Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Vantrú hefur vinninginn í "kristnu siðgæði" ;-)

Maður mundi halda að biskup Íslands væri vel að sér í góðum síðum ( sem sumir kalla kristilegir) og kannski mætti halda að menn hjá Vantrú séu að pota í mann og annan og hver veit kannski segja eitthvað sem jaðarr við gagnrýni á hefðum og jafnvel ýti undir sundrung nú um jólin.  En ef maður les "jólaboðskap" þessara aðila er ekki fjarri lagið að þetta sé þveröfugt farið: 

http://tru.is/pistlar/2009/12/sagan-sem-ma-ekki-gleymast,  Útdráttur: 

Hið frábæra starfsfólk leikskólans hafði sannarlega lagt sig fram um að gera allt úr garði sem best mætti verða fyrir börnin og boðsgesti þeirra. Þetta var afar skemmtilegt, falleg og gott og sannarlega heilnæmt fyrir sálina. En eftir á leitaði á mig að þarna var ekkert minnst á Betlehem, Maríu eða Jesú. Ætli stefni í það að eini staðurinn utan heimilanna sem leyft verði að rifja upp sögu jólaguðspjallsins og nefna höfuðpersónur hennar á nafn sé í kirkjunum?

( Sem sagt að "ekki sé minnst á"Betlehem, Maríu eða Jesú" er snúið upp í spurning um hvort aldrei megi "nefna" þá. Biskup efast ekki um kærleikan og góðu gildin sem voru miðluð í leikskólanum, en samt virðist hann finna þetta til foráttu og einhverskonar merki um ognun við tilveru okkar - að ekki sé alltaf "minnst á betlehem, Maríu eða Jesú". )

 

Hmm.  Er ekki öllu "kristilegri"  viðhorf sem bistist hjá Vantrú í þeirra jólabóðskap, birt  24.desember ?

http://www.vantru.is/2009/12/24/16.00/ 

Gleðilega hátíð Vantrú óskar öllum trúleysingjum og trúmönnum, ákafafólki og sinnuleysingjum, aðdáendum og öllum hinum gleðilegrar hátíðar. Hafið það sem allra best, njótið þess að vera til, verið góð hvert við annað og gangið hægt um gleðinnar dyr.

 


mbl.is Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðiefni :-)

Gleðileg hátíð, allir sem lesa. Gleðileg jól, til hamingju með þau tímamót að nú verða dagar bjartari og lengri og með að áramótin séu að nálgast.

 


Happdrættismiða fyrir viðkvæmum og mengunarlitlum

Það hlýtur að ver hægt að finna leið til þess að hvetja þá til dáða sem menga minna með einhverskonar hvata.  Og það er skelfilegt hversu máttlítill borgin tel sig vera gagnvart þeim sem brjóta á rétti íbúa til heilnæms lofts.  Borgin þorir ekki einu sinni að hafa orð á því að gott væri, sérstaklega þegar vetrarstillir eru, ef færri mundu nota bíla þessa daga, og  ef þeir sem aka mundu geta ekið hægar.  Þegar ekið er hægar dregur úr mengun úr púströrunum og dregur úr önnur svifryksmengun, svo sem tengd slit á götum, að rykið þyrlist upp.

Til að gera það skýrt hvar ábyrgðin liggur og sýna að borgin meti að sumir aka ekki um á bílum, væri hægt að gefa út happdrættismiða til vegfarenda sem ferðast með öðrum hætti.  Og þá ætti  að bjóða þeim sem mest verða fyrir barðinu á svifrykinu, sem tengist útblæstri og vegryki, happdrættismiða líka. Hægt væri að leyfa fólki sem eru  á lyfseðilskyldum lyfjum skrá sig  í happdrættinu.  Hvers konar vinningar urðu, hversu margir, og hversu oft yrði dregið er svo útfærsluatriði.  En maður gerir ráð fyrir að ekki yrði bíll í vinning. Hvorki á nagladekkjum eður ei, með púströri eður ei :-) 


mbl.is Svifryk yfir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varfærnislegt mat IPCC og aðgerðir sem skila arði

Í frétt mbl.is  sem þessi færsla  tengir í,  kemur fram að IPCC virðist hafa vanmetið bráðnun íss og hækkun yfirborð sjávar. Þetta er ekki eina ábendingin um að mat IPCC hafi verið varfærnislegt. 

Enda liggur það í eðli ferlisins hjá milliríkjanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) að frekar draga úr en ýkja áhrifin. Þær efasemdaraddir sem hafa verið uppi um magn breytingana hafa haft meira vægi en þá sem hafa viljað meina að breytingarnar séu meira.  Einn þeirra sem tekur mun sterkar til orða en IPCC er einn af þeim sem hefur unnið hvað lengst og unnið af hendi hvað mesta brautryðjendastarfið með sínum samstarfsamönnum, Jim ( James) Hansen. 

Það er rík ástæða til að taka þessum málum mun alvarlegra en ríkisstjórnir heims hafa gert hingað til, en góðu fréttirnar eru þær að margs konar aðgerðir til að draga úr losun hafa viðtæk, jákvæð áhrif á önnur svið og munu þar að auki spara peninga til fremur stutts tíma lítið. 

Það kemur meðal annars fram í skýrslu  unnin á vegum Umhverfisráðuneytisins og sem ráðuneytið hefur lagt til grunn í áætlanagerð um aðgerðir til að draga úr losun.  Á Íslandi á þetta við ekki síst um samgöngur. Ólíkt því sem mönnum hefðu mátt halda frá umfjöllun fjölmiðla, þá eru vetnis- og rafmagnsbílar ekki það sem helst skilar sér best. Nei, á næstu árum þá eru það hjólreiðar og göngu , ásamt bættar almenningssamgöngur og sparneytnari bílar sem skila mestu, og munu þar að auki minnka loftmengun, bæta heilsu ( sérstaklega hjólreiðar) og spara talsverða upphæðir.

Sjá :

    Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

    http://www.umhverfisraduneyti.is/forsida/nr/1530 

og  

    Miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda   

    http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442 

 ~~~~

20091214  kl. 17 : Bætti við dæmi um  ábata af tilteknum aðgerðum til að draga úr  losun loftslagslagslofttegunda, og lagfærði (?) málfar.

 


mbl.is Hafið gæti hækkað um 2 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband