnarssonar

 ( Ég  ætlaði að setja inn athugasemd á bloggi hans, en svo varð þetta frekar langt. )

Gott að heyra að þú tekur þessu létt með sjúkrahúsvistinni, Ómar.

Margt til í þessum skrifum hjá þér, en þessi borgaralega óhlýðni snérist ekki um frídaga, né hvíldardaga sem slík.  Þetta er mín túlkun á þessum athafni og orðum Vantrúar,  með bakgrunni í laganna hljóðan.

Með þessum aðgerðum var að mér finnst  bent á fáránleikanum í löggjöfinni. 

Bingó og happdrætti eru  nefnd sérstaklega í lögunum og sagt að bannað sé að stunda þessu á föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag (Um jól er minna um undantekninga og því minni fáránleiki ) . 

En samkvæmt lögum er margs konar önnur starfsemi, svo sem sumar tegundir af verslunarrekstri  leyfð á "næstheilagasti dögunum" sem etv ekki er í samræmi við því  sem fólk  tengir við hvíldardögum, fyrst bingó og happdrætti eru bönnuð  (?)

 

Úr  Lög um helgidagafrið :

I. kafli. Tilgangur laganna.
1. gr. Um helgidagafrið er mælt í lögum þessum í því skyni að vernda helgihald og til að tryggja frið, næði, hvíld og afþreyingu almennings á helgidögum þjóðkirkjunnar innan þeirra marka er greinir í lögunum.

II. kafli. Um helgidagafrið og helgidaga þjóðkirkjunnar.
2. gr. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru þeir sem nú skal greina:
   1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
   2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
   3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18.00 og jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags.

III. kafli. Um helgidagafrið.
3. gr. Óheimilt er að trufla guðsþjónustu, kirkjuathöfn eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.
4. gr. Um starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar gilda eftirfarandi reglur:
   1. Á helgidögum skv. 1. tölul. 2. gr. er öll almenn starfsemi heimil.
   2. Á helgidögum skv. 2. og 3. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi óheimil:
   a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.
   b. Markaðir og verslunarstarfsemi, svo og önnur viðskiptastarfsemi.
5. gr. Á helgidögum skv. 2. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi undanþegin banni því er greinir í 4. gr.:
   1. [Gististarfsemi og tengd þjónusta, starfsemi lyfjabúða, bensínstöðva, bifreiðastöðva, verslana á flugvöllum og fríhafnarsvæðum, blómaverslana, söluturna og myndbandaleigna, svo og starfsemi matvöruverslana með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem a.m.k. 2/3 hluti veltunnar er sala á matvælum, drykkjarvöru og tóbaki.]1)
   2. Íþrótta- og útivistarstarfsemi.
   3. Listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmyndasýningar eða sams konar sýningar. Einnig má halda og veita aðgang að sýningum er varða vísindi eða er ætlað að gegna almennu upplýsingahlutverki, svo og að hafa opin listasöfn og bókasöfn. Starfsemi þessi má ekki hefjast fyrr en kl. 15.00.
   4. Heimila má að dansleikir er hefjast að kvöldi laugardags fyrir páska eða hvítasunnu standi aðfaranótt páskadags og hvítasunnudags samkvæmt almennum reglum, þó eigi lengur en til kl. 3.00.
Á helgidögum skv. 3. tölul. 2. gr. er starfsemi lyfjabúða, bifreiðastöðva, gisti- og veitingastarfsemi undanþegin því banni er greinir í 4. gr.

 1)L. 18/2005, 1. gr. 

 


Eins og sjá má var þessu rýmkað árið 2005, en bann við bingó og happdrætti stendur enn.

Sennilega voru fæstir  sem tóku þátt á Austurvelli sérstakir áhugamen um bingó.  En menn vildu benda á þessi ólög sem  rökrétt  afleiðing þess að  Ríkiskirkjan  og gömlu sýnin hefðu enn árið 2005 mjög sterk ítök í löggjöf landsins. 

Aðrar afleiðingar af þungum  ítökum kirkjunnar á löggjöf  og til dæmis kennslu í skólum eru miklu alvarlegri  og  margir vekja athygli á því á blogginu, á opnum fundum og á Alþingi.  Gjörninginn  fyrir framan Alþingi á föstudeginum  langa var  táknrænn fremur en annað og benti á fáránleiknum í þessum ítökum kirkjunnar.  

Ómar, Þér virðist finnast að áhrif ríkiskirkjunnar sé réttlætanleg vegna þess að hún sé svo fjölmenn. Já meirihlutinn hefur einhver rétt til að forma samfélaginu, en siðaboðskapinn um umburðalyndi segir að ekki ætti að valsa yfir minnihlutann.

Annað er að  þessi viðtekni sannleikur  um að Þjóðkirkjan  sé svona fjölmenn virðist vera mikill blekking. Börnum eru skráð í kirkjunni, jafnvel án skírnar, ef móðirin er skráð þar, eða ef móðirin kemur frá landi þar sem "Lútherstrúar" eru sögð í meirihluta.  Mjög fáir sem eru skráðir í þjóðkirkjunni hafa tekið upplýst val um það sem fullorðnir einstaklingar.  Menn eru þarna mikið til vegna hefðar, sumir vegna athafna og skorti á  valmöguleika í athöfnum og annað.

Samkvæmt könnun á hversu mörgum trúi á kjarnanum í trúarjátningunni, eru kristnir um helmingur Íslendinga. Ekki fleiri en tæplega 50% trúa að Jesús sé sonur Guðs,  frelsari  sem dó á krossinum fyrir sýndir mannanna, og lifir enn.  Enn færri trúa á dómsdag.  Við þessu bætist að sumir sem trúa þessu eru ekki í þjóðkirkjunni.  Varðandi hinn helmingin :  margir trúa á einhvern æðri mátt sem þeir kalla kannski Guð, en samræmist ekki í aðalatriðum neinn formleg trúarbrögð.  Húmanistar og aðrir trúlausir eru um 20% þjóðarinnar. Loks tilheyra sumir öðrum trúarbrögðum en kristnir.

Þessar tölur eru frá minni, en ég held að þetta standist nokkurn veginn, og sé í samræmi við kannanir Þjóðkirkjunnar.


mbl.is Vantrúaðir spila bingó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga hjálmarnir sinn þátt í fjölgun meiðsla á skíðum ?

Þegar öryggi, líf og limir eru annarsvegar, er mikilvægt að styðjast við besta þekkingin. 

Ákvarðanataka og raðgjöf þurfa að miðast við fordómalaus skoðun á atriði málsins.  Varðandi hjálmana þá er ég hræddur um að vissan um að hjálmar bjarga, komi í veg fyrir því að menn þora einu sinni að velta upp hugmyndir um vandamálum tengd hjálmum eða hjálmanotkun.  Það er talið forgangsatriði sem hvergi má draga úr,  að fá eins marga og hægt er til að nota hjálm við ýmsa iðju.   þegar svoleiðis stif markmið og einörð stefna hefur sterk áhrif á umræða fagmanna, og leggur lok á umræðu þeirra, þá er of langt gengið.  Umræðan um öryggismál getur stundum verið mjög tilfinningaþrungin og blind.   

Ég veit ekki hvað hið rétta sé né hvert svarið yrði, ef kafað yrði ofan í orsakir þess að slæm meiðsl í svig, brun og þess háttar á skíðum hafi fjölgað.  Meiri hraði hlýtur að vega mjög þungt, eins og sagt er í fréttinni.  Carving-skíðnum er "kennt um".  En líklega  er það líka svo að fólk sem finnst það vera öruggara, vegna öryggisbúnaðs, leyfi sér að fara hraðar.   Mögulega upplífa menn carving-skíði sem einhvers konar öryggisbúnaður : að þeir hafa meiri stjórn en áður. 

Margir fræðimen sem benda einmitt á að með notkun öryggisbúnaðs geti fylgt
"risk-compensation", sem sagt að einhver hluti ávinningsins er töpuð niður vegna hegðunarbreytingu sem stafar af því að skíðamenn (í þessu tilviki)  halda ósjálfrátt að þeir komast af með að detta eða rekast á eitthvað  á meiri hraða en ella. Það er jú búið að messa yfir fólkinu um hversu miklu öruggara það sé með öryggisbúnaðinum.  Til að koma í veg fyrir þessu þyrfti  að telja fólki trú bæði um að hjálmar eða annar öryggisbúnaður sé nauðsýnlegur, en líka undirstrika hversu lítið hann hjálpar þegar farið er á miklum hraða. Skilaboðin gæti verið :  Maður á að nota búnaðinn en ekki breyta hegðun, eki treysta á honum.  Maður á ekki að "taka  ávinningurinn út úr bankanum", heldur vonandi njóta góðs af ef eitthvað gerist.

Ég undirstrika að ég hafi ekki lesið mér til sérstaklega um skíðahjálma, en sum höfuðmeiðsl hljóta að stafa af snúningi á heilanum frekar en högg, eins og talið er að gerist í umferðinni.  Í þeim tilvikum  ætti ekki að loka algjörlega á það skotið að hjálmar geti aukið kraftinum í þessum snúningi og gert illt verra. Mun minni snúningskraftur þarf til að skemma heilann en höggkraftur (Talað um þetta í grein eftir Curnow 2005, v.  reiðhjólahjálma að mig minnir)

Ég endurtek að ég sé ekki að bera fram neinn niðurstaða, heldur hvet til fordómalausa skoðun á málinu.  

Leiðrétting 17.mars :  Mun minni snúningskraftur þarf til að skemma heilan en hggkraftur. ( Ekki meiri eins og ég skrifaði í flýti )


mbl.is Skíðaslysum fjölgar í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband