26.10.2007 | 13:55
Karlmenn menga meira en konur...Hvað segir skýrslan?
Frábært að mbl.is hengja skýrsluna við fréttina þannig að lesendur geta kynnt sér þetta nánar.
Í athugasemdum tengd fréttina hafa komið fram margar spurningar, flestar gáfulegar, og vonandi fæst svör við flesta spurninganna, ef skýrslan er lesin.
En það er mikið lesefni og tíminn er takmarkaður. Það hefði verið frábært ef blaðamenn Morgunblaðsins hefðu "stolið" smá tíma frá því að fjalla um fræga fólkið og hlutir sem skipta litlu máli og kafa ofan í fréttir sem varða framtíð okkar allra. Gjarnan með spurningar eins og þessar sem hafa komið fram, að leiðarljósi. ATH : Þó ég segi að umhverfismálin séu mun mikilvægari en slúður og "fréttir" um nýja bíla, skó eða föt, þvertek ég fyrir að vera með heimsendaspá :-)
En hvernig var þetta rannsakað í skýrslunni Sænska ? Velta niðurstöður á því að karlar séu atvinnubílstjórar, eða að þeir borða meira kjöt vegna þess að þeir eru stærri, að öllu jöfnu ? Og hvað með önnur umhverfisáhrif, væri ekki við hæfi að benda á nokkur atriði þar sem karlar standa sér betur en konur varðandi umhverfisáhrif ? Skó-, fata, og snyrtivörukaup, til dæmis ? Skutl barna í stað þess að ganga eða hjóla með þeim og kenna þeim að ferðast sem nokkuð öruggur vegfarandi ? Hjólreiðar til samgangna ? ( Konurnar standa sér kanski betur í Sviþjóð, en sennilega ekki á Íslandi ) Held samt að fréttin sé í aðalatriðum rétt og að áhrif aksturs og kjötáts vega þungt. Prófið til dæmis að skrá mismundi gildi á http://myfootprint.org
![]() |
Karlar menga meira en konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 14:45
Hlustum við meira á slúður en rök ?
Fann þessa frétt ( Er slúðrið í genunum ) frá mbl.is frá 2002 þegar ég leitaði að greininni sem var í Mogganun í dag um að slúðrið virðist yfirsterkari en rök og eigin þekkingu.
Hér er grein úr NY Times og önnur úr daily Telegraph sem fara ofan í saumanna á því sem frétt Moggans tæpti. Moggin vitnaði í tilteknum vísndamann, og þá var ekki erfitt að afla sér frekari vitneskju í gegnum leitarvél ( news.google.com)
Facts Prove No Match for Gossip, It Seems
"Now, you might think the gossip mattered just in borderline cases â" when the partner had a mixed record of generosity, and the donor welcomed outside guidance in making a tough decision. But the gossip had an impact in other situations, too. Even when a player saw that his partner had a record of consistent meanness, he could be swayed by positive gossip to reward the partner anyway. Or withhold help from a perfectly nice partner just on the basis of malicious buzz."
Gossip can influence our opinions
"It seems the old adage is true: mud sticks. So say scientists who discovered that gossip influences our opinions of people, even when we know it is untrue.
They learned the power of tittle-tattle in a test of 126 students, who played a game in which they could either co-operate with each other or cheat on each other.
Between each round, they could spread rumours about the behaviour of rivals.
The researchers found that the gossip had a "strong influence" on how the players reacted to each other, even if it disagreed with the evidence of their own eyes.
Suggestions that someone was a cheater stuck, even if the players had never seen that person misbehave."
![]() |
Er slúðrið í genunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 13:48
Mogginn jákvæður í garð heilbrigðra samgangna ...
Mér fannst jákvætt hvað birtist mikið, nokkrir dagar í vikunni , miðað við fyrri reynslu af fréttum sem hjálpa okkur í réttri átt í skilningi, sem getur svo breytt hvaða lausnir við veljum.
Moggin 17.okt 2007 ,bls 18, skapti@mbl.is : Hjólreiðar auka öryggi í umferð og minnka líkur á offitu - Hugmyndir um stórbætta hjólreiðamenningu í höfuðstað Norðurlands.
Úr tillögum Gunnars Svanbergssonar, formaður foreldrafélags í Brekkuskóla, og Bryndísar Arnarsdóttur, forvarnarfulltrúa
- Draga úr því að börn verði keyrt í skóla
- Að allir nemendur eiga þess kost að koma hjólandi í skólann
- Hvetja foreldrar til að hjóla með börnum sínum í skólann
- Hjólagrindir verða settar upp við skólana og aðstaða til þess að börnin geti geymt hjálma sína
- Hjólaleiðir í skólann verði merktar
- Útbúa hjólastíga og þrautabrautir við skólana
Mogginn 19.október. bls. 29 Hversu mikið mengar þú ?
Sagt frá vefræn "mæling" á vistspor einstaklinga. Sjálfur vil ég bæta við : http://myfootprint.org
Moggin 19. október bls42 : Hjólað í skammdeginu ( Mynd, velvakandi )
"Þessi reffilegi maður hjólar ákveðinn upp Klapparstígnum meðan blikkbeljurnar standa í röðum sofandi hjá - vel gallaður í kuldanum og nýtur frelsisins og útiverunnar. "
( Neðar hjá velvakanda þennan dag : nagladekkin menga, og flestir bílar mætti búa önnur dekk )
Moggin, 19.okt bls 17, Banvæn mengun
"Við bysnumst yfir umferðarslysum sem eðlilegt er en áttum okkur ekki á, að margfalt fleiri lætur lífið vegna megnunar frá bílum en í bílslysum. Í Danmörku er áætlað að talan sé um 3000 á ári."
--
Ég sé að um 450 manns deyja í Danmörku árlega í bilslysum.
WHO hefur komist að sambærilegri niðurstöðu í nokkrum evrópskum borgum, og tengist þetta beinni mengun úr bílum, m.a. svifryk ( án notkun nagladekkja ) svo sem sót úr dísilbílum og eiturefni eins og NOx etc
Moggin, 19.okt, bls 16 : Unnið gegn offituhverfinu
Í skýrslunni er hvatt til þess að unnið verði gegn "offituhverfinu" með því að skipuleggja bæi og borgir þannig, að fólk geti farið flestra ferða sinna gangandi eða hjólandi. '
Moggin, 19. okt bls 11: Heilsuhagfræði sé til grundvallar
Reyndar er þar fjallað um vandamál í herlbrigðiskerfinu, í viðtali við Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, en ljóst er, meðal annars frá ritgerðum í heilsuhagfræði skrífnar hjá Háskóla Íslands, að forvarnir í formi aukið aðgengi til hreyfigar, skilar sé mun betri varðandi að létta á heibrigðiskerfinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.11.2007 kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 13:25
Heildarmyndin mikilvæg : Vistspor okkar
Þessi greinaflokkur fer vel af stað og ekki er vanþörf á að fjalla um hvað neytendur geta þrátt fyrir allt gert. En ég tel að mörgum finnist þetta ekki geta skipt máli hvað einsteklingur eða fjölskylda gerir. Og það er auðvitað satt, ef allir hugsa þannig.
En til að sjá þessu í stærra samhengi má nota tól sem heitir vistspor eða ecological footprint til að sjá hversu margir jarðir þurfti til að halda mannkyninu uppi ef að allir hegðuðu sér eins og við.
Dæmi : myfootprint.org
Þar getur maður leikið sér með breytingum í mörgu, svo sem flokkun sorps, samgöngumáta, orkunotkun að öðru leyti, flugferðir, kjötát og fleira. Reyndar þá hefðu tólin átt að gera manni auðveldari að leika sér þannig með breytingum og bera saman niðurstöður, en ef maður hefur smá þolinmæði er þetta mjög áhrifaríkt.
![]() |
Loftur og Ísafold í verslunarleiðangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2007 | 13:11
Heildstæður skóladagur gott dæmi um samvirkni
Í greininni segir Oddný : ."..þetta er mikilvægt mál sem eykur lífsgæði og samverustundir fjölskyldunnar, minnkar álag barna, og styttir vinnutíma þeirra sem starfavið listkennslu, íþróttaþjálfun eða aðrar tómstundir "
Svo bætist við álag á foreldrum við skutlinu, og álag umferðarinnar við skutlinu á samfélaginu og umhverfi og lífsskilyrði okkar.
Hér er sem sagt skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa jákvæð áhrif á mörgum sviðum, og mundu hafa jákvæð áhrif varðandi loftslagsmál, hættulegasti svifrykið, umferðaröryggi og fleiri.
En í hvorug af þessum flokkunum eru þessar aðgerðir það sem litur "girnilegast " út á lista aðgerða. Þetta eru ekki karlmannlegir tækniundur, og eiga því í mikla hættu á að ekki ná upp í lista yfir aðgerðum, hvorki hvað varðar loftslagsmál, svifryk, né kjaramál.
Ég tel að við ættum frekar að gera öfugt og setja þau mál efst á lista sem gefa ávinning á mörgum sviðum.
Samvirkni - synergía - win-win solutions !
En auk þess að samþætta skóladeginum, er önnur augljós leið, sem leiðir af sér samvirkni varðandi jákvæðum áhrifum og ætti ekki síður að huga að:
Það er að gera leiðir á milli staða þar sem tómstundir eru stundaðir meiri aðlaðandi, að hafa örugg svæði til að læsa og geyma reiðhjól og helst líka skápa fyrir skjólföt og verðmæti. Þá mætti efla kennslu í umferðaröryggi með JÁ-kvæðum formerkjum, svipað og gert er í Bretlandi með námskeiðunum og skyrteinum undir nafninu Bikeability, og John Franklin kynnti í Samgönguviku fyrir tilstuðlan Landssamtaka hjólreiðamanna. Á Bretandi fundu þeir út að það gangi ekki upp að fólk sem ekki hjólar til samgangna sjálft, og/eða hafa ekki kynnt sér fræðin um hjólreiðar á neinn hátt, kenni fólk á umferðaröryggi hjólreiða. Þá veður kennslan gjarnan í formi neikvæðra skilaboða um hvað allt sé hættulegt, og ekki er skrýtið að foreldrarnir telja það öruggast að keyra börnin nánast allt sem þau fara.
Það sem þarf er :
- Áframhaldandi vinna með heilstæðum skóladögum
- Endurbætt kennsla sem leggur áherslu á það jákvæða við að börnin hafi sjálfstæði og frelsi og hreyfi sér
- Lægri hraði í hverfunum, og þar sem mikilvægir leiðir barna liggja. Ræða þurfi hvort "stofnbraut" eigi alltaf að hafa forgang yfir samgöngu barna.
- Öruggari skólaleiðir og leiðir í tómstundir, með áherslu á rétt og aðgengi gangandi og hjólandi en ekki að búa til hindranir fyrir þá
![]() |
Erfitt að losna við skutlið" í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 00:35
Eins og að pissa í ökubrækurnar ?
Hér er byrju á frétt frá visir.is:
Tölva styttir ferðatíma um götur Reykjavíkur
Ferðatími um götur borgarinnar styttist með nýjum tölvum sem tekið hafa yfir stjórn umferðarljósa á helstu gatnamótum. Tölvurnar skynja umferðarþungann og skipta yfir í grænt og rautt til að skapa sem best flæði.---
Mér þykir lang líklegast að þetta hafi sömu áhrif og að breikka götur eða búa til mislæg gatnamót : Betri aðgengi og bætt samkeppnisstaða bíla, gerir það að verki að meira sé keyrt, og svo fáum við aftur umferðarteppur og hávær grátur um mislæg gatnamót og breiðari vegi. Á meðan mengun, útblástur, svifryk, hávaði, umferðarslys, borgarbragur og aðgengi heilbrigðra samgöngumáta versni. En það góða við þetta er að menn geta bent á þessari stýringu og kannski afstýrt stækkun gatnanetsins í borginni, á meðan fólk og stjórnmálamenn eru að fatta stóra myndina.
18.10.2007 | 11:33
Loksins farið að lita á kerfisbundin hraðakstur sem vandi
![]() |
433 ökumenn óku of hratt á Sæbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 22:49
Sundabraut og hjólreiðar ?
Á sínum tíma, í umhverfismatinu, var talað um það að gangnalausn og hábrú fyrir Sundabraut hafði þá annmerki að ekki henta fyrir gangandi og hjólandi umferð. Þessi hlið á umræðunni virðist hafa gleymst allveg. Að segja að NIMBY ( Not In My Back Yard) hafi unnið yfir heildstæðar lausnir væri full-langt gengið, en gangalausnr urðu ofaná þegar Grafarvogasbúar tóku kröftulega til máls og snéru umræðunni. Síðan hefur ekkert verið talað um hvernig eigi að bæta samgöngu fyrir hjólreiðamenn eða fólk sem skokkar eða gengur, eða hefði viljað gera það á þessari leið.
En eitt dæmið um hvernig er verið að hygla bílaumferðina fram yfir heilbrigðum samgöngum. Landssamtök hjólreiðamanna sendi inn athugasemd við umhverfismatið, en sú athugasemd virðist hafa týnst í kerfinu. Allavega var hún ekki nefnd þegar sagt var frá hver jir hefðu gert athugasemd við umhverfismatið v. annars áfanga Sundabrautar.
Sumir halda að samgöngumannvirki fyr rgangadi og hjólandi séu ekki samfélagslega hagkvæmir, en Transportøkonomisk institutt í Noregi ( Virt stofnun samgönguhagfræði ) hefur fundið út að þetta sé þveröfugt farið. Jafnvel með varlegaum áætlunum um hagkvæmni virðist þessi samgöngumannvirki hafa hærri hagkvæmni en flestir akvegir. Þar að auki er mjög margt sem bendir til þess að hefðbundin hagkvæmnismöt á akvegum séu að að "gleyma" alls konar miður góð áhrif af völdum bílaumferðar og ofmeta varanlegum ávinningum varðandi tíma sem sparast. Sjá til dæmis skríf Kjartans Sælensminde.
![]() |
Lögðu fram nýja tillögu um Sundabraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 09:40
Lausin á umferðarteppunum
... er auðvitað að fjölga forgangsakreina strætó, fjölga tiðni, að fólk sem velur að aka fari ekki allir af stað á sama tíma og síst en ekki síðast að fólk noti fæturnar og reiðhjólin, til dæmis tengd strætónotkun.
Varðandi umferðaröryggi hjólreiðamanna bendi ég á nýlegri færslu minni á blogg LHM : LHM.blog.is
![]() |
Umferðarteppa í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 14:57
Bæði vandamálin má vinna gegn með hjólreiðum
Hjólreiðar eru ekki efst á listanum þegar menn tala um aðgerðir gegn loftslasgbreytingum af mannavöldum, og því miður ekki þegar talað er um offitu né hreyfingarleysi.
Samt eru auknar hjólreiðar leið sem vinnur vel gegn þetta tvennt og margt meira í viðbót.
Lesið eldri færslur hér á blogginu og á lhm.blog.is til að sjá hvað er átt við.
Og hjólreiðar séu mun raunhæfari kost en langflestir stjórnmálamenn og margir aðrir halda. En þett snýst ekki um að þröngva hjólreiðar upp á neinum, heldur að leiðrétta misrétti, og jafna samkeppsinstöðu samgöngumáta. Bílanotkun fygja margs konar vanda, sem fólk eru smám saman að viðurkenna. Fyrir þessum "externalities" þarf að borga, aðm minnstu kosti að hluta. Og varðandi ökutækjastyrks. kílómetragjaldi, gjalds sem er (ekki) borgað fyrir bílastæði, og fleira í þeim dúr þarf að leiðrétta. Ef þetta er gert, stjórnvöld vindur sér í smá ároðri og ökukennslu fyrir hjólreiðamenn í samvinnu með fjölmiðla og hjólreiðafélög, þá munu hjólreiðamenn fjölga og öryggi þeirra aukast með auknum fjölda (Safety in numbers). Þegar bætt er við skilvirkar og þægilegar tengingar sem koma í stað hraðbrautana, þá er þetta nánast komið :-)
![]() |
Offita jafnstórt vandamál og loftslagsvandinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
-
arnid
-
kari-hardarson
-
vilberg
-
mberg
-
hrannsa
-
dofri
-
ursula
-
volcanogirl
-
loftslag
-
laugardalur
-
siggi-hrellir
-
svanurmd
-
lhm
-
larahanna
-
ragnar73
-
hjolina
-
hlynurh
-
arnith
-
neytendatalsmadur
-
bergursig
-
ingibjorgelsa
-
vefritid
-
sylviam
-
landvernd
-
thuridur
-
agustolafur
-
vest1
-
fsfi
-
morgunbladid
-
soley
-
hlini
-
photo
-
magnolie
-
arnthorhelgason
-
hildigunnurr
-
herdis
-
skidagongufelagid
-
gbo
-
arnthorla
-
malacai
-
charliekart
- kerfi
-
jevbmaack
-
raftanna
-
stjornuskodun
-
apalsson
-
birgitta
-
gp
-
hordurhalldorsson
-
hoskibui
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
roggur
-
siggimaggi
-
klarak
-
svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar