Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta gatan með mótstreymis umferð reiðhjóla fagnaðarefni

Það er frábært að nú sé fyrsta skrefið tekið með að leyfa hjólreiðar í báðar áttir þar sem bílar mæta einstefnu.  Einstefnugötur verða til vegna vandamála svo sem plássleysi og óöryggi tengd bílum, en ekki umferð reiðhjóla  þannig að mjög sanngjarnt sé að leyfa reiðhjólum í báðar áttir.

Vonandi verður gert meir af þessu, til dæmis í miðbænum og vesturbænum, og kannski  í nokkrum bæjum um landið.

Erlendis hefur það sýnt sér að hjólreiðar á móti einstefnu hafi aukið öryggi frekar en minnkað.  Og svo verður þetta til þess að auka jafnræði samgöngumáta.

Eins og Árni ( http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/1095642/ ), vil ég benda á a þetta mál er búið að vera á stefnuskrá  Landssamtak hjólreiðamanna nokkur ár, enda gefist vel erlendis eins og fyrr segir. Þekkingin um þetta hefur fengist í gegnum neti hjólreiðasamataka, og til dæmis við þáttöku á ráðstefnurnar Velo-City haldnar af  European Cyclists' Federation .

Þetta er aðgerð sem er í fullu samræmi með markmið Evrópskrar samgönguviku, sem hófst í dag.

www.mobilityweek.org

  "Either by bike or simply on foot – active travel is a great recipe for keeping fit. This year’s Campaign aims to encourage local authorities to promote soft modes of transport and highlight their positive impact on public health."

 

Og á Íslandi er eitt og annað fleira að gerast, til dæmis málstofan Myndum borg á morgun í Hafnarhúsinu / Listasafn Reykjavíkur í Tryggvagötu. 15:00 -17:00

Sjá 

http://www.samgonguvika.is
http://www.facebook.com/pages/Samgonguvika-2010/124654150918555

 

.....

En ef þú rekst á Driving Sustainability ( Double Think / Oxymoron ) varist að halda að ráðstefnan sé í góðu samræmi við markmið Samgönguviku. Gengur allavega gegn markmiðum  um að draga úr slæmu áhrifin sem bílar hafa hvað varðar umferðarteppur, umferðarslys og hreyfingarleysi. Gætu mögulega gert illt verra hvað þetta varðar, vegna óverðskuldaða niðurgreiðslna, "hype" ofl. .  Hitt er svo annað mál að útblástursnauðari bílar eru ögn huggulegri að umgangast þegar þeir sitja fastir í umferðinni, kannski sparast gjaldeyri því orkan í "eldsneytinu sé íslensk osvfrv.  

 

 


mbl.is Suðurgatan grænkar með haustinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband