Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Hjólreiðar eru SVAKA hollar, hjálmaráróður vantar stuðning í vísindi

Mikið er þetta einkennileg "frétt".

Ég er að reyna að fylla í eyðurnar...

Einhver vildi huggulega mynd til að gefa blaðinu lít og líf, og einhver annar fékk í hlutverk að semja einhverja litla myndatexta. Var þetta það snjallasti sem viðkomandi gat þrýst út úr sér ?

Líklega ekki, heldur var þetta afgreitt hratt og nánast án hugsun. Hið andstæða við frétt, gubbað upp það sem allir hafa heyrt, og flestir virðist samþykkja.  Og það er svo sem allt í lagi, einhvers konar hvíld frá fréttunum. Umfjöllun um daglegt líf.   En í þessu tilfelli er parturinn um hætturnar byggða á "rangan misskilning". Maður er farinn að velta fyrir sér hvort einhver sér sér hag í að blanda neikvæðni og tortryggni inn í öllu tali um hjólreiðar. 

 

Mæli annars með blogg Árna Davíðssyni tengd þessa frétt. 

http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/1085279/

 

VIÐBÓT eftir fyrstu vistun:  Er búinn að kíkja á pappírsútgáfuna og sé að þetta er einmitt falleg mynd með þessum stutta og lélega texta.  Reyndar þá er tvennt varðandi öryggi sem maður sér strax  þegar myndin er skoðuð í betri upplausn :

  1. Strákrunn er  ekki með hjálminn rétt stilltan.  Ennið á ekki að vera "bert", og hjálmurinn ekki "skakkur".  Rannsókn sem kannaði hvort börn gátu stillt hjálminn, komst að þeirra niðurstöðu að 96% gátu það ekki.  Gott ef þeir fengu ekki líka tækifæri til að fá aðstoð fullorðins manneskja, án þess að niðurstöðurnar batnaði mikið.
  2. Stígurinn er með heildregna línu til að afmarka hvar eigi að hjóla. Þeir feðgar (líklega feðgar), eru ekki að fara eftir þessu.  Og ég er ekki að fetta fingur út í það, heldur hversu vanhugsuð þessi lína sé,  og þá sér í lagi þegar hún er heildregin, og hjólahluturinn af stígnum sé einn metri á breidd, og mjög oft mjórri.  Dugar að sjálfsögðu ekki þegar hjólreiðamenn mætast.  Þessar línur rugla menn í ríminu varðandi hver eigi að vika, menn ruglast í hægri-reglunni. Og gefur  falskt öryggi, á þann hátt að hjólreiðamenn gera ráð fyrir að gangandi sem eru "sín megin" muna halda sér þar, og að óhætt sé að þeysast framúr fólkinu , ef bara maður heldur sér á hjólaræmunni. 

 

þegar maður opnar myndina til að sjá hana stærri sér maður lýsing á myndinni sem er mun eðlilegri, og væntanlega komin frá ljósmyndaranum : "Náttúrunnar notið í Elliðavogi."


mbl.is Hjólreiðar eru holl hreyfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistvænn bíll ? Kanntu annan ?

Þetta er alveg í ætt við Doubletalk hjá George Orwell í bókinni 1984. 

Að kalla bíll vistvænan sem sagt.

..... 

Annars lenti ég í því að sjá fyrstu (?) útgáfu fréttarinnar.  Hún var mun styttri, og án myndar.  Áhugavert að sjá þetta í greinina í þróun/vinnslu.

~~~~

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gerðu afnot borgarstjóra af vistvænum bíl að umtalsefni á fundi borgarráðs í dag og spurðu meðal annars með hvaða hætti afnotasamningurinn verði túlkaður við framtal til skatts þar sem bíllinn sé hluti af skilgreindum fríðindum borgarstjóra.

~~~~


mbl.is Spurðu um skatt af vistvænum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðamenn "sjálfbjarga", ólíkt öðrum ferðlaöngum

Ég man amk. ekki eftir einni einustu frétt  af hjólreoðamanni sem björgunarsveitir hafi þurft að bjarga.

En rjúpnaveiðmenn, jeppamenn, göngufólk í kassavís hafi verið bjargað.

Þannig er myndavalið við fréttina pínu öfugsnúið :-) 

En kannski er ( hér um bil) öll athygli á hjólreiðum jákvæð ? 


mbl.is Íslendingar meðvitaðir á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bataóskir. (RÚV með nákvæmara fréttir)

Ég vona að strákurinn nái sér fljótt. 

Annars vil ég benda á að RÚV hafa staðið sér betri í að greina frá atvikinu og hluti sem hafa mögulega  haft áhrif  : 

http://www.ruv.is/frett/drengur-fell-a-hjoli 

Tólf ára drengur slasaðist þegar hann féll á hjóli á göngustíg við Digraneskirkju í Kópavogi í dag. Hann mun hafa verið á BMX-hjóli og er talið að hann hafi skollið á stýrið. Það var án gúmmí- eða plasthlífa og því hvassara en ella.


mbl.is Stýrið stakkst í kviðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband