Leita í fréttum mbl.is

Bjarga mannslífum : hjólreiðar, almenningssamgöngur og ganga

Það er furðulegt hversu sjaldan er minnst á því að aðrir samgöngumátar en bílana hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi.

Skrýtnast kannski hvað varðar almenningssamgöngur því þar dugar núverandi tölfræði vel.

Þegar kemur að jákvæð áhrif göngu og hjólreiðar þar að kafa aðeins dýpra og hugsa út í  eki bara hvernig sá ferðist sem slasast eða drepist, heldur hver hinn aðilinn var ( ef einhver ).

Þá ber að minnast á það að umferðaröryggi er ekki eyland.  Það er fleira sem hangir á spýtunni ef maður víkkar sjóndeildarhringinn og athugar afleidd áhrif umferðaröryggisaðgerða. Ef maður skoða heilsu, umhverfi og umferð heildstætt, eins og gert er hjá WHO Europe, breytist myndin :

Í  BNA drepast 40.000 í umferðinni árlega, en 400.000 vegna offitu.  Mér skilst að  að minnstu  kosti helminginn af því getur maður tengt við kyrrsetu, og þá ætti tengingin við bílasamfélaginu að vera skýr.

WHO Europe komst að því að í tugi borga sem voru rannsakaðir deyja fleiri af völdum mengunar úr bílum en vegna bílslysa. 

WHO segja líka að hjólreiðar sé einn besta leiðin til að auka lífslíkur manna. 

Þetta ýtir enn frekar undir því að eflingu almenningssamganga, hjólreiða og göngu séu meðal bestu aðgerða sem hægt er að grípa til í umferðaöryggismálum.   Meðal annars vegna þess að þetta séu win-win-win lausnir.   Nettó hagnaður af svoleiðis aðgerðum er stór fyrir samfélaginu, því það kemur svo margt gott út úr því.  Ég gæti talið upp amk tíu  eða þrátíu atriði.  Og hef nefnt  þá flesta hér á blogginu áður.  


mbl.is Bílbelti hefðu getað bjargað 36 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Við erum aðallega of heimsk.

gerður rósa gunnarsdóttir, 3.7.2009 kl. 12:59

2 identicon

Kannski að við Íslendingar lögumst eitthvað í  viðhorfum í þrengingunum.Förum að tileinka okkur heilbrigðari lífstíl.Einkabílisminn er að tröllríða öllu hérna og virkar eins og alkahólisminn  er búinn að rústa fjárhag margra fjölskyldna.Bílastatus er alltof hár.Of stórir dýrir og svo framvegis.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 07:42

3 Smámynd: Morten Lange

Takk kærlega fyrir jákvæðar undirtektir :-)

Gerður Rósa: Kannski heimsk í þeim skilningi að ekki leita þekkingar og leita nýrra lausna, en ekki heimst í venjulegum skilningi orðsins, og viðsnúningin í þessum málum virðist bara vera rétt að byrja erlendis.  Í París hefur mikið verið gert síðustu 10 árin, eða um það bil frá þeim tíma sem þar var haldin alþjóðlega ráðstefna um hjólreiðar sem lausn, ein af ráðstefnunum í Velo-City ráðstefnuröðinni.  Fyrir tveimum árum sást greinilegasti merkið um að þeim sé alvara : 20.000 reiðhjól til láns/leig, dreift á fleiri en 1000 stöðum um borgina. ofte er styttra en 300 metrar á milli stöðva. 

Guðjón I. : Ef maður hefði kjark og mundi gefa sér tíma yrði kannski aðsend grein úr þessu...  Annars höfum við verið að tala á sviðuðum nótum í athugasemd við samgönguáætlun, við umferðaröryggisáætlun og í umferðarráði, en viðrögðin hefur verið lítill.  En einhvern veginn þá virðist þetta síast inn hægt og bitandi,  og frá fleirum áttum.   Við opnun hjólað í vinnuna viðurkenndi  Kristján Möller samgönguráðherra að ein ástæða fyri því að samgönguyfirvöld sá lítil hag í að færa ferðir yfir á reiðhjólum væri að tekjur í ríkiskassinn mundi minnka.  ( Innheimtur skattur á eldsneyti og fleira lækki ) . En hann viðurkenndi líka að heildarávinningurinn fyrir samfélaginu og ríkinu þar á meðal heilbrigðisgeirann væri engu að síður til staðar.  Að auki kæmi sparnaður heimila ( bein útgjöld lækki og heilsa batni ) og vinnuveitenda vegna fækkun veikindadaga.

Hörður : Já það er mögulega einhver vonarglæta í þessu með efnahagsþrengingarnar, að augu fólks fyrir sóun sem fylgir  ofnotkun á bílum, og hagur okkar allra af góðum almenningssamgöngum og góðu aðgengi til hjólreiðar og göngu.  En enginn í ábyrgðarstöðum þorir enn að segja það upphátt,  og mála myndina með breiðum pensli.  

Morten Lange, 5.7.2009 kl. 11:56

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Eru sjúkdómar (t.d. offita, sem veldur svo aftur ýmsum kvillum) af völdum hreyfingarleysis eitt stærsta heilsufarsvandamál vestrænna ríkja?
(Hinn gáfaði og velupplýsti verður fyrir svörum) - Já.
Veldur notkun bíla aukinni hreyfingu? Nei.
Valda þeir e.t.v. mengun? Já.
Sem veldur enn fleiri heilsufarsvandamálum? Að öllum líkindum.
Kosta þessi vandamál pening? Já.
Eymd og vanlíðan? Ja, kannski hjá þeim sem verða fyrir barðinu á þessum heilsufarsvandamálum.
Sem eru ansi margir? Hm, já, það er víst.

Við skipuleggjum borg og byggð utan um bílaumferð, ekki gangandi eða hjólandi - hvers vegna?
Hinn gáfaði og velupplýsti: "Sko, fólk vill þetta ... það kemur meiri peningur út úr að hafa þetta svona [sem aftur er svo notaður til að laga heilsufarskvillana sem af bílanotkuninni hljótast - innskot hinnar einföldu sálar] ... menn hafa ekki tíma eða orku til að labba því þeir þurfa að vinna allan daginn [til að borga bílinn, tryggingar, bensín, vegagerð, halda uppi sjúkrahúsum ... ].

Ef þetta er ekki heimskt - hvað er þá heimska?

gerður rósa gunnarsdóttir, 5.7.2009 kl. 12:32

5 Smámynd: Morten Lange

Gerður Rósa, takk fyrir skorinort innlegg :-)

Ég á samt í vandræðum með orðið heimska því það sendir mönnum ofan í skotgröfum.  Við fáum  kappræður í stað umræður og rökræður. 

En svo má stundum vera að þörf sé fyrir að hrista upp í fólki, og að kurteislegar umræður verða allt of auðveldar að sópa undir teppið.

Það krefur líka heilmikla orku og þrautseigju að vinna með að upplýsa og gera það ávalt með "siðuðum" hætti, og eftir leikreglum "báknsins".   Þetta er líka svo langdregin  barátta, að manni sýnist. 

Morten Lange, 5.7.2009 kl. 13:28

6 Smámynd: Morten Lange

Nú förum við aðeins út fyrir efni færslunnar... sem var að bíllin sem fyrirferðamesti  samgöngumátinn sé stór hluti af vandanum í umferðaröryggismálum, og að skrýtið sé hversu sjaldan sé bent á aukningu í öðrum samgönguháttum sem lausn í umferðaröryggismálum...

En ef menn hafa augum opin, þá er svo margt sem ætti að ýta kröftuglega undir grundvallar endurmati vegna samgangna og þá sérstaklega í þéttbyli. Reikni hér upp nokkur atriði sem ég man eftir svona í  flýti  :

  • Hreyfingarleysi hefur alvarlegar afleiðingar, afleiðingar  sem eru enn að koma fram
  • Mengunin úr bílunum hefur verri afleiðingar en áður var haldið
  • Menn eru smám saman að átta sér á því að ekki sé hægt að byggja sér út úr umferðaröngþveiti, amk ekki á meðan notenda bíla séu ekki að borga það sem notkun þeirra kostar ( ytri kostnaður svo sem v. heilsu , rýmis, umhverfis, hindrun á frelsi til að ferðast fyrir aðra  :   s.k. externalitities , market imperfections ) 
  • Umferðarslysin eru vaxandi þáttur sem heilsufarsvandi í heiminum, ekki síst fyrir ungu fólki í "Suðrinu"  ( The Global South ).  Stór þáttur í batanum í ríkum löndum  kemur til vegna framfari í læknavísindum og öflugt apparat í kringum að "gera við" fólki. Annar þáttur er að gangandi og hjólandi hafa verið flæmdir burtu og í stað umferðarmannforna koma mannfórnir vegna hreyfingarleysis og mengunar.  
  • Gróðurhúsavandinn virðist vera verr en IPCC og aðrir hafa haldið fram. Nýleg skýrsla úr umhverfisráðuneytinu fann að aukningu í hjólreiðar og göngu væri ein hagkvæmasta leiðin til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis.
  • Hægt er að bæta umferðaröryggi með afgerandi hætti með því að lækka umferðarhraða verulega, og hans umhverfi þannig að bílstjórar skynja götur sem tilverustaði, ekki hraðbrautir.
  • Einkabílar  geta aldrei orðið lausn fyrir alla jarðarbúa, og einu sinni fyrir 70% eða 30% þeirra. Skilvirknin í borgum er lítill. Orkunotkun, efnanotkun, úrgangsvandi, plássnotkun, ógnun við aðrar vegfarendur  - gera einkabílar  óraunhæfa sem mikilvægasta  samgöngulausnin til frambúðar í borgum og bæjum heims. 
  • Margt bendir til þess að útreikningar á  hagnaði af vegaframkvæmdum hafa verið loftkastalar svipað og sumt annað í hagfræði.

Morten Lange, 5.7.2009 kl. 13:38

7 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Hirrðu já einmitt - vegaframkvæmdir!
Við vöndum okkur ofsalega við að leggja vegi, og borgum múltímonní fyrir, svo þeir henti bílunum okkar sem best - bílum sem by the way eru gerðir til að ná yfir 200 km hámarkshraða eða eitthvað - en svo má ekki keyra hraðar en 90! Og settar upp hraðahindranir! Og allir með nefið oní hraðamælinum til að fara nú örugglega ekki meira en 5 km/klst. yfir hámarkshraða, í staðinn fyrir að hafa augun á veginum og umferðinni í kring.
Afhverjuíósköpunum ekki bara að hafa vegina vonda? Holótta? Bara sleppa því að malbika yfirhöfuð? Þá má ætla að menn keyri hreinlega sjálfviljugir á 70. Urðu eitthvað fleiri slys á mönnum áður en farið var að malbika alls staðar? (gefið að menn hafi almennt verið allsgáðir, með bílpróf og ekki væri verið að skipta úr vinstri- í hægriumferð).
Sleppa malbikinu. Eru hvort eð er ekki flestir á jeppun ennþá?
Þetta er allt jafngáfulegt.

Ég fer næstum því að gráta við að lesa það sem Morten Lange er að segja hérna - málið er að þetta, og svo ótalmargt annað sem betur má fara í samfélaginu, liggur svo ljóst fyrir, meikar sens, hefur verið rannsakað, etc., ... en svo gerum við bara ekkert í málunum!

Við erum bara heimsk - ekkert annað ... jú annars; löt og heimsk.

(já mér finnst vanta aðeins meira púður í þetta hjá þér LOL)

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.7.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband