Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Aðalfundur Bíllaus í kvöld þri 26. Rætt um Hverfisgötu ?

Hér fyrir neðan er tilkynning um aðalfundinn af heimasíðuna billaus.is.  Það vekur ahygli að einn aðalmennina á bak við Hverfisgötutilraunina með græna hjólarein í september mun vera með framsögu á fundinum. 

--

Aðalfundur samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn í Útgerðinni, Grandagarði 16, Reykjavík, þriðjudaginn 26. október næstkomandi. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf. Hans Heiðar Tryggvason, verkefnastjóri hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar mun halda erindi. Hans var meðal þeirra sem stýrðu tilrauninni með hjólastíginn á Hverfisgötu og lokunum í miðbænum í sumar. Hann mun ræða þessi verkefni stuttlega.

Magnús Jensson formaður samtakanna mun einnig halda stutt erindi. Allir velkomnir.

Skv. lögum samtakanna verða tekin fyrir eftirfarandi mál:

1. Ársskýrsla um störf stjórnar

(2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram)

3. Kosningar til stjórnar

4. Lagabreytingar

5. Önnur mál

Á aðalfundinum verður m.a. kosið í stjórn samtakanna. Eftirfarandi stöður eru auglýstar: Formaður, ritari, gjaldkeri, tveir meðstjórnendur og tveir varamenn.

Þeir sem hyggja á framboð láti vinsamlega vita af sér á netfangið billaus hjá billaus.is

 
http://billaus.is/index.php/frettir/34-frettir/137-adalfundur2010


Góðar fréttir !

Það er örugglega þörf á að gera einhverjar lagfæringar á texta. Mér þótti ekki skrýtið þótt líka yrði gefin aðlögunarfrest, ef góð rök eru fyrir því.  En meginstef draganna er að sjálfsögðu í samræmi við vernd  mannréttinda  barna, nánari tiltekið trúfrelsi. Trúfrelsi felur a sjálfsögði í sér frelsi frá tilteknum trú, og ekki síður frelsi frá trúboði  yfirhöfuð.
mbl.is Verður væntanlega eitthvað breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar kristni Í biskupnum ?

Þau gildi sem sagt er á tyllidögum í predikinum og í bloggheimum að kristni stuðli að, virðist mörg hver vera fráverandi í málflutningi biskups.
mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan mun sekta ólöglega lagða bíla

Það væri gott ef að konur og karlar sem ætla sér að taka þátt í kvennafrídeginum, muna eftir að það sé hollt að ganga frá bílastæðaplani eða bílastæðahúsi upp að Hallgrímskirkju, nema auðvitað að þau nota strætó, ganga eða hjóla á staðinn. Fín upphitun bara. Gott að klæða sér vel, því veðurspáin gerir ráð fyrir rok og rigning. Lögreglan segist vera viðbúin að sekta, sá ég í einhverju blaði.  Nú er um að gera að konurnar og stuðningskarlar sýna karakter, og ekki láta veðrið á sér fá, því þá verður þetta enn sterkari boðskapur.
mbl.is Strætó breytir akstri vegna kvennafrís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hi-hi ! En það er löngu búið að uppgötva reiðhjólið !

Þessi lausn innbyggðra reiðhjóla á einteinum í loftinu ( Schweeb)   hefur auðvitað marga kosti, en spurning hvort leiðin sem "New Mobility"  leggur til sé ekki mun vænlegra til árangurs. 

  • lækkun umferðarhraða,
  • Shared space / Samrými
  • efling almenningssamgangna
  • betri lausnir fyrir hjólreiðamenn á götum, ekki síst í gatnamótum og í staðinn fyrir að nota götur( sérhannaðir hjólreiðastígar )
  • samnýting reiðhjóla, bíla, blöndun áleigubílum og strætó
  • Bus Rapid Transit og þess háttar
  • jafnræði samgöngumáta að teknu tilliti til heildarkostnaði og jákvæð áhrif á samfélaginu

Þessi  lausn í greininni gæti eflaust  hentað vel til að sýna fram á kostir mannknúna umferð til dæmis á milli háskóla og stúdentagarða, stórum vinnustaða og miðborg og þess háttar.

Og kannski um leið gefa hjólreiðar verðskuldað athygli. Til dæmis á reiðhjólum sem líkist þessi hylki, og hafa sett hraðamet upp á 130 km/klst ( mælt yfir 200m) án aðstoðar á jafnsléttu að mig minnir.  (Human-Powered Vehicle , HPV ) Yir lengri tímabil : 1000 km  á 24 klst.

http://www.google.com/search?q=human+powered+vehicle

http://pronebike.nlbike.nl/index.php?option=com_content&task=view&id=16&Itemid=30&lang=en

http://commutebybike.com/2010/09/29/pedal-transportation-with-googles-monorail/

 


mbl.is Ferðamáti framtíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarblaðamaður fer á kostum

Maður getur mælt eindregið með þessa úttekt Páls Guðjónssonar á fréttaumfjöllun tengd tilraunina með hjólavísa og ekki síst tímabundna græna hjólarein á Hverfisgötu. 

 http://www.fjallahjolaklubburinn.is/content/view/555/1/

Þekkingarleysi á hjólreiðum og virðingarleysi er greinilega mjög útbreidd meðal blaðamanna og suma starfsmenn borgarinnar, eins og fram kemur í þessari úttekt.

 


Dæmigerður dramaqueen vinkill fjölmiðla v. hjólreiðar

Það er eins og fjölmiðlar leggja meira upp úr hneykslun og upphrópanir en að upplýsa lesendur og hlustendur um hvað sé að gerast mikilvægt í heiminum.

Góðu fréttirnar eru auðvitað þau að lítið hefur verið stolið af reiðhjólum úr hjólaleigukerfi Lundúna. En að vel virðist ganga að efla heilbrigðar, sannarlega umhverfisvænar  og hagkvæmar samgöngur sem efla mannlíf í borginni, það væri sennilega of "væmin" frétt ?

Annars er ég nokkuð viss um að Boris hafi sagt þetta í einhvers konar góðlátlegu gríni, en ekki í fúlasta alvara eins og myndin og fyri sögn mbl.is gefur til kynna.

Kerfið Velib' í París er langtum stærri, var það fyrsta sem var af þessari stærðargráðu.Vandam´lin með þjófnað á Velib' hjólunum hefur verið vel þekkt, og auðvitað hafa menn sem vilja setja upp nýtt kerfi gert sitt til að læra af það helsta sem virtist hafa hrjáð annars mjög svo vel heppnaða hjólaleigu-kerfinu í París.

Eins og fram kemur hér 

  http://road.cc/content/news/24548-thieves-shun-boris-bikes

er ymislegt sem gerir það að verki að minna sé stolið af reiðhjólunum í Lundúna. 

  • Ekki ein hátt virði í málmunum sem er í hjólunum
  • Hærra ábyrgðarupphæð notenda ef hjólið týnist
  • Lás sem mætti nota þegar fólk skreppur inn í búð ofl vanti, þannig að fólk skili hjólin frekar í einhvern stöð, þegar þau eru ekki á eða við reiðhjólinu

Svo er bent á að talsvert mikið er stolið af hjólum almennt í Lundúnum, í takti við aukandi vinsældir hjólreiða ( Svakalega mikið af hjólum stolið í Amsterdam, en Amsterdam er auðvitað ein af helstu hjólahöfuðborgum heims ).

Reyndar mæti líka spyrja sér hvort skiptir meiri máli : Hvort þessum reiðhjólum sé stolið, eða hvort þeim sé notað. Það má vel hugsa sér að til að "kerfið" mundu fara offarir í að stemma stig við stuld,  og þannig gera kerfið mun minna aðlaðandi til notkunar. Dæmi um háa upphæð sem notendur ber ábyrgð á og "skort" á lásum geta hæglega dregið úr vinsældum hjólanna til daglegra nota. 

Fann grein sem segir frá sjónarmiðum á svipuðum nótum ( Brompton-maðurin):

  http://www.bikebiz.com/news/32902/Cycle-Hire-boosts-London-bike-retail   

En nú er reyndar "aðstoð" í vændum, því  framundan er verkfall á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Eitt af systurfélögum FÍB, nema aðeins framsæknarra að er virðist, hvetur fólki til að hjóla frekar en að aka bíl ef það ætlar sér inn í borgina:

 http://www.bikehub.co.uk/news/bike-to-work/motoring-org-urges-londoners-to-bike-the-strike/

 

En kannski er samt eitthvað til í orðunum.. .All publicity is good publicity ...


mbl.is Borgarstjóri Lundúna þjófkennir Parísarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það stórvantar heildstæða úttekt á kostnaði

.. samfélagsins við því að fólk ekru um á einkabílum.

Eins og sjá má í skjölum sem ég vísaði í á bloggi Birgi Þórs, þá er ýmislegt í fréttum úr ráðuneytunum sem benda til þess að enn sé verið að borga með bifreiðanotkun.  Ekkert gjald tekið fyrir mengun, nema að standi til að rukka smávægis fyrir koltvísýringi.  Ekkert er borgað fyrir heilsumissir og örkuml sökum árekstra og útafkeyrslna, fyrir versnandi borgarumhverfi og að erfitt þyki fyrir börnum að ferðast ein í mörgum þéttbýliskjörnum á landinu.  Dönsk yfirvöld vilja meina að hjólreiðamenn spara samfélaginu fyrir nokkra króna á kílómeter, en bílstjórar kosta samfélaginu "nettó" tugi króna á kílómeter.

Hér er athugasemd mína við færslu Birgis Þórs  þar sem hann leggur til að leggja líka gjald á gangandi og hjólandi: 

Takk fyrir að gera þessa vangaveltur opinbera, Birgir Þór. Þú ert pottþétt ekki sá eini sem hugsar á þessum nótum.

En nei, í tilvikum hjólreiðamanna og gangandi verður skráð inneign hjá ríki og sveitarfélög vegna jákvæðra áhrifa, mælanleg í venjulegum hagfræilegum skilningi og á sviðum sem erfiðara er að "mæla" hagfræðilega.

Sjá til dæmis

http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442

"Kostnaður við mótvægisaðgerðir er mismikill en ljóst er að ódýrar aðgerðir geta skilað umtalsverðum árangri. Kostnaðurinn spannar allt frá aðgerðum sem gefa hreinan fjárhagslegan ávinning svo sem aukin áhersla á göngu og hjólreiðar, eða aukin notkun sparneytnari bifreiða, til mótvægisaðgerða sem eru fremur dýrar, t.d. raf- eða vetnisvæðing samgangna."

http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1691

"Fyrstu samgöngusamningar umhverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í dag. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið kaupa strætisvagnakort fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar almenningssamgöngur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátttöku í útlögðum kostnaði, til dæmis vegna hlífðarfatnaðar."

http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/umferdamal/frettir/nr/3258

Marta Birna bendir á að það sé í hæsta máta eðlilegt að í ráðuneyti samgöngumála, þar sem er meðal annars á stefnuskrá að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum, gangi starfsmenn á undan með góðu fordæmi. ,,Með því að starfsmenn eru með styrk hvattir til að ferðast á umhverfisvænan hátt leggjum við okkar að mörkum í þágu umhverfisins fyrir utan hvað þetta er þægileg og holl hreyfing. Þess vegna get ég hvatt alla sem geta nýtt sér þessar leiðir að gera það. Ég notaði styrkinn sem greiðslu uppí reiðhjól og fyrir utan að sækja vinnu á hjólinu er hentugt að geta farið á fundi á hjólinu ef því er að skipta og það hef ég notað talsvert.”

( Þetta með inneign var grín, en eins og fréttirnar úr ráðuneytum sýna þá er þetta ekki  víðs fjarri sannleikanum samt.)
 

mbl.is Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband