Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ókostir hjólahjálma skýrari en kostir ?

Þegar hjálmur eigi lykilþátt  í slysum þar sem liggur við að notandinn sé kyrktur, þá er orsök og afleiðing nokkuð skýr.  Oft er haldið fram að hjálmar hafi bjargað hjólreiðamönnum, en ef grannt er skoðað er það alls ekki eins sannfærandi. 

Menn virðist halda að ef hjálmur brotnar, þá hefði hausinn "brotnað".  Það er gefið mál að svoleiðis fullyrðingar fái sjaldan staðist.  í alvarlegustum tilfellum kæmi kúlu, þá brák á höfuðkúpu og svo brot.  En það er ekki höfuðkúpan sem við þurfum að vernda, heldur heilann.  Sérfræðingar um hjálma segja að nútíma hjálma séu 1) síðri í styrk og dempun en eldri hjálmar  2) með of stífu frauðplasti sem kremjist við 22 km/klst árekstra við prófun á hjálma, vel að merka með stál-líkön af höfuð í hjálminum. En höfuðkúpan er mun mýkri og hefði þurft mýkri frauðplast en það sem er hannað til að standast prófanir með stál-hausa.  

Í grein MBL undir fyrir sögninni "Átta ára stúlku hætt komin" sem þessi færsla er tengd við,  stendur :

"Hér á landi eru skráð 9 tilfelli frá árinu 1992 þar sem litlu munaði að illa færi þegar barn festist í reiðhjólahjálmi í leiktæki.  " 

Þarf ekki að taka hjálmaáróðrinum upp til skoðunar og taka mark á heildarúttektum á  rannsóknum um hjálma ?  Þeir segja að stóraukin hjálmanotkun hafi skilað minna en litlu þegar neikvæðir og jákvæðir eru teknir saman. 

Ég hef áður bloggað um hvernig of miklum krafti sé lagt í áróðri fyrir hjálma vegna hjólreiða, miðað við aðra hluti sem mundi hafa miklu jákvæðari áhrif á öryggi og lýðheilsu.  Ég hef vitnað í rannsóknir, og ef menn spyrja get ég bent á þá aftur.  En hef ekki tíma núna.  Bendi fólk á að kíkja á  Wikipedia og athuga greinina  Bicycle helmet, eða íslenska greinina, og til dæmis leita í leitarvél að grein BMJ  "Three lessons for a better cycling future"

Já og þessi Norska og ferska grein sem segir frá rannsóknarniðurstöður :

http://samferdsel.toi.no/article27673-1153.html

Hingað til hafa hjálma-áróðursmenn varla viljað hlusta á rök og ábendingar um að þau hafi kannski  eitthvað aðeins verið að ýkja hætturnar við hjólreiðar og gagnsemi hjálma. Þau ættu að skoða  heildarmyndina.  Mögulega líka endurmeta hjálmaáróðri vegna tómstundaiðju, líkamsrækt  og útivist á línuskautum, hjólabrettum ofl.

Tek að lokum fram að ég sé auðvitað  ekki á móti að fólki sem finnst þægilegt að nota hjálm noti þau áfram. Frjálst val,  en vel upplýst.   

Þess vegna er skref í ranga átt þegar drög að breyttum umferðarlögum leggi til að færa hjálmskyldu barna úr reglugerð  í lög og halda opnum möguleikann að ráðherra geti þvingað hjálma á fullorðnum.  Það stóð til að nota heimildin fyrir  nokkrum árum, án íhlutunar Alþingis, en var stoppað eftir að vísindagögn og sterk rök voru lögð fram.  Ekki að ástæðan fyrir að bakkað var fékkst  staðfest frá ráðuneytinu...   Gegnsæið ekki alveg komið í tísku.

Og í blálokin : Ég vona innilega stúlkan hafi ekki verði meint af  svo neinu nemi og að eymsli og annað hverfi hratt. 

( Afsakið málfarið .. Ég verð að fara ...   Nokkrum klst seinna : Búinn að laga það augljósasta ..) 


mbl.is Átta ára stúlka hætt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært innlegg í umræðu um umferðarlög

Það er vonandi að margir aðilar benda á þessum rannsóknum, og ýta við Samgönguráðuneyti um að bæta inn í umræðu um nýjum umferðarlögum að herða reglur og /  eða lög er varða bann við  að tala í síma eða gera aðra hluti sem truflar akstrinum á meðan sé verið að stjórna vélknúið ökutæki.  Sem málamiðlun mætti etv. taka fyrst bara á símtölum án handfrjálsa búnaði.

Þá getur verið að tryggingafélögin ættu að fá leyfi til að kanna hvort símtal hafi verið í gangi þegar umferðarslys gerast, og fá leyfi til að skerða bætur.


mbl.is Farsímanotkun í bílum lífshættuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólabrettapall endurræst á sama stað ?

Eða þarf málið að fara í  vandlega umfjöllun þjóðarinnar ?

Líkt og endurreisn hótels Valhöll, en ólíkt Icesave og umsókn að ESB  ?

 


mbl.is Eldur í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað borða kýrnar og nautin ?

Talað er um innflutt nautakjöt, en hvað fáum við að vita um fóður sem hérlendu og erlendu dýrin éta,  ?

Er fóðrið  til dæmis að einhverju leyti genabreytt soja sem er ræktað á landi sem var rutt í regnskógum Amasón ? 


mbl.is Aukin sala á nautakjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdist að hafa í huga umferðarhvetjandi áhrif ?

Í frétt mbl.is, sem þessi færsla er tengd,  stendur ekkert um það hvort einhver lausnin í aukningu umferðaröryggis á Suðurlandsvegi hafi áhrif á umferðarmagn.  Ég óttast því að Skipulagsstofnun hafi ekki velt þessu upp í skýrsluna, eða allavega ekki þótt nógu mikilvægt til að geta þess í samantekt.

  Umhverfisáhrif fer að sjálfsögðu að miklu leyti eftir umferðarmagni.  Sérfræðingum þykir einsýnt að þess breiðari sem vegurinn sé þess meir umferðarhvetjandi er hann. Þetta er mjög vel þekkt meðal skipulagsfræðinga.  

Umferðarmagn er hvorki náttúrulögmál, né af hinu góða í sjálfu sér.  Nei, þetta eru úrelt sjónarmið. Er einhver sem tekur þátt í opinberri umræðu á Íslandi sem hefur virkilega áttað sér á hugtakinu sjálfbær þróun og lætur það hafa mótandi áhrif á málflutning sín ?


mbl.is Allir kostir jákvæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíllausir með vinnuhóp um göngugötur

Samtök um bíllausan lífsstíl hafa myndað vinnuhóp um göngugötur í Reykjavík.

Fyrsti fundurinn var haldinn þriðjudaginn s.l. á Sólon í Bankastræti.  

Frétt var um þetta á heimasíðu samtakanna og á Fésbókina / Facebook .

  http://billaus.is/index.php?option=com_content&view=article&id=96:fundur-um-goengugoetur-a-solon-triejudaginn-7-juli-kl-2000&catid=34:frettir&Itemid=53

Áhugasamir, þeir sem eru sammál, ósammála eða vilja kynna sér málið, hafið samband viðsamtökin á billaus hjá billaus.is

 


mbl.is Pósthússtræti lokað vegna góðviðris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólað í þyrpingu á götum í kvöld, kl 18

Einhverjir  hafa tekið sér til og hvatt reiðhjólamenn til þess að mæta við Menntaskólanum við Hamrahlið ( Reykjavík) í kvöld kl. 18, og hjóla þaðan um á götum höfuðborgarinnar.

Eins og fram kom á spjalli Fjallahjólaklúbbsins :

Þyrping/Critical Mass verður mynduð á föstudaginn kl. 18:00. Lagt verður af stað frá Menntaskólanum við Hamrahlíð fljótlega upp úr sex.

Fyrir þá sem vita ekki hvað Þyrping, þá er það hópur hjólreiðamanna sem hjóla um götur borgarinnar til að sýna fram á hjólreiðar eru samgönguleið jöfn bílum.

Meiri upplýsingar eru á wikipedia.org á þessum link:

http://en.wikipedia.org/wiki/Critical_Mass

Staðsetning MH:

http://ja.is/kort/#x=358530&y=406363&z=9&q=menntask%C3%B3linn|0vi%C3%B0|0hamrahl%C3%AD%C3%B0

Allir velkomnir á hjólunum sínum! 

 


Á öðrum stað sá ég að til stæði að gera þessu að vikulegum atburð.  

Tengingin við fréttina um að tíu voru teknar fyrir hraðakstri, sem þessi færsla er tengd viðí,  er í gegnum umferðaröryggi.

Mikilvæg ástæða þess að fólk keyri of hratt er að umhverfið hvetji til þess.  Umhverfið á vegunum  litur út eins og kappakstursbraut, bæði í hönnun og umgjörð.  Og ekki siður vegna þess að þarna er mjög fátt fólk á ferli.  Fólk keyrir rólegar þar sem eru runnar og tré, verslanir og veitingastaðir  nálægt akbrautina, og ekki síst ef þarna eru fólk á ferli. Fólk sem er ekki búið að girða sér af í kassa af stáli og gleri.   Umferðarverkfræðingar og borgarfulltrúar eru farnir að átta sér á þessu, og sem dæmi þá var hluti Skeiðarvogs breytt með þeim tilgangi að róa bílstjórum niður. Tré , runnar og blóm voru plöntuð, og gangstéttin endurbætt.  ( Stóð reyndar ekki til að endurbæta gangstéttina,  en íbúar bentu á þessu og það náði í gegn.  Mér þykir það gefa auga leið að umferð gangandi og hjólandi fólks hafi enn meiri róandi áhrif á bílstjóra en tré, runnar, blóm, þrengingar og hraðahindranir ) 

 

 


mbl.is Tíu teknir við hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fór, hvernig var aðdragandinn ?

Mér finnst skrýtið munstur í þessum slysafréttum.

Tilgangur þeirra virðist vera að draga að lesendum og hræða en ekki að við lærum af slysunum.

Getur einhver frætt mig um hvort þetta standist, eða sé misskilningur hjá mér ?


mbl.is Ekið á dreng á hlaupahjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

www.hfr.is er með lýsingu á hjólakeppninni Reykjavík - Akureyri

Mæli með að kíkja inn á www.hfr.is 

þar er hægt að fylgjast með gangi keppninnar og les sér til um fyrirkomulag, reglur, sjá kort og fleira.

Þá er að sjálfsögðu hægt að lesa um aðrar keppnir, æfingar og fleira. 

 

~~~ 

Bílstjórar ættu að vera vakandi fyrir hjólreiðamenn um þessa leið í dag. En í reynd gildir það allt sumarið, því hjólreiðamenn eru mikið á ferli um þjóðvegina. Reyndar er ekki lokið fyrir það skotið að hjólreiðamenn séu á ferð hvernær sem er á árinu. Það fjölgar í hópi hjólreiðamanna og vetrarhjólreiða aukast í vinsældum.

Ábyrgðin liggur því á bílstjórum, stærri og sterkari aðilinn, að vera ávallt vakandi.


mbl.is Lengsta hjólakeppni ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarga mannslífum : hjólreiðar, almenningssamgöngur og ganga

Það er furðulegt hversu sjaldan er minnst á því að aðrir samgöngumátar en bílana hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi.

Skrýtnast kannski hvað varðar almenningssamgöngur því þar dugar núverandi tölfræði vel.

Þegar kemur að jákvæð áhrif göngu og hjólreiðar þar að kafa aðeins dýpra og hugsa út í  eki bara hvernig sá ferðist sem slasast eða drepist, heldur hver hinn aðilinn var ( ef einhver ).

Þá ber að minnast á það að umferðaröryggi er ekki eyland.  Það er fleira sem hangir á spýtunni ef maður víkkar sjóndeildarhringinn og athugar afleidd áhrif umferðaröryggisaðgerða. Ef maður skoða heilsu, umhverfi og umferð heildstætt, eins og gert er hjá WHO Europe, breytist myndin :

Í  BNA drepast 40.000 í umferðinni árlega, en 400.000 vegna offitu.  Mér skilst að  að minnstu  kosti helminginn af því getur maður tengt við kyrrsetu, og þá ætti tengingin við bílasamfélaginu að vera skýr.

WHO Europe komst að því að í tugi borga sem voru rannsakaðir deyja fleiri af völdum mengunar úr bílum en vegna bílslysa. 

WHO segja líka að hjólreiðar sé einn besta leiðin til að auka lífslíkur manna. 

Þetta ýtir enn frekar undir því að eflingu almenningssamganga, hjólreiða og göngu séu meðal bestu aðgerða sem hægt er að grípa til í umferðaöryggismálum.   Meðal annars vegna þess að þetta séu win-win-win lausnir.   Nettó hagnaður af svoleiðis aðgerðum er stór fyrir samfélaginu, því það kemur svo margt gott út úr því.  Ég gæti talið upp amk tíu  eða þrátíu atriði.  Og hef nefnt  þá flesta hér á blogginu áður.  


mbl.is Bílbelti hefðu getað bjargað 36 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband