Leita í fréttum mbl.is

Önnur möt á hversu lengi olían mun endast ?

Það væri áhugavert að heyra önnur möt á hversu lengi olían mun endast.

Spurning hversu auðvelt sé að bera saman samt, því ólíkir aðilar gefa sér eflaust ansi ólíkar forsendur.   

Bæði hvað varðar skilgreining á því að olían sé "búinn"  og  þróun eftirspurnar sem og þróun tæknilausna til að ná í o g vinna olíuna.  Svo kemur þróunin í sýn okkur á gróðurhúsaáhrifin.  Þá er spurning hvað þeir leggja til grundvalla varðandi lausna sem keppa við  olíuþyrsta tækninn ofl.

Hér spílar ekki bara tækni sjálf inn, heldur leika viðhorf stjórnmálamann og venjulegs fólks mikilvæg hlutverk.    Eins og dæmið með reiðhjólin sýni ríkulega. 


mbl.is Olíubirgðirnar duga í 41 ár að mati BP
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Satt að segja blæs ég nú á hvað BP segja um málið.

Þetta er ekki spurning um hvenær olían klárast heldur hvenær hún verður svo dýr að hún dugar ekki lengur til að fóðra fíkn okkar. Hún er nú þegar orðin hrikalega dýr, en á eftir að verða dýrari og dýrari. Breytingin er ennþá stigsbreyting (kvantítatíf) en þegar vissu stigi er náð (ég veit ekki hvenær) verður hún eðlisbreyting (kvalítatíf) og olían brestur sem grundvöllur hagkerfisins. Það verður ekki skemmtilegt.

Vésteinn Valgarðsson, 13.6.2008 kl. 01:50

2 identicon

Sæll Morten.

Las athugasemd þína á "Púkabloggi" en get ekki skrifað andsvar þar, þar sem ég er ekki skráður bloggari.

Gott að vekja athygli á reihjólum sem valkosti við almenningssamgöngur.

 Eitt vill gleymast hjá okkur reiðhjólafólki þegar rætt er um samgöngur, bíla, rafbíla vetnisbíla, léttlestir og fleira.

Það eru vöruflutningar, eins og t.d. þungaflutningar.

Ég held að fátt geti komið í stað þeirrar flutningatækni í dag sem byggir á háþróuðu en þó einföldu kerfi eruo-palletta og vöruflutningagáma. Og til flutninga á þeim þarf kraftmikil tæki sem oftast ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Hesltu áhyggjur mínar vegna olíuhækkunar snúa því ekki að einkabílnum, einkabíllinn er að útrýma sjálfum sér sjálfvirkt. Takmörk fyrir því hve mikla mengun lofts, hljóðs og umhverfis fólk vill fórna fyrir þessi þægindi sem bílnum fyrlgja. Aukaverkanir einkabílsins eru þegar orðnar verri en kostir, líka hér á Íslandi. Einkabíllinn er orðin að safngrip.

Mikil vandræði hljótast af því þegar flutningatækni býr við orkuskort. Skip, flugvélar, þungaflutingabílar, öll þau tæki sem flytja okkur nauðsynjavöru. Vöru frá hráfenisframleienda til framleiðanda og til neytenda. Nausynjavara kemur til með að hækka upp úr öllu valdi. 

Ekki flytjum við þessar vörur á reiðhjólum. 

Held að við verðum að fara að spara fleira en einkabílinn fljótlega. 

Ferðalög verða einnig fátíðari, einkum þau lengri. 

Einkabíllinn verður minnsta vandamálið. Han er að deyja út í þeirri mynd sem við þekkjum hann.

það gætu verið svartir tímar framundan.

Kveðja,

 Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband