Leita í fréttum mbl.is

Olíusjóðurinn norski hefur siðferðisstaðla sem skipta sköpum

 

Frá RÚV :


Norska fjármálaráðuneytið tilkynnti í dag að norski olíusjóðurinn gæti ekki lengur fjárfest í alþjóðafyrirtækinu Rio Tinto vegna umhverfisskaða sem fyrirtækið ylli í Indónesíu.

Rio Tinto er alþjóðlegt námuvinnslu- og álframleiðslufyrirtæki, sem á meðal annars Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík. Ástæðan fyrir ákvörðun Norðmanna er gífurleg mengun frá námu sem Rio Tinto á aðild að í Indónesíu. Þar er hundruð þúsunda tonna af mengandi úrgangi veitt óhreinsuðum út ár og vötn.

 

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Norðmanna, skýrði frá því að þar sem fyrirtækið hefði ekki svarað fyrirspurnum siðferðisráðs sjóðsins væri ljóst að það myndi ekki láta af athæfinu. Þvert á móti hyggðist fyrirtækið halda starfsemi sinni óbreyttri til ársins 2014.

Norðmenn áttu sem svaraði tæplega 77 milljörðum íslenskra króna í Rio Tinto og skyldum félögum. Olíusjóðurinn fjárfestir ekki í fyrirtækjum sem ekki uppfylla siðferðisstaðla sjóðsins.

 ~~~~~~~

Þetta gerir mér pínu ánægður og stoltur af upprunaland mitt  :-) 


Bloggfærslur 10. september 2008

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband