Leita í fréttum mbl.is

Mesta fjölgun utan trúfélaga

Í frétt MBL sem þessi færsla er tengd við kemur fram að sá hópur sem stækkar mest er "utan trúfélaga".  Mér fyndist eðlilegt að segja frá því í fyrirsögn fréttarinnar.

Þessi staðreynd ætti kannski  að ýta undir að menn fara að skoða það sjálfsagða réttlætismál að lífsskoðunarfélög  sem hafa fest sér í sessi fái sömu réttindi og skráð trúfélög.  En svo er ekki og er það ein ástæða til að spyrja sig hvort fullkomið trúfrelsi ríki á Íslandi.

Siðmennt er dæmi um lífsskoðunarfélag sem eru hluti af stórri hreyfingu í fleirum löndum, giftir fólk og fermir. Síðmennt leggir mikil áhersla á siðferði, eins og til dæmis kemur fram í fermingafræðslu þeirra.  En á meðan trúfélög fá styrk sem samsvara sóknargjald til þjóðkirkjunnar og full réttindi á ýmsum sviðum á við þjóðkirkjuna, er Siðmennt meinað þessu, á grundvelli þess að ekki sé um trú á yfirnáttúruleg öfl eða líf eftir dauða að ræða.

Er það samfélaginu til sóma að trú á yfirnáttúruleg öfl og líf eftir dauða séu talin betri grunnur fyrir lífsviðhorf  og siðferði en samfélag manna,  og aðferðir vísindanna ? 


mbl.is 0,9% þjóðarinnar skiptu um trúfélag árið 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2008

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband