Færsluflokkur: Umhverfismál
21.9.2010 | 16:25
Hvi ekki gera þetta í öllum opinberum stofnunum ?
Þegar er verið að gefa fóli sem mætir á bíl gjaldfrjálst bílastæði, en ekki gefa öðrum samsvarandi hlunnindi erum við öfuga hagræna hvata í gangi. Hvetjum til mengunar og óhollustu.
Ætti svoleiðis ekki í raun að vera harðbannað ?
Starfsfólki gefið strætókort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2010 | 19:29
Gott mál, en svolítið eins og að pissa í skóna
Hvað varðar skipaflotinn er þetta mjög jákvætt. Væri frábært að draga úr mengun og notfæra sér efnið í henni aftur. Líka ágætt að útblátur úr bílum minnki. En það eru ekki svoleiðis lausnir sem munu verða mikilvægastir, heldur að hugsa algjörlega "nýtt" og í stæra samhengi.
Sem dæmi í samgöngum í þéttbýli, þá er gefið mál að lausnin verður blanda af win-win lausnum sem hjólreiðar, göngu, almenningssamgöngur, samnýttir bílar, og bætt borgar/hverfisskipulag. Gefur auga leið, hreinlega. Hef aldrei heryrt frambærileg mótrök við því.
Hugsa þarf líka um : mengun tengd framleiðslu og förgun bíla, um lýðheilsu, um mannvænt samfélag og minni hræðslu og ónót ( sem dregur fólk til dauða ) af völdum umferðar. Það þarf að miða við alvöru sjálfbæra þróun. Jafnrétti milli kynslóða, og að miklu leyti heimshluta og samfélagshópa.
Myndi draga úr útblæstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2010 | 14:48
Íslendingar í Kaupmannahöfn hjóluðu vonandi
Las það á copenhagenize.com að yfirvöld hvatti fóli til að nota reiðhjól og almenningssamgöngur til að forðast vanda með að komast leiðir sinar á bílum.
Hér er bloggfærslan :
http://www.copenhagenize.com/2010/08/torrential-rain-police-suggest-bike.html
Og hér er textinn frá Danmarks Radio:
"- Stå op i god tid. Lyt til radioen eller gå ind på nettet. Ser det slemt ud, så tag de offentlige transportmidler eller cyklen. Selv om der ikke kommer de samme vandmængder, så kan trafikken blive berørt, hvis kloakkerne igen ikke kan følge med, siger Lars-Christian Borg."
Sem google tarnslate vill meina að mætti segja eitthvað á þessa leið :-)
"- Komdu upp í tæka tíð. Hlustað á útvarpið eða fara online. Er það líta illa út, taka strætó eða hjólandi. Þó er það sama magn vatns, svo umferð getur haft áhrif ef fráveitur aftur má ekki halda upp, "segir Lars-Christian Borg.
Flæddi inn í sendiherrabústaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 11:06
Mannréttindabrot að banna daglegar hjólreiðar ?
Ég hef lengi velt fyrir mér hvort það sé mannréttindabrot að banna hjólreiðar. Rökin sem eru notuð eru mjög svipuð og í tilfelli gleðigöngunnar. Menn eru á því að að leyfa hjólreiðar geti ógnað öryggi. Og ef það er ekki mannréttindabrot, hvernig eigi þá að skilgreina þetta kerfisbundna ójafnræði á hendur hjólreiðamanna ? Hér eru nokkur dæmi, pínu hraðsoðið :
- Bannað að hjóla eftir hraðbrautum jafnvel þótt ekki sé til aðra leið á milli A og B. Eða leiðri sem í boði eru , eru ekki í nánd við að vera jafn greiðfær.
- Bannað að hjóla án hjálms, hvort sem ferðin er stutt eða löng á leið í veislu eða á stígum í óbyggðum án umferðar, hvort farið er upp bratta brekku í 50 stíga hita. Í mörgum löndum gildir þetta alla aldurshópa. Háar sektir eru beittir og fangelsi ef maður borgar ekki. Og yfirvöld þverneita að ræða vísindagögnin sem sýna að hjálmar skipta ekki höfuðmáli heldur eru aðrir hlutir miklu, miklu mikilvægari.
- Bannað að hjóla án endurskinsvesti ( þetta er að ryðja sér til rúms í mörgun löndum til dæmis í Litháen sem var eitt fyrsta landið sem setti svoleiðis lög. Og tillaga um svipað liggur nú fyrir Alþingi)
- Alfarið bannað að hjóla (líka fyrir börn, og á litlum hraða) á göngustígum., þar sem sér hjólastígur er til hliðar. Tillaga um þetta liggur fyrir alþingið.
- Alfarið bannað að þvera heildregna línu sem aðgreinir 1m "hjólaræmu" á 2+1 skiptum stígum. á þessari ræmu er ekki hægt að mæta öðrum hjólandi. Það ætti sérhver hugsandi maður að sjá. Tillaga um þetta liggur fyrir alþingið.
- Alfarið bannað að hjóla eftir vegum í þéttbýli með hærri hámarkshraða en 50 km/klst. (Spekingar hjá borginni lögðu þessu til í fullu alvöru við Samgönguráðuneytinu þegar fjallað var um heildarendurskoðun umferðarlaga )
- "Bannað" að tala satt um litla gagnsemi hjálma hvað varðar heildarmyndina um öryggi hjólreiða. Opinberir aðilar neita að rökstyðja stöðu sína af fullri alvöru og svara gagnrýni en halda áfram að mæra hjálmana, "ljúga" skýrt um gagnsemi þeirra ( fullyrða að hjálmar hafa bjargað fjölda mannslífa og stuðla að "victim blaming". Jafn vel í tengsl við átakinu "Hjólað í vinnuna".
Svo eru fleiri óbein bönn eða kannski frekar gróf jafnræðisbrot :
- Samgöngumannvirki miðuð við hraðri akstri bíla
- Ökutækjastyrkir ef ökutækið er vélknúið annars ekki. ( Samgönguráðuneytið er að stíga fyrsta skrefið í rétta átt þessa dagana : http://visir.is/article/20100505/SKODANIR03/945267172 )
- Niðurgreidd eða gjaldfrjáls bílastæði sem þó kosta stofnanir, fyrirtæki og búðir morðfjár
- Kvaðir um lágmarks fjölda (oftast "ókeypis" ) bílastæði við íbúðar- og öðru húsnæði. (Sumstaðar er verið að breyta yfir í hámark, eða lækka lágmarkið )
- Bílablöð í dagblöðunum dregur dilk bílasalana
- Akstursíþróttir hafa fengið ótrúlega mikið pláss í fjölmiðlum. Það er ekki verið að einfaldlega gefa fólki það sem það vill, heldur verið að segja fólki hvað það vill. Í Noregi og á Bretlandi eru það hjólreiðar sem hafa styrkst mest sem áhorfendaíþrótt ( og þátttakendaíþrótt ) undanfarin ár.
- Og maður gæti haldið áfram ....
Segir fráleitt að stöðva gleðigöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2010 | 18:01
Er einhver að vakna ?
Það streyma inn fréttir af svipuðum toga, en hver er viðbrögðin ?
Rafmagnsbílar ?
Kanntu annan ?
Hér á blogginu ætti að sjálfsögðu að vera flokkur sem blog.is mundu birtast færslur samkvæmt og mundi heita Sjálfbærni eða álíka. Kannski líka sér flokkur "Hnattræn hlýnun" eða stórfenglegar og ógnandi breytingar sem skemma fyrir sjálfbærri þróun yfirleitt ("Global Change").
Bráðnun íss veldur meiri hlýnun en hingað til hefur verið talið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2010 | 17:51
Móðir jörð / Gaia ?
Hafa áhyggjur af fækkun býflugna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2010 | 17:58
Enn bætist við ný rök með hjólreiðum
Þetta kemur fram í frétt mbl.is um rannsókn um jákvæða áhrif hreyfingu, þar á meðal hjólreiða á heilsu ungviðis. Léttara barn, ( innan marka auðvitað) er síður líklegt til að lenda í heilsufarsvanda síðar á ævinni .
"Konurnar sem hjóluðu eignuðust jafn löng börn og samanburðarhópurinn, en börnin voru að jafnaði rúmlega 140 grömmum léttari en önnur börn."
Hreyfing móður hefur jákvæð áhrif á heilsufar barns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2010 | 12:32
Gróðurhúsaáhrifin magnast. Byrjum á aðgerðum með hliðarávinningi
Lengi hefur verið vitað að hláturgas N2O hafi mjög sterka gróðurhúsavirkni. Nú eru að koma fram vísbendingar um að hlýnun jarðar auki losun N2O með náttúrulegum ferlum. Sem sagt magnandi áhrif hlýnunar sem er innbyggður í lífhvolfinu. Þetta er þriðja dæmið um svoleiðis magnandi áhrif sem tengist (norður-)heimskautunum, sem ég man eftir í fljótu bragði.
- Hlýnun bráðnar hafís, sem þýðir að sólarljós hitar yfirborðið frekar en ef ljósið er endurvarpað af ís og snjó
- Hlýnun bræður sífreranum sem inniheldur miklu magni af metani, sem er um 20 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýring
- Þegar sífrerinn bráðnar losast líka N20 sem er um 300 sinnum öflugri en CO2.
Auk þess er bent á í frétt mbl.is að N2O hafi neikvæð áhrif á ósonlaginu. Og við vitum líka að þynnra ósonlag geti aukið hlýnun, því meir orka berist neðar í lofthjúpnum. Og undir vissum kringumstæðum getur aukning í gróðurhúsalofttegundum gert það að verki að neðri hluti lofthjúpsins hlýnar meðan efi hlutar kolna. Kólnun efri hluta lofthjúps geta haft neikvæð áhrif á ósónlaginu.
Til mótvægis við þessu má nefna að hlýnun getur undir sumum kringumstæðum aukið skýjamyndun, sem getur dregið úr hlýnun. En sumar tegundir af skýjum (þunnir) geta reyndar haft þveröfug áhrif...
Og svo má rétt nefna að mengun í formi agna hafi mögulega ýtt undir skýjamyndun sem hefur leitt til kólnunar, miðað við það sem hefði annars verið. Já þetta kerfi er flókið og það er svo sannarlega skýrt að við þurfum að fara varlega og draga úr áhrifum okkar, sérstaklega hvað varðar sóun sem eykur sífellt losun okkur á gróðurhúsalofttegundum.
Nú er um að gera að grípa til aðgerða þó fyrr hefði verið. Mesta samstöðuna og mesti ávinningurinn ætti að vera hægt að ná með því að byrja á aðgerðum sem hafa hliðarávinning. Eitt besta dæmið sem ég þekki til er aukning í hjólreiðum og að draga um leið úr notkun einkabíla. Við ættum að byrja á því að leiðrétta þær skekkjur sem eru í samkeppnisstaða samgöngumáta. Dæmi :
- Gjaldfrjáls eða niðurgreidd, en í raun rándýr bílastæði
- Ökutækjastyrkir í stað samgöngustyrkja í bland við búsetustyrkja
- Íþróttastyrki sem sjaldnast má nota til viðhaldi á reiðhjóli, kaup á fatnaði til göngu, hjólreiða eða notkun strætó
- Hlunnindaskatt á samgöngustyrkja meðan verulegur partur af ökutækjastyrki eru skattfrjáls
- Samgöngumannvirki hannaðir með "þarfir" einkabíla í fyrsta sæti
- Alvöru yfirlit yfir það sem ofvaxinn umferð einkabíla kosti okkur í raun, og bera saman við tekjur sem koma á móti
- Mengunarbótarreglan og grænir skattar virkjaðar í þrepum, um leið og skatt á vinnu er lækkuð
Er hláturgas næsta stóra ógnin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 8.4.2010 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2010 | 20:58
Nota hluti peningana til aðstoðar frumbyggja ?
Í takti við innihaldi myndarinnar væri við hæfi að nota hluti gróðans af sýningum á Avatar í að aðstoða frumbyggja í réttindabaráttu þeirra.
Kannski hreinlega byrja heima meðal indjána Norður-Ameríku og halda svo áfram meðal frumbyggja 8 og fyrrverandi þræla) rómönsku Ameriku, þar á meðal á Haiti ?
Tekjur af Avatar yfir 2 milljarðar dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2010 | 18:11
Hvernig er nýtni og ávinningur miðað við rafhlöður, vetni eða reiðhjól ?
Spennandi frétt þetta með framleiðslu metanóls úr koltvísýringi, með því að eyða heilmikið af rafmagni.
Það vantar að spyrja ýmsa spurning um þetta:
- Hvaðan á koltvísýringin að koma ?
- Hvað kostar að fanga koltvísýringin ?
- Þarf aðilinn sem framleiðir metanól með þessum hætti að borga eða fær hann borgað fyrir að "endurnýta" kola-frumeindirnar ( tengd losunarkvótum og þess háttar ) ?
- Hér er ekki um eiginlega bindingu að ræða, þannig að mun grænni væri að taka koltvísýringinn upp í tré, gras, eða láta vera að búa hann til. Ekki satt ?
- Eru "hvatar" nýttir sem þurfi að endurnýja og eru dýrir eða mun verða dýrir eftir sem auðlindir verða óaðgengilegar ?
Hver er nettó raunávinningur ( i mörgum tilfellum neikvæð), miðað við til dæmis að
- nota rafmagnið beint, eins og í lestum eða Trolley-strætó
- nota rafmagnið fremur í léttum og mun sparneytnari rafhlöðu-farartæki, sem til dæmis rafmagns-reiðhjól
- Nota rafmagnið og smá koltvísýring til að búa til mat, sem að hluta knýr hjólreiðamenn
- nota rafmagnið til að búa til vetni ( sennilega betri nýtni þegar búi metanól er búið til )
- nota rafmagnið í mismundandi tegundum af rafhlöðum, hver með mismunandi vigt, endingu, nýtni og sem ganga á auðlindum jarðar með mismunandi hætti
:-)
Og það varð ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar