Leita í fréttum mbl.is

Hjólreiðamenn á hraðferð eftir gangstéttum

Þetta eru góðar ábendingar sem koma fram í umferðarátaki VÍS.

Að sjálfsögðu snýr þetta mest að bílstjórum, það eru jú bílarnir, stórir og smáir sem eru tækin sem drepa í umferðinni.

En það er ekki vitlaust að lita í eigin barm.  Og ég sem hjólreiðamann ( og sem bílstjóri nokkrum sinnum á ári )  þarf  líka að huga að þessu með að flýta sér, eins og sennilega flestir.  Andlegt uppnám af öðrum toga held ég að sé óalgengara meðal þátttakenda í umferðinni, en síst minna varasamt eins og RNU og VÍS benda á.

Þegar slys verða á hjólreiðamönnum getur það oft tengst því  að hjólreiðamaðurinn sé að flýta sér og ekki hefur athyglina 100% við akstur reiðhjólsins, aðstæður á stígum, gangstéttum  og þveranir við akbrauta.  Því ber ekki að neita þó, að bílstjórar bera langoftast þyngsti ábyrgðin þegar um alvarlegri slys á reiðhjólamönnum eru að ræða. En hjólreiðamenn sem þekkja hætturnar án þess að mikla þá fyri sér getur haft veruleg áhrif.  Hjólafærni - fræðin og kennsluna sem Landssamtök hjólreiðamanna hafa kynnt - snýst um þetta. 

Ef maður er að flýta sér og fer hratt yfir eru margar hættir sem leynast á gangstéttum  og stígum. Lausamöl, blindbeygjur, staurar og slár á miðjun stígnum, holur og kantar á ótrúlegustu stöðum. Og svo er maður "ósýnilegur" bílstjóra ef maður fer á miklum hraða frá stíg/gangsétt  og yfir götu. 

 

Hjólar maður aftur á móti á götu, þá er maður á samgöngumannvirki sem gerir  ráð fyrir meiri hraði og þar sem skýrari umferðarreglur gilda.  Og maður er agaðri.  Kemur maður eftir akbraut, fer maður ekki yfir á rauðu ljósi, en það er miklu algengari þegar hjólreiðamenn fara yfir á gangbrautum.  Á akbraut er maður alvöru og sýnilegri þátttakandi í umferðinni.  ( Nema þegar umferðin er lítill og skynjarar í götu skynja bílum en hunsa reiðhjólum )

Þegar góðir stígar með góðu yfirborði, og án blindhorna,  eru í boði, geta þeir auðvitað verið góður kostur til hjólreiða til að komast hratt á milli A og B.  En þá þarf að taka tillit til gangandi, átta sér á að stígarnir séu mjóar, og hafa varan á þegar götur eru þveraðar.  Mikið vantar upp á góðum stigum  til samgangna í dag, en hjólreiðamenn hafa lengi þrýst á um lagningu alvöru sérhannaðra hjólreiðabrauta sem valkost við stofnbrauta.


mbl.is Gefðu þér tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband