25.8.2010 | 18:55
Réttindi / Aumingja hjólreiðamenn 1
Það virðist vera að til að fá múgur og margmenni til að styðja einhvern hóp, sem á það skilið, þarf A) einhver að fara fyri hópnum er þegar mjög vinsæll eða vel falinn til vinsælda eða B) að fólk geti sagt "ó auuuuumingja þú, mikið átt þú bágt" og /eða "mikið eru menn ósanngjarnir gagnvart þér ".
Nú eru hjólreiðar og hjólreiðamenn að verða svolítið vinsælir, en það að hjólreiðamönnum fjölgi fer fyrir brjósti á sumum. Og enn eru hjólreiðamenn minnimáttar og eiga að vera nánast réttindalausir í hugum sumra.
Mér datt í hug ( að hluta vegna þess að Landssamtök hjólreiðamanna var tekið af lista Glitnis / Íslandsbanka yfir góðgerðarfélög ) að kíkja aðeins á aumingjafaktórinn sem er mjög sterkt ríkjandi á þeim lista. Að nota orðið auymingja er náttúrulega líka innblásið af kjörorð Besta flokksins ; "Allskonar fyrir aumingja". Og kannski blanda inn réttindinn. Reyni að taka þetta í skömmtum.
Hér kemur fyrsta dæmið sem mér datt í hug, bara af því að ég sá þetta um daginn og vildi nefna áður en ég gleymi :
Bloggið 101 Wankers.
Bloggið snýst um að ekki þegja yfir dónaskap gagnvart kvenkyns hjólreiðamenn í London. Að auki er útbúið kortið sem sýnir hvar hjólandi konur í London verða fyrir aðkasti af karlmönnum (aðallega í bílum) og strákum. Nokkrar konur hafa ákveðið að þegja ekki, og lika að beita smá grín / húmor.
Kíkið á :
Spurning hvort fólki muni finnast akkúrat þessar konur "eiga skilið" að um þá "ó aumingja þú". Þær eru greinilega að taka þetta í sínar eigin hendur....
En fyrst þessar fáar konur upplífa þessu svona oft, er ekki líklegt að þetta sé bara toppurinn af ísjakanum ? Er svona löguðu í lagi ? Auðvitað ekki !
Þetta er dæmi ( tekið frá öðru landi, að vísu, en land sem við lítum stundum til ) um að verið sé að níðast á hjólreiðamönnum.
( Reyndi að betrumbæta textann 2010-08-35 22:20, án þess þó að breyta megininnihaldið)
Meginflokkur: Hjólreiðatengt | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Mannréttindi, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
notendur bíla borga undir sína vegi með olíugjaldinu. reyndar er olíugjaldið svo hátt að það borgar einnig undir aðra þjónustu í þjóðfélaginu.
afhverju eiga aðrir en notendur hjóla að borga undir þeirra samgöngutæki? geta hjólreiðarmenn ekki borgað sjálfir fyrir hjólastíga sem þeir vilja að verði lagðir þvers og kruss? eigendur bíla gera það, afhverju ekki hjólreiðamenn líka?
Fannar frá Rifi, 25.8.2010 kl. 19:34
Rökstuðning væri við hæfi... tölur...
Morten Lange, 25.8.2010 kl. 20:06
Fannar, þú gleymir allan þann kostnað sem bílanotkun krefst: Slit á götunum, mengun, bílastæði o.fl. Eitt mislægt gatnamót kostar jafn mikið eins og óteljandi kílómetrar af hjólreiðarbrautum. Svo er ávinningurinn heilsufarslega séð mikið þegar fólk hreyfir sig meira, þar meðal annars að hjóla. Gaman væri að reikna þetta út.
Úrsúla Jünemann, 25.8.2010 kl. 20:27
Fannar : Ertu að reyna að snúa athyglinni frá því sem ég var að skrifa um, eða ertu óbeint að segja að það sé allt í lagi þótt karlmenn (oftast í bílum) hæðast og níðast að hjólreiðakonum í umferðinni í Lundúnum ?
Morten Lange, 25.8.2010 kl. 22:28
En að spurnigu þinni,Fannar, þá ítreka ég að rökstuðningur með tölum og tilvitnanir væri vel þegið. Það væri áhugavert að sjá nákvæmlega hvernig þú (og FÍB og skuggalega margir aðrir ) kemst að þessari skrýtnu niðurstöðu. Í framhaldi væri áhugavert hvort þú sért opinn fyrir mótrökum.
Mátt fá forsmekk á þeim, reyndar. Hér er auðlesið, stutt og laggott dæmi um umfjöllun um þetta mál frá Bretlandi (Auðlesið efni er fínt sama hver á í hlut) :
A cost-benefit analysis of cars and bicycles
Og á bloggi Árna (arnid.blog.is) má finna töludæmi úr Íslenskum fjárlögum.
Morten Lange, 25.8.2010 kl. 22:40
Vandamálið með bílana er ekki bara mengun og orkusóun og geigvænlegur og sívaxandi kostnaður við umferðarmannvirki, það þarf líka að geyma allt bílagóssið einhvers staðar þegar það er ekki á ferð. Og á stór Reykjavíkursvæðinu eru um milljón bílastæði ! Hvað kostar það?
Baldur Fjölnisson, 26.8.2010 kl. 00:53
hverjir borga fyrir eldsneytið á bílanna? það eru notendur.
á bensínið er síðan sett gríðarlega miklir skattar og álögur. olíugjaldið var t.d. sett á í þeim tilgangi að notendur á eldsneyti á bifreiðar myndu sjálfir fjármagna vegakerfið. þar með talið hringtorg, mislæg gatnamót og endurlagninu á malbiki. þetta er allt borgað með olíugjaldinu. stór hluti gjaldsins fer síðan í að borga annan kostnað.
við þetta bætast svo alskyns skattar á bifreiðar og bifreiðagjöld.
ég er ekkert á móti hjólreiðum. en hvað er að því að notendur þessarar þjónustu, þ.e. nýrra hjólastíga, borgi sjálfir fyrir þá eins og bifreiðaeigendur borga fyrir nýja og gamla vegi?
og það er reyndar einfalt að komast að þessu. taktu útgjöld til vegakerfisins og mínusaðu að með tekjum ríkisins af olíugjaldinu. síðan máttu ekki gleyma að ofan á olíugjaldið leggst síðan virðisaukaskattur sem fjármagnar enn meira.
á meðan rennur ekkert inn í ríkiskassan frá hjólreiðamönnum nema skattur af hjólinu og tollur við innfluttning. síðan heimtaru að aðrir borgi fyrir samgöngur hjá þér. afhverju ert þú ekki tilbúinn í að fjármagna þínar eigin samgöngur?
Fannar frá Rifi, 26.8.2010 kl. 15:44
samkvæmt fjárlögum 2010 þá eru heildar útgjöld til samgöngumála 39 milljarðar króna. olíugjald, vörugjöld af bensíni, nýji kolefnisskatturinn ásamt sérstöku vörugjaldi á bensíni ásamt vörugjöldum á innfluttningi á bifreiðum, bifreiðagjöld og þungaskatt gera 28,69 milljarða króna.
en hversu mikið af þessu fer til vegamála? meirihlutinn fer í að halda við alskyns stofnunum t.d. rannsóknarnefndum umferða, flug og sjóslysa. siglingamál og hafnaframkvæmdir. rekstur á flugvöllum og starfsemi í kringum þá. og svo jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem er yfir 13 milljarðar króna.
þannig að þú þarft ekki nema að flétta rétt aðeins upp í fjárlögum til að sjá hversu mikil þvæla þetta er sem þú heldur fram. bifreiðaeigendur borga undir sinn samgöngumáta og borga fyrir vegina sem þeir aka um á. getur þú ekki tekið þetta þér til fyrirmyndar og borgað fyrir hjólreiðastíga sem þú vilt nota.
ef þú trúir ekki þessum tölum þá ættiru að afsanna þær.
Fannar frá Rifi, 26.8.2010 kl. 15:56
Fannar, þetta eru vissulega óhugnanlegar tölur sem þú ert með en greinilega þyrfti að margfalda þessa skatta til að þeir dygðu fyrir bílamannvirkjum. Hægri og vinstri kommúnistar hafa vissulega hróflað upp geðveikislegum atvinnuleysisgeymslum á síðustu áratugum og skattarugli til að kosta það. Skiljanlega er það núna loks rúllað beint á hausinn og öll heimsins þöggun getur víst ekki lengur leynt þeirri ömurlegu staðreynd.
Sjálfur hjóla ég mest á gangstéttum hérna í höfuðborginni og virðist viðhald og kostnaður vegna þeirra hafa verið míkróskópískt árum saman og síðan nota ég dálítið sérstaka hjólreiðastíga sem eins og gangstéttirnar eru líka ætlaðar fótgangandi og hjólastólum. Þannig að skattlagning eftir notum þessarra stíga væri mjög flókin öfugt við bílaakbrautir.
Baldur Fjölnisson, 26.8.2010 kl. 19:57
Við þessa blggfærslu er athugasemd þar sem fram koma allt aðrar tölur (2009):
http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/975438/
Og reyndar þá eru svolítið sérstakir tímar núna, þannig að best væri að skoða aðeins lengur aftur í tímann.
En án tölur finnst mér ekki rökfærslan hjá þér um að þessar stofnanir séu svo dýrar vera mjög léttvæg. Mundu að Vegagerðin er ansi stór stofnun, og hlýtur að teljast með sem útgjaldaliður.
Morten Lange, 26.8.2010 kl. 20:05
Ný tilraun :
En án talna finnst mér rökfærslan hjá þér um að þessar stofnanir séu svo dýrar vera mjög léttvæg. Mundu að Vegagerðin er ansi stór stofnun miðað við hitt, og hlýtur að teljast með sem útgjaldaliður vegamála.
Morten Lange, 27.8.2010 kl. 11:12
Hér eru tölur um hvernig útgjöldin til samgönguverkefna skiptist.
http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2010/?lidur=10-212
Ekki má gleyma að sveitarfélögum, sérstaklega á Höfuðborgarsvæðinu eyða talsvert líka, í að útvikka og halda við helgunarsvæði bíla.
Landssamtök hjólreiðamanna, 27.8.2010 kl. 16:48
Ekki gleyma Fannar að það er lagður skattur á reiðhjólin sjálf, varahluti og viðgerðaþjónustu. Við leggjum líka okkar til samfélagsins og viljum að sjálfsögðu að þeir peningar nýtist í ja, þeir nýtast í þágu allra. Ef 100 mann sem hjóla ekki í dag myndu byrja á því og nota bílinn eins lítið og hægt er (ég er t.d. þannig neytandi), þá er það gott fyrir samfélagið í heild sinni. Betri heilsa fyrir þessa 100, minni mengun fyrir umhverfið, skattur af 100 reiðhjólum kæmi í ríkiskassann, þeir sem kjósa að fara akandi hafa meira pláss og eiga auðveldara með að finna stæði. Það er öllum í hag að sem flestir hjóli.
Hjóla-Hrönn, 27.8.2010 kl. 17:47
Fannar frá Rifi. Það eru einungis eldsneytisgjald og bifreiðaskattur, sem eru sérgjöld á bifreiðaeigendur ætlaðir til að fá upp í kostnað við samgöngumannvirki. Kolefnaskattur er vegna mengunar frá bílum.
Virðisaukaskattur er hluti af almennri skattlagningu ríkisins og getur því ekki á nokkurn hátt talist til sérskattlangingar á bíleigendur jafnvel þó hann sé greiddur í gegnum kaup á bílum eða varahlutum í bíla. Þeir, sem ekki eiga bíl eyða einfaldlega því, sem þeir spara við að reka ekki bíl í annað og greiða virðisaukaskatt af því. Þannig greiðir maður, sem ekki á bíl og er með sömu tekjur og bíleigandi jafn mikið í virðisaukaskatt og bíleigandinn.
Það sama á við um tolla. Það eru tollar af flestum innfluttum vörum og því greiðir maður, sem kaupir aðrar innfluttar vörur en bíl líka tolla.
Þeir skattar, sem hægt er að eyrnarmerkja, sem sérskattlagningu á bifreiðaeigendur til að leggja til samgönguframkvæmda eru því aðeins hluti þessara 28,69 milljarða, sem þú nefnir.
Hvað útgjaldahliðina á móti varðar þá er það svo að ríki og sveitafjélög skipta skattstofnum á milli sín nokkuð óháð því hvar útgjöld þeirra liggja. Ríkið skattleggur bifreiðaeigendur en sveitafélög fasteignaeigendur svo dæmi sé tekið.
Það er því út í hött að bera saman sérskatta á bifreiðaeigendur aðeins við útgjöld ríkisins til vegaframkvæmda. Það þarf að skoða bæði útgjöld ríkisins og sveitgafélagana í þessu samhengi.
Þegar þetta hefur verið gert er niðurstaðan sú að það vantar mikið upp á að sérskattar á bifreiðaeigendur ætlaða til vegaframkvæmda nái upp í allan kostnað við vegaframkvæmdir. Þaðan af síður eru skattar á bifreiðaeigendur að ná upp í eitthvað annað. Þvert á móti þurfa aðrir skattgreiðendur að greiða notkun bifreiðaeigenda á samgöngukerfinu niður um umtalsverðar upphæðir á hverju ári. Þó erum við þá ekki farnir að tala um kostnað vegna mengunar og umferðaslysa.
Það er einfaldlega mýta að bifreiðaeigendur séu einhver ofkattlögð mjólkurkýr.
Sigurður M Grétarsson, 27.8.2010 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.