Leita í fréttum mbl.is

Hjólreiðar : Lengri og heilbrigðari líf með öflugri læri :-)

Rannsóknin danska sem sýnir fram á að of mjó læri tengist ótímabæran dauða, má auðveldlega útskýra með því að þeir sem hjóla verða heilbrigðari og lengja lífið. 

Þekktasti rannsóknin sem sýnir fram á þessu er einmitt líka dönsk og hef ég oft nefnt hana til sögunnar.  Sú rannsókn náði til talsverts stærra hóps, eða um 30.000 manns  og stóð yfir í 14 ár.

Aðalniðurstaðan var að meðal þeirra sem hjóluðu ekki til samgangna  var líkur á að deyja á fjórtán ára tímabili  40% hærri en hjá þeim sem hjóluðu.  Og þá er talað um dauðsföll af öllum orsökum, svo kölluð "All-cause mortaliity"  Þessi munur var að manni skilst enn meiri  áður en búið var að leiðrétta fyrir því að stundun  íþrótta, reykinga, þjóðfélagsleg staða ofl. hafi áhrif á dauðdaga /   "All-cause mortality". 

 

Verkefni Alþjóða heilbrigðis mála stofnunarinnar, Transport, Environment and Health, Pan-European Programme, hefur ítrekað vitnað í þessa skýrslu.  

All-cause mortality associated with physical activity during leisure time, work, sports, and cycling to work.
by: L. B. Andersen, P. Schnohr, M. Schroll, H. O. Hein
Arch Intern Med, Vol. 160, No. 11. (12 June 2000), pp. 1621-1628.
 

Útdráttur og fleira má sjá hér :

http://www.citeulike.org/article/972454 

 

 

 


mbl.is Hættulegt að vera með mjó læri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og blessað og ekki er ég á móti hjólreiðum en þetta leiðir samt hugann að öðru, eru hjólreiðar ekki taldar valda krabbameini í eistum?

Einhverra hluta vegna greinist það mein oftar í Danmörku en öðrum löndum  -  og þrátt fyrir hjólamenninguna lifa Danir skemst allra norðurlandaþjóð.

Allir peningar virðast hafa tvær hliðar.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það segir sig sjálft að gott er að vera með öflug læri þar sem þá gengur betur að bera líkamann áfram, holdningin verður líka yfirleitt betri þar sem þyngdarpunktur líkamans verður í miðju hans sem aftur stuðlar að hagkvæmari hreyfingu - hreyfingin byrjar jú í miðjunni, það er grundvallaratriði þjálfunar, sem aftur skýrir hvers vegna margir einhvern veginn slettast áfram.

Ég býst við að hagkvæm dreifing líkamsþungans og þar með hagkvæm hreyfing líkamans hljóti að stuðla að almennt betra heilsufari.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að hugsa sér að geta dáið sæll með öflug læri. Hver á sér ekki þann draum?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 19:40

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Menn drepast náttúrlega á endanum úr einhverju og nú á dögum er það eitt helsta áhyggjuefni gjaldþrota ríkisapparata hér og þar hversu lengi menn lifa. Þess vegna liggur allt í einu lífið á - rétt í kjölfar allsherjargjaldþrots fjármálamaskínunnar sem hefur fjármagnað ríkisvaldið, sem aftur hefur kostað að ríkisvaldið hefur sett sig endanlega á hausinn til að "bjarga" kostendunum - að sprauta einhverjum vafasömum óþverra í lýðinn til að vafalaust drepa drjúgan hluta hans í næstu framtíð og þéna síðan enn frekar feitt á því að selja enn fleiri lyf á meðan hann er að geispa golunni.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 20:03

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Endalok fyrirtækjakostaðs ríkisvalds munu því birtast í allsherjar þjófnaðarorgíu (sem við sjáum nú þegar gerast) og síðan fjöldamorðum. Eftir verður fámenn valdaelíta sem ræður yfir tækni til að tryggja sér nánast eilíft líf og hæfilegur fjöldi þræla til að þjóna undir hana. Kannski tíundast til tuttugufaldasti hluti núverandi þræla.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 21:21

6 Smámynd: Morten Lange

Sigurjón, þessi tenging sem þú talar um á milli krabbameins í eistum og hjólreiðar  hef ég ekki heyrt minnst á.  Og án tilvitnana í rannsóknir læt ég mér það í léttu rúmi liggja :-)

En ég hef leitt hugann að því að Danir ekki lífa ýkja lengi miðað við þjóðir sem er nærtækast að bera saman við.  Held að almennt viðhorf margra Dana til matar, áfengi og reykinga sé líkleg útskýring. 

Morten Lange, 6.9.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband