Leita í fréttum mbl.is

Heyrnartólin björguðu !

Er þessi fullyrðing ekki í stíl við umræðan sem myndist í kjölfar þannig frétta ?

Ekki allveg, því  öryggissérfræðingar sem vilja vel hafa ekki náð að heilaþvo okkur, með bakgrunni í gömul og léleg fræði, styrkt af hjálmaframleiðenda og bílaklúbba, að heyrnartól bjarga, eins og haldið er fram um hjálmana.

Í  hvert skipti sem hjálmar koma til tals, kemur þetta tal upp -  í blindri trú á áróðrinum  - umhugsunarlaust -  eins og romsu úr vél.


mbl.is Hjálmlaus með heyrnartól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu sem sagt að halda því fram að hjálmar bjargi ekki?

Ef þú hefur unnið á spítala og séð hversu mörg slysanna væri hægt að hindra ef hjálmur hefði verið notaður værir þú annarar skoðunar.

Jóhannes (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 18:44

2 identicon

Mér þykir líklegast að þú sért að rugla saman samgönguhjólreiðum og keppnis/sport/stökk hjólreiðum Jóhannes. Hjálmanotkun í hinu fyrstnefnda hefur verið rannsökuð vel og eins og Morten hefur margoft fjallað um á þessari síðu er hjálmurinn ekki það undratæki sem margir halda við þær kringumstæður.

Jóhann (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Morten Lange

Takk, Jóhann. Gaman að sjá að maður nái að gera sér skiljanlegan, allavega stundum.

Jóhannes : Í þessari færslu var ég fyrst og fremst að benda á þessi blindi  trú á að hjálmar bjarga alltaf og eru það besta síðan smurt brauð.  Jú og svo er ég að tala um hvernig umræðan allt of oft snúist um hjálmana, þegar öryggi og hjólreiðar koma til tals. Annað kemst oftast ekki að í hugum margra.

En í þessu máli eins og flestum skiptir auðvitað mestu máli að læra hvernig slysin / árekstrarnir verða.  Þá getum við vonandi fækkað "endurtekningum".  

Það hefði verið betra ef fréttamenn hefðu beðið með að segja frá þessu þangað til að atburðarásin var komin á hreint, eða því sem næst.  

Það virðist vera, út frá því sem hefur verið sagt hingað til að hjólreiðamaðurinn hafi hjólað eftir gangstétt, samsíða bíl, en svo ætlað sér yfir gangbraut og árekstur bíls og hjóls hafi orðið þar.

Ég reikni með að báðir aðilar hefðu átt að getað komið í veg árekstrinum, ef nægilegri aðgæslu hefði verið sýnt.  Ekki er fráleitt að velta fyrir sér hvort ekki hjólreiðamaðurinn hefði verið sýnilegri og því öruggari á akbrautinni, gefið að hann (hún) hefði hjólað samkvæmt umferðarreglunum.   Væri hann á götu hefði hann verið meðvitaður um að hann væri þátttakandi í umferðinni, miklu frekar en hann var á gangstéttinni. 

Þetta byggir reyndar á getgátum.  Það væri óskandi að blaðamenn mundu birta fréttir sem eitthvað hald er í, en ekki 10% af fréttinni.  

Morten Lange, 4.6.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Morten Lange

Bendi á athugasemd sem ég setti inn hér :

http://vigdiseva.blog.is/blog/vigdiseva/entry/559193/ 

Morten Lange, 4.6.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband