Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti almenni fundur helgaður strætó ? Í kvöld kl. 20 á Sólon

Hér er fréttatilkynnig sem samtök um bíllausan lífsstíl setti m.a. á Facebook :

 

Fréttatilkynning:

Strætó er vinsæll staður í augnablikinu. Þar fjölgaði farþegum um nær 50% síðustu mánuði meðan að íslenskum farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um helming. Strætó er bjargráð í kreppunni og góður kostur í viðleitninni til að breyta ferðavenjum þéttbýlisbúa í átt að til vistvænni samganga á sama tíma og svarað er breyttum aðstæðum í íslensku þjóðfélagi. Hvaða hlutverki gegnir strætó og almenningssamgöngur aðrar sem raunhæf leið til að forgangsraða öðruvísi umferðarskipulagi. Hvaða leiðir og útfærslur eru færar í þeirri stöðu sem upp er komin – fækkun ferða utan annatíma en fjölgun farþega, sbr. samþykkt stjórnar strætó um rekstraráætlun fyrir árið 2009.


Samtök um bíllausan lífsstíl halda opinn fund um málefni strætó á höfuðborgarsvæðinu
miðvikudaginn 10. desember klukkan 20:00 á efri hæð Kaffi Sólon í Reykjavík.

Dagskrá:
• Einar Hlér Einarsson arkitektanemi og Sigrún Birgisdóttir fagstjóri Arkitektadeildar Listaháskóla Íslands um niðurstöður rannsóknaverkefnis um strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu.
• Fulltrúar úr stjórn strætó
• Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.
• Opnar umræður um farþegafjölgun, rekstrarsamþykkt stjórnar strætó 2009, kostinn við að taka strætó í kreppunni og áform um vistvænni samgönguhætti, raunhæfar úrbætur á þjónustu við notendur strætó og fleiri málefni.

Fundarstjóri: Sigrún Ólafsdóttir sálfræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband