Leita í fréttum mbl.is

Eru skattar á bíla ekki frekar of lágir ?

Á heimasíðu FÍB finn ég engan rökstuðning við þeirri fullyrðingu að vegatollarnir koma "í ofanálag við gríðarháa skatta sem fyrir eru á eldsneyti, bifreiðar og rekstur þeirra."

Aðstoð væri vel þegin hvað varðar tölur sem sýna fram á að kostnaður samfélagsins af bílum sé minni en skattarnir.

Það má að sjálfsögðu taka þessu saman með ýmsu móti. Dæmi um þætti sem mætti athuga:

  • Skattar og gjöld tengd kaupum á bifreiðum, skráningu, og  rekstri (VSK - sem er á öllum vörum - ekki tekinn með)
  • Útgjöld ríkisins til vegagerðar og vegamannvirkja, ásamt viðhaldi
  • Útgjöld sveitarfélaga til vegagerðar, viðhalds ofl.
  • Stærsti hluti rekstrar Vegagerðarinnar, Umferðarstofu, Rannsóknarnefndar umferðarslysa, umferðarlögreglu oþh.
  • Kostnaður heilbrigðisstofnanna og vinnustaða vegna umferðarvár, dauðsfalla og  örkumla og
  • Kostnaður tengd dreifingu byggðar
  • Kostnaður vegna niðurgreiðslna í formi ökutækjastyrkja, gjaldfrjálsra bílastæða
  • Kostnaður vegna mengunar ( mjög viðamikið svið, að hluta umtalað/rannsakað af WHO, IPCC ofl)

Og mögulega þetta : 

  • Niðurgreiðslur tryggingafélaga til þeirra sem aka  langar vegalengir ár hvert ? 
  • Tími sem sparast vegna greiðra samgangna á bílum
  • Tími sem tapast í umferðarteppum ( og þeim verða ekki leyst til langframa með því að byggja meira )  Munið líka að reiðhjólið er oft sneggsti ferðamátinn í borgum, svo og oft í Reykjavík á háannatíma. 
Og áfram mætti telja ...

Hægt væri að byrja með þessu sem Jens setur fram í athugasemd hér :

http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/975438/

Stutta samantektin hljómar :

"Fjárlög 2009:

Útgjöld samgöngumálaráðuneytis til vegamála: 32,4 milljarðar

Tekjur ríkisins af bifreiðum, bensíni og olíu: 19,4 milljarðar"
 

En vert er að taka fram að þetta ár var eitthvað afbrigðilegt. Fyrri ár voru nær "jafnvægi", en fjölmarga þætti vanta.  

 

(kl. 22:28 : Leiðrétti nokkrar málfarsvillur eftir vinsamlega ábendingu. Takk, B  :-)


mbl.is Um 10 þúsund mótmæla veggjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2011

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband