Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menntun og skóli

Breskur hjólakennari segir : Hjólum á götunum (oftar)

Hér er auglýsing frá verkefninu Hjólafærni 

Veronica Pollard hjólakennari, kynnir Hjólafærni/Bikeability,
á morgun fimmtudag  22. maí kl. 12 - 13  

á hádegisfundi í ÍSÍ.

Staður : Engjavegi 6, í húsi 3 ( næst Reykjavegi), 3 hæð.

Morten Lange, formaður Landssamtaka Hjólreiðamanna, segir frá hjólreiðabyltingunni í borgum í Evrópu.
 
Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Bestu kveðjur,
Sesselja Traustadóttir
verkefnastjóri Hjólafærni á Íslandi


Veronica Pollard hefur hjólað í Reykjavík undanfarna daga, til og frá námskeiðinu   í Hjólafærni  /Bikeability  sem  haldið er í  húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum  og á götunum í nágrenninu.   Hún segir fræðin  sem Hjólafærni byggist á  nýtist vel her, og að íslenskir ökumenn bregðast vel við. Fræðin er ákveðin útfærsla á   "Vehicular cycling", sem þýðir að stjórna reiðhjólinu að miklu leyti eins og bíll eða mótorhjól. Eins og ökumenn vélhjóla læra, þá skiptir miklu máli að staðsetja sig þannig á akbrautum og akreinum, að maður sé sýnilegur, og oft á gatnamótum að "taka akreinina"

Mögulegt heiti á íslensku gæti verið samgönguhjólreiðar.

Að stunda samgönguhjólreiðar eykur umferðaröryggi og gera hjólreiðamenn kleift að komast greiðar á milli staða.   Það er mun sjaldnar sem götur eru grafnar í sundur en stígar, og gæði yfirborðs oftast betri á götunum.  Eftir götunum er auðvelt að rata öfugt við stígana.            Þá verða hjólreiðamenn sýnilegri í umferðinni, sem er ákveðin auglýsing fyrir þessa heilbrigða og vistvæna samgöngumáta.  Það geta fáir samgöngumátar keppt við hjólið að þessu leyti  í þéttbýli.

Helsti kostur stígana er að þegar maður þekkir leið eftir stig með góðu viðhaldi, getur verið þægilegra upp á hávaða og andlegu áreiti þar. Á stígunum, getur maður þegar umferð er lítill llíka spjallað við samferðamann á hjóli ef maður hefur varann á. 

Stígarnir gefa viss þægindi, en alls ekki nauðsýnlega meiri öryggi í reynd þegar á heildina er lítið, með undantekningu af  löngum leiðum eftir stofnbrautum eða þjóðvegum þar sem lítið er um gatnamót og útkeyrslur.  Stígar geta verið góðar, en hjólreiðamenn þurfa ekki síður að kunna að hjóla á götunum.  Fyrst mjög rólegar götur og svo aðeins umferðarmeiri götur. 

Kennsluaðferðir sem Veronica  kennir framtíða hjólakennarar að nota hafa líka vakið athygli sexmenningana sem sækja námskeiðið.  Fyrirlestrar skilar að jafnaði miklu, miklu minni eftir hjá nemendunum, og ekki síst hjá krökkum en sýnikennslu, virkri þátttöku  í umræðu, og að gera sjálf.

 


mbl.is Hjólreiðamaður í steininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svifryk á villigötum

Steinrykið, úr götunum eða annarsstaðar frá,  er ekki það versta, það bara vegur þyngst. Bókstaflega, en sérfræðingar í svifryki og heilsufarsáhrif tala um að miklu frekar ætti að miða við fjölda agna eða samtals yfirborð agna.  Þá kemur í ljós að  sót úr útblæstri ökutækja skipar mjög mikilvægan sess.

Enda er svifryk mjög alvarlegt mál samkvæmt WHO í fjölda borga í Evrópu þar sem aldrei sést nagaladekk. Drepur fleiri en árekstrar bíla ár hvert.
 

Meira um svifrykið hér :

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/370097/

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/124535/ 

  Og enn er meira :  

http://www.google.com/search?q=site%3Amortenl.blog.is+svifryk 


mbl.is Búist við miklu svifryki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott kerfi tekur við ábendingum um borgina !

Skrifaði færslu á spjalli Fjallahjólaklúbbsins sem ég vil endurtaka hér :  

Flott kerfi tekur við ábendingum um borgina !  
Hér er frábært framtak sem við sem erum að ferðast á hjólum ættum að nýta okkur til fulls.


1,2 og Reykjavík

 

Munum samt að vera kurteisir en tala skýrt mál :-)

Maður getur sýnt á korti hvaða stað ábendingin gildir um, og lofað er að maður fái að sjá viðbrögð við hverja ábendingu, eða þannig skildi ég þetta.
Næstum of gott til að vera satt..

Við getum bent á mokstur, sópun og annað viðhald. Staðir þar sem algengt er að bílum séu lagðar í trassi við lög á stígum og gagnstéttum. Við getum bent á skemmdir, framkvæmdir sem ekki taka tillit til heilbrigðra samgangna, og margt fleira.

Já, og svo hægt er að hrósa :-)

Eða segja frá til dæmis góðri reynslu af því að hjóla á götu í stað gangstéttar í hverfunum.

1,2 og Reykjavík
 


« Fyrri síða

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband