Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverðar niðurstöður

Það er barasta áhugavert ef það sé þannig að umræður um stjórnmál bæta lestrarhæfni barna. 

Og gott væri ef einhverjir aðrir mundu sannreyna niðurstöðuna, og helst með öðrum aðferðafræði.

Oft er verið að halda fram að  íslenska, stærðfræði og raungreinar eða álíka kjarnafag sé það sem skipti lang mestu máli í skólastarfinu, og öllu öðru ætti að koma í öðru sæti. 

Ég mundi segja að uppeldi og þjálfun í rökræður,  undirstöður lýðræðis og gagnrýnni hugsun skipta ekki síður máli.  Eftir hruninu eru kannski fleiri sammála þessu en áður ....

En svo "segja þessir vísindamenn okkur" sem sagt að akkúrat það að ræða samfélagsmál  styrki lestrarhæfileika, og þar með kjarnafag  sem móðurmálskennsla /  íslenska  :-)  

 

 


mbl.is Umræður um stjórnmál bæta lestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: jórunn

Þetta er áhugavert, en ég er sammála að það þyrfti frekari rannsóknir á þessu eða að minnsta kosti útskýringu á aðferðafræðinni til þess að gera þetta trúverðugt. Rannsakendur eiga það til að finna einhvers konar vensl á milli tveggja hluta og ákveða síðan, án þess að rökstyðja það frekar, að annað sé orsök hins.

 

En burtséð frá því, þá er það pottþétt að kennslu á gagnrýninni hugsun, rökfræði, siðfræði, kennslu um lýðræði og efling samfélagslegrar vitundar o.s.frv. er verulega ábótavant hérlendis, og undarlegt hvernig fólk innan menntakerfisins reynir að segja okkur að slíkt sé óþarft. Eini tilgangurinn með náminu virðist eiga að vera framleiðsla á vinnuafli, en samfélagsgerðin og þróun hennar virðast koma lítið sem ekkert inn í þróun menntastefnu.

jórunn, 24.6.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir athugasemdina, Jórunn.  

Ein möguleiki er reyndar að kennarar og þeir sem kenna hreinlega séu í erfiðleikum með að kenna og ýta undir gagnrýnni hugsun, rökfræði, siðfræði osv.frv.   Það er ekki til hefð til að byggja á, það vantar námsefni, meðtalið kennaraleiðbeiningar og svo framvegis.  Eða þannig er tilfinning kennara, og stjórnenda í skólakerfinu.

Þarf  samræmd próf í gagnrýnni hugsun og lýðræði ?    Nei líklega er það ekki rétta leiðin, en "verkleg þekking" í efnum eins og við tölum hér krefst allt öðruvísi nálgun en hefðbundna nálgun í stærðfræði   eða íslensku.   Eða er ég "að bulla" ?

Morten Lange, 24.6.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband