9.5.2008 | 01:05
Gott að ekki fór verr. Viðurlög þurfi að herða. Hjálmar ekki málið
Mikið er maður feginn að ekki fór verr fyrir Guðrúnu. Guðrún hefur gert margt gott til að efla hjólreiðar í vinnu sinni með Vinnuskóla Reykjavíkur. Auðvitað þarf að herða viðurlög á bílstjóra sem brjóta af sér með þessum hætti, en jafnframt þarf að stórefla fræðslu til bílstjóra, og annarra. Og ekki gamla fræðslan , heldur nútímaleg byggða á rök, heildarsýn og rannsóknir.
Líka mjög gott að Morgunblaðið notar ekki yfirskriftin í fréttatilkynningunni frá borginni sem var á þá leið að hjálmurinn bjargaði. Auðvitað er ábyrgð ökumannsins aðalmálið, ekki hvort hjólreiðamaðurinn var með hjálm eður ei. Við skulum forðast að leggja ábyrgðina á herðar fórnarlamba, frekar en að beina sjónir að þeim aðila sem sannarlega valda skaðann.
Eins og ég hef margoft ítrekað eftir áralangangan lestur vísindaskýrslan og eftir að hafa sótt alþjóða málþing um efnið : Hjálmar er ekki að virka næri því eins vel og af er látið. Í þeim löndum sem hjálmaskylda hefur verið tekin upp og almennileg tölfræði er til, bendir flest til að hjálmaskyldan hafi ekki hjálpað. Höfuðmeiðslum á hjólreiðamönnum fækkuðu ekki hlutfallslega. Það sem hins vegar gerðist er að hjólreiðamönnum fækkuðu. Sá sem hefur þolinmæði til að kynna sér málið og beitir heildræna rökhugsun, mun sannfærast um að allt of mikill áhersla er lögð á þessum léttvægum hjálmum. Ef menn notuðu mótorhjólahjálma á reiðhjólin (og í bílum) væri þetta allt annar umræða, en þó í sumu óbreytt. Eitt er grátbroslegt : á myndinni er Guðrún því miður ekki með hjálminum rétt stillt. Ennið er "bert". Þetta er nánast regla frekar en undantekning meðal stór hluti þeirra sem nota hjálm. Hefði getað skrifað í nokkra klukkustundir í viðbót frá ýmsum hliðum um efnið en læt staðar numið hér.
Ég er til í að mæta hvern sem er í rökræðum ( ekki tilfinningamiðaðar) um hjálmaáróðri og öryggi hjólreiðamanna, enda sennilega sá á landinu sem hefur lesið sér mest til í þessum efnum. Þeir hjálmafrömuðir sem er best lesnir styðja sér (síðast er ég vissi ) til dæmis við lestur á fáeinum skýrslum sem hafa verið harðlega gagnrýndar í ritrýndum vísindagreinum.
Keyrð niður á merktri gangbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér. Hjálmurinn skiptir ekki öllu máli. Það er mjög slæmt þegar foreldrar sleppa börnunum sínum á hjóli í umferðina eftirlitslaust og halda að allt sé í lagi af því að barnið er með hjálm. Það er hvorki spáð í hvort hjólið sé með allan nauðsýnlegan búnað né hvort barnið er nógu öruggt að hjóla og kann helstu umferðareglurnar. Mörg börn eru t.d. ekki klár á því að það er hægri umferð á Íslandi þegar maður mætir þeim á stígum.
Úrsúla Jünemann, 9.5.2008 kl. 12:38
Takk fyrir þetta, Úrsúla. Það hefur vantað markvissa kennslu í að hjóla í sátt við umferð, en verkefnið um Hjólafærni hjá hjólreiðafélögunum LHM og ÍFHK mun reyna að bæta úr því.
Bendi annars á að á mörgum götum er kostur fyrir vana hjólreiðamenn að vera á götunni, því þá er maður staðsettur þar sem bílstjórar sjá til manns.
Bílstjórar gá að umferð sem geta ógnað þeirra öryggi, sem sagt aðrir bílar. Ef hjólreiðamaðurinn er staðsettur þar sem bílstjórar gá að umferð, þá er hann sýnilegur bílstjórum, og þar að auki gilda umferðarreglur sem eru skýrar og virka vel.
En munum að stóla ekki blínt á að bílstjórinn hafi séð mann. Vanir hjólreiðamenn eru í samskipti við aðra í umferðinni, með staðsetningu og hreyfingu, líkamstjáningu og jafnvel augnsamband við samferðamenn. Við hjólreiðamenn og gangandi er líka sá möguleiki stundum fyrir hendi að nota tungumálið eða köll til samskipta.
Morten Lange, 9.5.2008 kl. 17:05
Hjámar ekki málið.... Eflaust er hann ofmetinn, en hjálmurinn bjargaði nú mínu lífi svo að ég get nú ekki annað en mælt með honum.
Kveðja úr Mosó HM
steinimagg, 11.5.2008 kl. 23:06
Takk fyrir innlitið og athugasemdir, Jóna, Hallsteinn og Úrsúla.
( Vona að ég sem karlmann megi nota þetta tákn, án þess að þetta sé mistúlkað )
Það væri frábært að fá fleiri hjólreiðabrautir, því það gleður hjarta manns þegar maður hjólar, gera hjólreiðar sýnilegri og oft þægilegri. Að hanna góðar hjólreiðabrautir og halda við og tryggja að þeim sé virt, er því meira meir en að segja það. Einna mesta not fyrir hjólreiðabrautir höfum við líklega eftir stofnbrautunum, svo sem Reykjanesbraut og Vesturlandsveg út frá höfuðborgina, enda hafa hjólreiðafélögin bent á það ítrekað.
Já, hjálmurinn virðist vera stórlega ofmetin miðað við heildarmat á þeim rannsóknum, birta í ritrýndum vísindatímaritum, sem liggja fyrir, auk skynsamt mat á þeim. En alvarlegra er kannski að öryggismál hjólreiðamanna eru afgreidd nánast bara með hjálmaáróðri. Það sem hefði átt að einblína miklu meir á, virðist of flókið og mikið vesen að koma á framfæri. Of flókið til að hægt sé að koma því á framfæri í auglýsingu með texta styttri en fimm orðum eða þar um bil. En þegar hjólafærnin hefur fest sig í sessi má auglýsa og hvetja til þess að fólk fari á námskeið. :-)
Hallsteinn, ég skil vel afstaða þín, út frá þinni reynslu. Að verða keyrður niður og dvelja á bráðamóttöku er að að sjálfsögðu alveg svakalegt. Það er margt hægt að velta fyrir sér í því sambandi, almennt eða afmarkað, en ég er ekki viss um að þetta sé vettvangurinn, hér og nú ? Tökum frekar upp þráðinn næst þegar við hittumst, ef þú vilt.
Bestu kveðjur, Morten
Morten Lange, 11.5.2008 kl. 23:56
Sæll Morten
Hvernig getur þú verið svona viss um að hjálmurinn hafi ekki bjargað í þessu tilfelli? Hvernig leit hjálmurinn út? Var hann kannski brotinn? Þegar maður les viðtalið við Guðrúnu er ekki annað að sjá en að hún telji sjálf að hjálmurinn hafi komið að gagni.
Hugsanlega veita hjálmar að einhverju leyti falskt öryggi og vissulega getur verið tvíeggjað að lögbinda notkun þeirra en mér finnst þú vera að halda því fram að þeir séu gagnslausir nema þá að menn séu með mótorhjólahjálm.
Sonur minn (þá sjö ára) lenti í árekstri við fullorðinn hjólreiðamann á göngustíg. Það var far eftir stýrið á hinu hjólinu í hjálminum hans. Var hjálmurinn að veita honum falskt öryggi?
Bestu kveðjur og takk samt fyrir alla þína baráttu fyrir hjólreiðum.
Þorsteinn Jóhannsson
Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 15:36
Sæll Þorsteinn
Takk fyrir innlit, innlegg hlý orð og fyrir að vekja upp áleitna spurninga.
Að halda því fram, eins og mogginn gerir , með tilvitnun í Umhverfis- og samgöngusvið, að hjálmurinn hafi bjargað tel ég að sé jafn illa ígrundað og ef ég hefði sagt að hann hafi ekki "bjargað". Ég tel að ég hafi alls ekki haldið því fram að hjálmurinn hafi verið allgjörlega gagnslaus í þessu tilviki, né í neinu öðru tilteknu tilviki.
Enda standa einstakir atburðir mjög veikum fótum sem vísindaleg sönnunargögn, og sérstaklega þegar ekki er farið mjög vel og agað ofan í málinu með hliðsjónar af bestu fáanlegu þekkingu á sviðinu.
Ég bendi í staðinn á önnur og "vísindalegri" innlegg í umræðuna um hjálmaáróðri, til mótvægis við því sem kemur fram í fréttinni, sem er vissulega innlegg í umræðunni.
Mitt innlegg byggir óbeint á þúsundir árekstra. Innlegg Umhverfis- og samgöngusviðs byggir á einum árekstri. Mitt innlegg byggir á vísindagreinum birta í ritrýndum tímaritum. Innlegg Umhverfis- og Samgöngusviðs byggir á upplífum nokkurra einstaklinga, sem eru þolendur, en standa ekki fyrir utan atburðinn sem hlutlausir áhorfendur með þekkingu á þessu sviði.
Ég væri alveg til í að fá að sjá hjálminn, og gjarnan taka mynd og senda út til mér fróðari manna, auk þess að fá nákvæmari lýsingu á árekstrinum.
En reyndar þá er þessi árekstur og það hvernig hjólreiðamaðurinn hlýtur að hafa dottið, einmitt slys af þeirri tegund sem hjálmar eru hannaðir og prófaðir til þess að ráða við. Þeir eru prófaðir á hámark 20 km hraða og á móti beinum fleti. Þetta samsvarar fall af minna en 1,8 metrar að mig minnir. Hins vegar er margt ólíkt með þessar prófanir og hvernig mannslíkaminn bregst við. Við prófanir vantar mannslíkaminn. Bara höfuðlíkan notað, og engir armar, hálsvöðvar eða axlir ofl. sem reyna að verja höfuðið. Þá er höfuðkúpan ekki eins og eggjaskurn, eða höfuðlíkan úr málmi heldur sveigjanlegri. Þess vegna hefði fóðrun hjálma átt að vera mun mýkri nær höfuðið en núna tíðkast. Verið er að þróa þannig fyllingu í hjálmum, með frauðplasti sem samanstendur af fullt af keilum.
Loks má nefna að hjálmarnir, og sérstaklega nútíma hjólreiðahjálmar, verja ekki heilanum gegn snúningskrafta, en þeir geta valdið miklum skaða í heilanum ( Diffuse axonal injury). Nýleg úttekt frá Department for Transport á Bretlandi bendir á að allavega í sumum tilvikum geta hjálmar aukið á þessum snúningskröftum, sem virka á heilanum. Margir fagmenn eru á því að vandinn með snúningskraftana ( angular acceleration) er stórlega vanmetin, miðað við athyglina sem högg á höfuðkúpuna fær.
En það mikilvægasti er að muna að hjólreiðamenn í nokkrum langtíma rannsóknum hafa sýnt sér að hafa betri lífslíkur á tímabilinu sem var rannsakað (Til dæmis Andersen, LB et al 2000) en þeir sem hjóluðu ekki til samgangna, eftir ýmsum leiðréttingum v. önnur líkamsrækt, reykingar ofl. Sem sagt hjólreiðar lengja lífið, eins og WHO viðurkennir.
Morten Lange, 12.5.2008 kl. 17:01
Jamm ræðum þetta síðar yfir kaffibolla eða einhveju sterkara
steinimagg, 12.5.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.