Leita í fréttum mbl.is

Leiðrétting á trúfélagsskráningu. Breytingar í þjóðkirkjunni.

Til þess að aðilar í þjóðkirkjunni fái raunverulegt tækifæri til að aðstoða með að breyta kirkjuna, þá þarf að mínu viti að aðstoða þá sem er óánægðir að myndi öflug tengsla- og stuðningsnet sín á milli. Einstaklingar mega sín lítils einir gegn bákninu.

Svo finnst mér líka reyndar að kirkjan ætti að bjóða fólki sem eru ekki í þjóðkirkjunni að koma sínum skoðunum á framfæri og hafa áhrif.

1. Ef það virkilega er svo að óánægjan með meðhöndlun í kynferðisbrotamálum sé aðalástæðan fyrir því að fólk hafi skráð sér úr þjóðkirkjuna, þá hefur þetta fólk skýrt erindi við kirkjuna. Kannski vill það koma aftur ef virkilega vel er tekið á þessum málum.

2. Þjóðkirkjan er þjóðkirkja .... ekki satt ? Það er ekki bæði sleppt og haldið.

3. Allir sem borga skatta borga háar upphæðir til að launa presta, og reka þjóðkirjuna, og prestar koma inn í skólum, inn í útvörpum og svo framvegis. Stunda trúboð. Sumir mundu segja óumbeðið. Og svo skuli almenningur ekki hafa neitt um kirkjuna að segja ? Er það ekki einhverskonar valdbeiting, og fjarri fordæmin frá Jesú, sem oft eru haldin á lofti ?



Reyndar þá held ég að stór hluti þeirra sem skráðu sér úr hafa einfaldlega fengið spark í rassin til að láta loks verða af því að skra sér úr, að leiðrétta trúfélagsskráningu sína. Enda er lang mesta aukninginn meðal þeirra sem eru skráðir útan trúfelaga. Vill kirkjan hafa fullt af fólki skráð hjá sér sem trúir engu af því sem stendur í trúarjátningunni, og hafa litla áhuga á að breyta því, að leita að Guði ? Væri það ekki ákveðin hræsni ?  

Í mörgum tilfellum er enn skýrar að um leiðréttingu sé að ræða, vegna þess að fólk var skráð í þjóðkirkjuna að sér forspurðri. Vegna trúfélagsskráningu móðir, eða að mér skilst í sumum tilfellum vegna stöðu lútherskri kirkju í upprunalandi !

Og jafnvel þótt foreldrar hafa í sumum tilvikum ákveðið skráningu barna í þjóðkirkjuna, er það ekki pínu skrýtið ? Eiga sjálfráðir einstaklingar ekki að ákveða sjálfir hvort þeir vilja skrá sér í samtökum, flokkum og trúfélögum ?

Í Svíþjóð var ákveðið að leyfa fólki að merkja við rétta skráningu samhliða því sem skattframtalið var fyllt út. Ekki vitlaus hugmynd. Og svo ætti að hætta að mismuna fólki skattalega eftir trúfélögum og trúleysi. Noregur stendur Íslandi framar í þeim efnum, þó að margt megi bæta þar líka.

( Ég setti þeta inn sem athugasemd við færslu Þorhalls, við sömu frétt mbl.is og ég tengja þessi skrif við.  En ætli þessar vangaveltur eigi ekki heima hér líka... )

 


mbl.is Mikil fækkun í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ágæt greining hjá þér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.9.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Morten Lange

Takk, Jóhanna :-) 

Morten Lange, 4.9.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband