Leita í fréttum mbl.is

Helgi Hóseasson hógvær á sama stað

... og hans málstaður ( og reyndar á hann fleiri) hefur talsvert fyrir sér þótt hann orði hlutunum enn á öfgafullan máta, samkvæmt hefðbundnum mælikvarða.

En fær hann athygli ?  Nei, ekki eftir að hann hætti að sletta skyr.  

Helgi mótmælir því að honum hefur verið meinað "affermingu"  með  viðburð í líkingu við þá sem var þegar hann fermdist.  Að sjálfsögðu bendir hann á að hann hafi ekki haft vit né vitneskju til að geta gert vitrænu vali á þeim tíma sem hann var fermdur.  Dómsvald og kirkjan hefur komið mjög illa fram við hann þegar hann sótti þessu.  Þetta er óhefðbundin krafa hjá honum, en mjög rökrétt. 

Mér finnst hiklaust að það ætti að koma til móts við ósk hans, áður en hann verður of veikburða. 

Auk þess er hann er að mótmæla stríðsbrölti með stuðningi ríkisstjórnarinnar.  

En fjölmiðlar taka hann ekki alvarlega. Annað væri upp á teningnum ef hann væri aftur farinn af þeirri braut að mótmæla í hógværð.  Dapurt er þetta.  

 


mbl.is Hógvær mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm, það er dapurt.  Reyndar var það afskírn sem hann vildi fá í gegn, ef ég man rétt.  Mig minnir að hann hafi einmitt aldrei fermst, en var auðvitað ómálga barn þegar hann var skírður.

Það er skelfilegt til þess að vita að prelátar kirkjunnar séu jafn öfugsnúnir og afturhaldssamir og raun ber vitni: Að fólk sem vill alls ekki tilheyra kristinni trú fái ekki gengið úr henni.  Það tíðkast bara hjá kirkjunni, íslam og svo mafíunni... 

Sigurjón, 31.3.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Morten Lange

Gerði vefleit og fann lýsingu hjá Vantru.is:

  http://www.vantru.is/2003/10/24/03.37/
 

Þar kemur fram að hann vilji afskírast, en hann fermdist (13 ára/vetra eins og gengur) og fermingin er jú talin vera staðfestingu á skírnina. 

Þegar ég skrífaði "á sama stað"  átti ég við á sömu gatnamótum og í frétt mbl,  s.s. á  gatnamótum  Langhólstvegs og Holtavegs. Kom etv ekki nógu skýrt fram.

Morten Lange, 31.3.2008 kl. 16:53

3 identicon

Ríkiskirkjan er alveg jafn miskunarlaus og ímyndaði geimgaldrakarlinn sem hún dýrkar... uhhh sem hún þykist dýrka, í raunveruleikanum dýrka þessir menn bara sjálfa sig og money for nothing

DoctorE (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband